Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. janúar 2019 06:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að háskólar fái aukið svigrúm til að innrita nemendur. Háskólunum sjálfum sé best treystandi til að meta hvort umsækjendur hafi nægilega þekkingu eða reynslu til að setjast á skólabekk, hvort sem viðkomandi hafi tiltekna prófgráðu eða ekki. „Í stað þess að umsækjendur með stúdentspróf hafi forgang inn í hérlenda háskóla ættu háskólar að meta til jafns aðra þekkingu og reynslu umsækjenda, til dæmis úr atvinnulífinu,” segir Áslaug. Áslaug hyggst leggja fram frumvarp eftir að þing kemur saman á ný í lok janúar. „Það er verið að skoða það að koma á laggirnar fagháskólastigi sem kæmi þá mögulega til móts við þessar þarfir. Þar til því hefur verið lokið tel ég rétt að leggja fram þessa breytingu til að auka sveigjanleika kerfisins og auka svigrúm háskólanna til að taka inn fjölbreyttari nemendahóp,” segir hún. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp síðasta haust til að jafna stöðu sveinsprófs og stúdentsprófs þegar kæmi að innritun í háskóla. Áslaug var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð. Nýja frumvarpið gangi lengra og sé eins konar viðbót við það fyrra. „Í of mörgum tilfellum þá er fólki sem á erindi í háskólanám gert of erfitt fyrir að komast að. Með þessu frumvarpi þá væri það áfram háskólanna að setja inntökuskilyrðin en þeir yrðu þá ekki eins bundnir af tilteknum prófgráðum umsækjenda og fengju aukið svigrúm til að taka inn hæfa og góða nemendur með ólíkan bakgrunn,“ segir Áslaug og bætir við: „Einn helsti ávinningurinn af þessu er að breyta viðhorfi fólks gagnvart iðnnámi eða annarri reynslu og þekkingu sem margir ávinna sér á vinnumarkaði eða í öðrum störfum. Við megum ekki loka fyrir tækifæri framtíðarinnar með því að sníða fólkið eftir kerfinu, heldur á kerfið að vera sniðið að fólkinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að háskólar fái aukið svigrúm til að innrita nemendur. Háskólunum sjálfum sé best treystandi til að meta hvort umsækjendur hafi nægilega þekkingu eða reynslu til að setjast á skólabekk, hvort sem viðkomandi hafi tiltekna prófgráðu eða ekki. „Í stað þess að umsækjendur með stúdentspróf hafi forgang inn í hérlenda háskóla ættu háskólar að meta til jafns aðra þekkingu og reynslu umsækjenda, til dæmis úr atvinnulífinu,” segir Áslaug. Áslaug hyggst leggja fram frumvarp eftir að þing kemur saman á ný í lok janúar. „Það er verið að skoða það að koma á laggirnar fagháskólastigi sem kæmi þá mögulega til móts við þessar þarfir. Þar til því hefur verið lokið tel ég rétt að leggja fram þessa breytingu til að auka sveigjanleika kerfisins og auka svigrúm háskólanna til að taka inn fjölbreyttari nemendahóp,” segir hún. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp síðasta haust til að jafna stöðu sveinsprófs og stúdentsprófs þegar kæmi að innritun í háskóla. Áslaug var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð. Nýja frumvarpið gangi lengra og sé eins konar viðbót við það fyrra. „Í of mörgum tilfellum þá er fólki sem á erindi í háskólanám gert of erfitt fyrir að komast að. Með þessu frumvarpi þá væri það áfram háskólanna að setja inntökuskilyrðin en þeir yrðu þá ekki eins bundnir af tilteknum prófgráðum umsækjenda og fengju aukið svigrúm til að taka inn hæfa og góða nemendur með ólíkan bakgrunn,“ segir Áslaug og bætir við: „Einn helsti ávinningurinn af þessu er að breyta viðhorfi fólks gagnvart iðnnámi eða annarri reynslu og þekkingu sem margir ávinna sér á vinnumarkaði eða í öðrum störfum. Við megum ekki loka fyrir tækifæri framtíðarinnar með því að sníða fólkið eftir kerfinu, heldur á kerfið að vera sniðið að fólkinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira