Nýtti veikindaleyfi til að búa til Þingspilið Sighvatur Arnmundsson skrifar 5. janúar 2019 07:00 Jón Þór notaði tækifærið og sýndi forseta lýðveldisins Þingspilið í nýársmóttöku á Bessastöðum. Að sögn Jóns Þórs leist Guðna vel á. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég datt í veikindi rétt fyrir þingfrestun í byrjun desember og var heima í einhverja daga. Þá bjó ég bara til Þingspilið í einhverju hitamóki. Ég er búinn að gera nokkrar prótótýpur og byrjaður að prófa spilið,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Jón Þór er búinn að gera 72 mismunandi spil en þar á meðal eiga allir átta flokksformennirnir á þingi sitt eigið spil. Einnig er að finna spil eins og hneykslismál, stefnumál til að leggja fram og atvik eins og búsáhaldabyltinguna eða að fá pólitíska blóðgjöf. „Ég vildi hafa þetta svona eins og vinsælustu spilin eru í dag. Þú verður bara að geta tekið spilið upp og byrjað að spila þannig að allir skilji það eins og skot. Þá má bara taka svona korter til hálftíma að hámarki. Um leið og ég var kominn með formið þá rammaði það inn alla möguleikana sem ég hafði. Það er svo rosalega margt hægt að gera. Ég er búinn að vera að leikjavæða Alþingi í hausnum á mér mjög lengi.“ Hann ákvað að nota skopmyndir Halldórs Baldurssonar í prótótýpuna. „Ég fór að skoða myndirnar hans en hann er búinn að vera með samfélagsgrín síðan 2005 og tók í rauninni bara þessa stjórnmálasögu sem hann er búinn að taka saman í þessum myndum. Svo sá ég að ég gat leikjavætt hverja myndina á fætur annarri.“ Þannig varð til dæmis til spil sem sýnir fjórflokkinn en þegar því spili er spilað út tapa allir þeir flokkar fylgi. Svo eru nýju framboðin með sitt spil en þá eru helmingslíkur á því að sá sem fær það detti út af þingi. „Ég var núna að klára ansi góða útgáfu af prótótýpunni og sýndi Halldóri. Honum fannst þetta bara frábært og er með í þessu. Við erum bara að skoða næstu skref.“ Jón Þór segir að spilið sé einfalt, bara spilin en ekkert leikborð. „Sum spilin krefjast reyndar hlutkestis og þá var ég að hugsa um að hafa eina íslenska krónu með hverju spili.“ Jón Þór viðurkennir að hafa skemmt sér konunglega við gerð spilsins. „Þetta var geggjað stuð. Ég prófaði það svo fyrst með börnunum mínum. Það gekk fínt hjá stelpunni sem er að verða níu ára en var aðeins erfiðara hjá stráknum sem er sex ára.“ Aðspurður segist Jón Þór telja að hægt verði að spila Þingspilið í hliðarsölum Alþingis en varla í sjálfum þingsalnum nema í algjöru hljóði. „Ég sýndi öllum formönnunum sín spil fyrir jólin og þeim fannst þetta drepfyndið. Mig langar að gera þetta þannig að þetta sé eitthvað sem allir geti spilað. Það sé enginn kvikindisháttur heldur bara verið að hafa gaman af stjórnmálasögunni.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
„Ég datt í veikindi rétt fyrir þingfrestun í byrjun desember og var heima í einhverja daga. Þá bjó ég bara til Þingspilið í einhverju hitamóki. Ég er búinn að gera nokkrar prótótýpur og byrjaður að prófa spilið,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Jón Þór er búinn að gera 72 mismunandi spil en þar á meðal eiga allir átta flokksformennirnir á þingi sitt eigið spil. Einnig er að finna spil eins og hneykslismál, stefnumál til að leggja fram og atvik eins og búsáhaldabyltinguna eða að fá pólitíska blóðgjöf. „Ég vildi hafa þetta svona eins og vinsælustu spilin eru í dag. Þú verður bara að geta tekið spilið upp og byrjað að spila þannig að allir skilji það eins og skot. Þá má bara taka svona korter til hálftíma að hámarki. Um leið og ég var kominn með formið þá rammaði það inn alla möguleikana sem ég hafði. Það er svo rosalega margt hægt að gera. Ég er búinn að vera að leikjavæða Alþingi í hausnum á mér mjög lengi.“ Hann ákvað að nota skopmyndir Halldórs Baldurssonar í prótótýpuna. „Ég fór að skoða myndirnar hans en hann er búinn að vera með samfélagsgrín síðan 2005 og tók í rauninni bara þessa stjórnmálasögu sem hann er búinn að taka saman í þessum myndum. Svo sá ég að ég gat leikjavætt hverja myndina á fætur annarri.“ Þannig varð til dæmis til spil sem sýnir fjórflokkinn en þegar því spili er spilað út tapa allir þeir flokkar fylgi. Svo eru nýju framboðin með sitt spil en þá eru helmingslíkur á því að sá sem fær það detti út af þingi. „Ég var núna að klára ansi góða útgáfu af prótótýpunni og sýndi Halldóri. Honum fannst þetta bara frábært og er með í þessu. Við erum bara að skoða næstu skref.“ Jón Þór segir að spilið sé einfalt, bara spilin en ekkert leikborð. „Sum spilin krefjast reyndar hlutkestis og þá var ég að hugsa um að hafa eina íslenska krónu með hverju spili.“ Jón Þór viðurkennir að hafa skemmt sér konunglega við gerð spilsins. „Þetta var geggjað stuð. Ég prófaði það svo fyrst með börnunum mínum. Það gekk fínt hjá stelpunni sem er að verða níu ára en var aðeins erfiðara hjá stráknum sem er sex ára.“ Aðspurður segist Jón Þór telja að hægt verði að spila Þingspilið í hliðarsölum Alþingis en varla í sjálfum þingsalnum nema í algjöru hljóði. „Ég sýndi öllum formönnunum sín spil fyrir jólin og þeim fannst þetta drepfyndið. Mig langar að gera þetta þannig að þetta sé eitthvað sem allir geti spilað. Það sé enginn kvikindisháttur heldur bara verið að hafa gaman af stjórnmálasögunni.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira