Lykilatkvæðagreiðslu um Brexit ekki frestað aftur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2019 12:44 Theresa May ræddi við Andrew Marr á BBC. Getty/Handout Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn í neðri deild breska þingsins muni „klárlega“ fá að greiða atvæði um Brexit-samninginn í næstu viku. Atkvæðagreiðslunni var frestað á síðustu stundu í desember þar sem ljóst þótti að samningurinn yrði ekki samþykktur. Í nóvember kynnti May samning sem náðst hafði á milli yfirvalda í Bretlandi og Evrópusambandandsins um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB. Samningurinn féll hins vegar í grýttan jarðveg á meðal harðlínumanna í Íhaldsflokknum sem og fjölda þingmanna Verkamannaflokksins.Þrátt fyrir að May hafi staðið af sér vantrauststillögu samflokksmanna í Íhaldsflokknum þótti ljóst að nægjanlegur fjöldi þingmanna myndi ekki samþykkja samninginn. Var atkvæðagreiðslunni því frestað fram á nýtt ár og er líklegt að hún verði haldin 14. eða 15. janúar næstkomandi.Könnun sýnir að fleiri vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðsluÍ viðtali við BBC sagðist May vongóð um að hún gæti tryggt sér stuðning nægjanlegs fjölda þingmanna til að styðja samninginn. Ekki síst í ljósi þess að ESB hefði samþykkt ýmsar breytingar á samningnum sem þingmenn höfðu efasemdir um. Er þar um að ræða framtíðartillhögun landamæra Írlands, sem er í ESB, og N-Írlands, sem er á leið úr ESB. Þá sagði May að breytingarnar fælu í sér að þingmenn myndu hafa meira að segja en áður um samningaviðræður um framtíðartengsl Bretlands og ESB. Forsætisráðherrann hét því að kynna þessar breytingar á næstunni. Varaði hún við því að enginn myndi vita hvað væri í vændum myndu þingmenn hafna samningnum en Bretland mun yfirgefa ESB þann 29. mars næstkomandi, hvort sem að samningar nást eða ekki. Aukinn þrýstingur er á í Bretlandi að haldinn verði önnur atkvæðagreiðsla um hvort Bretland eigi að vera áfram í ESB eða ekki. Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem YouGov framkvæmdi sýna að 41 prósent kjósenda vill að almenningur fái að ákveða hvort af verði af Brexit eða ekki, 36 prósent vilja að þingið ákveði það. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit Þrátt fyrir það telur rúmur meirihluti flokksmanna að Corbyn standi sig vel sem leiðtogi. 2. janúar 2019 10:25 Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. 30. desember 2018 16:29 Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit. 29. desember 2018 13:40 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn í neðri deild breska þingsins muni „klárlega“ fá að greiða atvæði um Brexit-samninginn í næstu viku. Atkvæðagreiðslunni var frestað á síðustu stundu í desember þar sem ljóst þótti að samningurinn yrði ekki samþykktur. Í nóvember kynnti May samning sem náðst hafði á milli yfirvalda í Bretlandi og Evrópusambandandsins um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB. Samningurinn féll hins vegar í grýttan jarðveg á meðal harðlínumanna í Íhaldsflokknum sem og fjölda þingmanna Verkamannaflokksins.Þrátt fyrir að May hafi staðið af sér vantrauststillögu samflokksmanna í Íhaldsflokknum þótti ljóst að nægjanlegur fjöldi þingmanna myndi ekki samþykkja samninginn. Var atkvæðagreiðslunni því frestað fram á nýtt ár og er líklegt að hún verði haldin 14. eða 15. janúar næstkomandi.Könnun sýnir að fleiri vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðsluÍ viðtali við BBC sagðist May vongóð um að hún gæti tryggt sér stuðning nægjanlegs fjölda þingmanna til að styðja samninginn. Ekki síst í ljósi þess að ESB hefði samþykkt ýmsar breytingar á samningnum sem þingmenn höfðu efasemdir um. Er þar um að ræða framtíðartillhögun landamæra Írlands, sem er í ESB, og N-Írlands, sem er á leið úr ESB. Þá sagði May að breytingarnar fælu í sér að þingmenn myndu hafa meira að segja en áður um samningaviðræður um framtíðartengsl Bretlands og ESB. Forsætisráðherrann hét því að kynna þessar breytingar á næstunni. Varaði hún við því að enginn myndi vita hvað væri í vændum myndu þingmenn hafna samningnum en Bretland mun yfirgefa ESB þann 29. mars næstkomandi, hvort sem að samningar nást eða ekki. Aukinn þrýstingur er á í Bretlandi að haldinn verði önnur atkvæðagreiðsla um hvort Bretland eigi að vera áfram í ESB eða ekki. Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem YouGov framkvæmdi sýna að 41 prósent kjósenda vill að almenningur fái að ákveða hvort af verði af Brexit eða ekki, 36 prósent vilja að þingið ákveði það.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit Þrátt fyrir það telur rúmur meirihluti flokksmanna að Corbyn standi sig vel sem leiðtogi. 2. janúar 2019 10:25 Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. 30. desember 2018 16:29 Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit. 29. desember 2018 13:40 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit Þrátt fyrir það telur rúmur meirihluti flokksmanna að Corbyn standi sig vel sem leiðtogi. 2. janúar 2019 10:25
Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. 30. desember 2018 16:29
Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit. 29. desember 2018 13:40