Fögnuðu Green en bauluðu á „svikarann“ Kawhi Leonard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2019 14:30 Þetta var erfitt kvöld fyrir Kawhi Leonard. Getty/Ronald Cortes Tveir fyrrum leikmenn San Antonio Spurs fengu afar ólíkar viðtökur í NBA-deildinni í nótt þegar þeir mættu aftur á gamla heimavöllinn sinn í San Antonio. Stuðningsmenn Spurs fögnuðu Danny Green en bauluðu aftur á móti stanslaust á Kawhi Leonard. Kawhi Leonard og Danny Green spiluðu báðir lengi með liði San Antonio Spurs en var skipt til Toronto Raptors í sumar. Þegar San Antonio Spurs vann síðasta NBA-titilinn sinn árið 2014 þá voru þeir Kawhi Leonard og Danny Green í stórum hlutverkum. Stuðningsmenn Spurs ætluðu að senda Kawhi Leonard skilaboð og það sást vel þegar byrjunarliðsmenn Toronto Raptors voru kynntir til leiks. Kawhi Leonard var algjör hetja hjá San Antonio Spurs áður en allt breyttist skyndilega. Hann var meðal annars valinn besti leikmaður lokaúrslitanna þegar Spurs vann NBA titilinn 2014. Meiðsli og ósætti Kawhi Leonard urðu til þess að spilaði bara níu leiki á sínu lokatímabili með San Antonio Spurs en tímabilið á undan þá var hann með 25,5 stig að meðaltali í leik. Þetta átti að verða liðið hans Leonard nú þegar Tim Duncan væri hættur og þeir Manu Ginobili og Tony Parker orðnir gamlir en svo sprakk allt í loft upp. Kawhi Leonard sagðist vilja losna frá San Antonio Spurs og félagið ákvað að skipta honum til Toronto Raptors. Leonard hefur átt mjög gott tímabil með Raptors-liðinu en 21 stig Kawhi Leonard dugði Toronto skammt í 125-107 tapi á móti Spurs í nótt. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrum hetja liðs fær eins slæmar móttökur á gamla heimavellinum og Kawhi Leonard fékk þetta kvöld í San Antonio. Móðir Kawhi Leonard var líka ekki alltof sátt með meðferðina á syni sínum eins og sést hér fyrir neðan. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, var heldur ekki sáttur með meðferðina sem fékk í þessum leik og ræddi það við fjölmiðla eftir leikinn. Kawhi Leonard fékk svo sannarlega að heyra það eins og sjá má hér fyrir neðan. Þeir kölluðu hann svikara og púuðu við hvert tækifæri.Spurs fans were yelling "traitor" at Kawhi pic.twitter.com/rGZqiONeUB — ESPN (@espn) January 4, 2019 NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Tveir fyrrum leikmenn San Antonio Spurs fengu afar ólíkar viðtökur í NBA-deildinni í nótt þegar þeir mættu aftur á gamla heimavöllinn sinn í San Antonio. Stuðningsmenn Spurs fögnuðu Danny Green en bauluðu aftur á móti stanslaust á Kawhi Leonard. Kawhi Leonard og Danny Green spiluðu báðir lengi með liði San Antonio Spurs en var skipt til Toronto Raptors í sumar. Þegar San Antonio Spurs vann síðasta NBA-titilinn sinn árið 2014 þá voru þeir Kawhi Leonard og Danny Green í stórum hlutverkum. Stuðningsmenn Spurs ætluðu að senda Kawhi Leonard skilaboð og það sást vel þegar byrjunarliðsmenn Toronto Raptors voru kynntir til leiks. Kawhi Leonard var algjör hetja hjá San Antonio Spurs áður en allt breyttist skyndilega. Hann var meðal annars valinn besti leikmaður lokaúrslitanna þegar Spurs vann NBA titilinn 2014. Meiðsli og ósætti Kawhi Leonard urðu til þess að spilaði bara níu leiki á sínu lokatímabili með San Antonio Spurs en tímabilið á undan þá var hann með 25,5 stig að meðaltali í leik. Þetta átti að verða liðið hans Leonard nú þegar Tim Duncan væri hættur og þeir Manu Ginobili og Tony Parker orðnir gamlir en svo sprakk allt í loft upp. Kawhi Leonard sagðist vilja losna frá San Antonio Spurs og félagið ákvað að skipta honum til Toronto Raptors. Leonard hefur átt mjög gott tímabil með Raptors-liðinu en 21 stig Kawhi Leonard dugði Toronto skammt í 125-107 tapi á móti Spurs í nótt. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrum hetja liðs fær eins slæmar móttökur á gamla heimavellinum og Kawhi Leonard fékk þetta kvöld í San Antonio. Móðir Kawhi Leonard var líka ekki alltof sátt með meðferðina á syni sínum eins og sést hér fyrir neðan. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, var heldur ekki sáttur með meðferðina sem fékk í þessum leik og ræddi það við fjölmiðla eftir leikinn. Kawhi Leonard fékk svo sannarlega að heyra það eins og sjá má hér fyrir neðan. Þeir kölluðu hann svikara og púuðu við hvert tækifæri.Spurs fans were yelling "traitor" at Kawhi pic.twitter.com/rGZqiONeUB — ESPN (@espn) January 4, 2019
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira