Að halda út Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 5. janúar 2019 07:00 Eflaust ætla margir að breyta til betri vegar á nýju ári, temja sér hollari matarvenjur og hreyfa sig reglulega. Þau sem hafa tekið helst til hraustlega til matar síns, borðað salt og reykt kjöt og sælgæti ætla sér bót og betrun – hollari mat. Sum ætla kannski að forðast kjöt með öllu í janúar. Þau metnaðarfyllstu taka þátt í veganúar og borða einungis grænfæði fyrsta mánuð ársins. Aðrir hafa ef til vill drukkið ótæpilega í desember, og einsetja sér að setja tappann í flöskuna, að minnsta kosti um sinn. Jafnvel hafa einhverjir lofað sjálfum sér þurrum janúar, eða enn lengri tíma án víns. Vafalaust eru líka margir sem hafa eytt jólafríinu við sjónvarpið í sófanum og látið alla hreyfingu lönd og leið. Mörg úr þeim hópi hafa einsett sér að taka hraustlega á því í ræktinni á nýju ári. Ætla á skíði, út að ganga, hlaupa eða hjóla. Auðvitað er það mannskepnunni eðlislægt að vilja taka til í eigin ranni, laga það sem úrskeiðis fer. Enginn er fullkominn og því ljóst að allir eiga eitthvað inni, geta lifað heilsusamlegra lífi. Allt það sem að ofan er nefnt er líka jákvætt ef út í það er farið. Fjölbreytt og heilbrigt mataræði er ekki bara gott fyrir einstaklinga, heldur getur rétt mataræði haft mikil áhrif á umhverfið – dregið úr sóun og mengun. Nú síðast í gær sagði náttúrufræðingurinn rómaði Sir David Attenborough að stærsta mögulega framlag hvers einstaklings til umhverfismála væri að hætta að borða kjöt. Ekki þarf heldur að fjölyrða um þau áhrif sem óhófleg sykurneysla hefur á einstaklinga og samfélagið í heild. Sama gildir um áfengið sem er böl margra einstaklinga og fjölskyldna þegar þess er neytt í óhófi. Óregla er líklega stærsta undirrót félagslegrar ógæfu á Vesturlöndum. Óþarft er að fjölyrða um hreyfinguna sem eflir heilsu og kætir lund. Því er meira að segja haldið fram að hreyfing sé öflugasti vímugjafinn – vímugjafi sem getur fengist ókeypis. Fyrirheit um bót og betrun er því bara af hinu góða. Gallinn er sá að margir ætla sér of mikið á of stuttum tíma. Enginn verður að þrautþjálfuðum langhlaupara á einum mánuði. Þetta er ef til vill ástæða þess að varla er hægt að fá pláss á hlaupabretti í líkamsræktarstöðvunum á þessum tíma árs. Það verður svo auðveldara eftir því sem vikunum á nýju ári líður fram. Margir ætla sér einfaldlega um of. Springa á limminu – kaupa kort og nota örfáa tíma. Kannski er líka óraunhæft að ætla að umturna hreyfingu og matar- og drykkjarvenjum sínum á örfáum vikum. Og kannski er einfaldlega ekkert að því að sleppa fram af sér beislinu í mat og drykk annað slagið og leyfa líkamanum að jafna sig eftir hreyfingu þess á milli. Sennilega er þó allt best í hófi þegar öllu er á botninn hvolft. Eitt skref í einu og lífsstílsbreytingar verða líklegri til að skila varanlegum árangri en skyndiátak til að friða vonda samvisku eftir hátíðarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Eflaust ætla margir að breyta til betri vegar á nýju ári, temja sér hollari matarvenjur og hreyfa sig reglulega. Þau sem hafa tekið helst til hraustlega til matar síns, borðað salt og reykt kjöt og sælgæti ætla sér bót og betrun – hollari mat. Sum ætla kannski að forðast kjöt með öllu í janúar. Þau metnaðarfyllstu taka þátt í veganúar og borða einungis grænfæði fyrsta mánuð ársins. Aðrir hafa ef til vill drukkið ótæpilega í desember, og einsetja sér að setja tappann í flöskuna, að minnsta kosti um sinn. Jafnvel hafa einhverjir lofað sjálfum sér þurrum janúar, eða enn lengri tíma án víns. Vafalaust eru líka margir sem hafa eytt jólafríinu við sjónvarpið í sófanum og látið alla hreyfingu lönd og leið. Mörg úr þeim hópi hafa einsett sér að taka hraustlega á því í ræktinni á nýju ári. Ætla á skíði, út að ganga, hlaupa eða hjóla. Auðvitað er það mannskepnunni eðlislægt að vilja taka til í eigin ranni, laga það sem úrskeiðis fer. Enginn er fullkominn og því ljóst að allir eiga eitthvað inni, geta lifað heilsusamlegra lífi. Allt það sem að ofan er nefnt er líka jákvætt ef út í það er farið. Fjölbreytt og heilbrigt mataræði er ekki bara gott fyrir einstaklinga, heldur getur rétt mataræði haft mikil áhrif á umhverfið – dregið úr sóun og mengun. Nú síðast í gær sagði náttúrufræðingurinn rómaði Sir David Attenborough að stærsta mögulega framlag hvers einstaklings til umhverfismála væri að hætta að borða kjöt. Ekki þarf heldur að fjölyrða um þau áhrif sem óhófleg sykurneysla hefur á einstaklinga og samfélagið í heild. Sama gildir um áfengið sem er böl margra einstaklinga og fjölskyldna þegar þess er neytt í óhófi. Óregla er líklega stærsta undirrót félagslegrar ógæfu á Vesturlöndum. Óþarft er að fjölyrða um hreyfinguna sem eflir heilsu og kætir lund. Því er meira að segja haldið fram að hreyfing sé öflugasti vímugjafinn – vímugjafi sem getur fengist ókeypis. Fyrirheit um bót og betrun er því bara af hinu góða. Gallinn er sá að margir ætla sér of mikið á of stuttum tíma. Enginn verður að þrautþjálfuðum langhlaupara á einum mánuði. Þetta er ef til vill ástæða þess að varla er hægt að fá pláss á hlaupabretti í líkamsræktarstöðvunum á þessum tíma árs. Það verður svo auðveldara eftir því sem vikunum á nýju ári líður fram. Margir ætla sér einfaldlega um of. Springa á limminu – kaupa kort og nota örfáa tíma. Kannski er líka óraunhæft að ætla að umturna hreyfingu og matar- og drykkjarvenjum sínum á örfáum vikum. Og kannski er einfaldlega ekkert að því að sleppa fram af sér beislinu í mat og drykk annað slagið og leyfa líkamanum að jafna sig eftir hreyfingu þess á milli. Sennilega er þó allt best í hófi þegar öllu er á botninn hvolft. Eitt skref í einu og lífsstílsbreytingar verða líklegri til að skila varanlegum árangri en skyndiátak til að friða vonda samvisku eftir hátíðarnar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun