Fögnuðu Green en bauluðu á „svikarann“ Kawhi Leonard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2019 14:30 Þetta var erfitt kvöld fyrir Kawhi Leonard. Getty/Ronald Cortes Tveir fyrrum leikmenn San Antonio Spurs fengu afar ólíkar viðtökur í NBA-deildinni í nótt þegar þeir mættu aftur á gamla heimavöllinn sinn í San Antonio. Stuðningsmenn Spurs fögnuðu Danny Green en bauluðu aftur á móti stanslaust á Kawhi Leonard. Kawhi Leonard og Danny Green spiluðu báðir lengi með liði San Antonio Spurs en var skipt til Toronto Raptors í sumar. Þegar San Antonio Spurs vann síðasta NBA-titilinn sinn árið 2014 þá voru þeir Kawhi Leonard og Danny Green í stórum hlutverkum. Stuðningsmenn Spurs ætluðu að senda Kawhi Leonard skilaboð og það sást vel þegar byrjunarliðsmenn Toronto Raptors voru kynntir til leiks. Kawhi Leonard var algjör hetja hjá San Antonio Spurs áður en allt breyttist skyndilega. Hann var meðal annars valinn besti leikmaður lokaúrslitanna þegar Spurs vann NBA titilinn 2014. Meiðsli og ósætti Kawhi Leonard urðu til þess að spilaði bara níu leiki á sínu lokatímabili með San Antonio Spurs en tímabilið á undan þá var hann með 25,5 stig að meðaltali í leik. Þetta átti að verða liðið hans Leonard nú þegar Tim Duncan væri hættur og þeir Manu Ginobili og Tony Parker orðnir gamlir en svo sprakk allt í loft upp. Kawhi Leonard sagðist vilja losna frá San Antonio Spurs og félagið ákvað að skipta honum til Toronto Raptors. Leonard hefur átt mjög gott tímabil með Raptors-liðinu en 21 stig Kawhi Leonard dugði Toronto skammt í 125-107 tapi á móti Spurs í nótt. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrum hetja liðs fær eins slæmar móttökur á gamla heimavellinum og Kawhi Leonard fékk þetta kvöld í San Antonio. Móðir Kawhi Leonard var líka ekki alltof sátt með meðferðina á syni sínum eins og sést hér fyrir neðan. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, var heldur ekki sáttur með meðferðina sem fékk í þessum leik og ræddi það við fjölmiðla eftir leikinn. Kawhi Leonard fékk svo sannarlega að heyra það eins og sjá má hér fyrir neðan. Þeir kölluðu hann svikara og púuðu við hvert tækifæri.Spurs fans were yelling "traitor" at Kawhi pic.twitter.com/rGZqiONeUB — ESPN (@espn) January 4, 2019 NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Tveir fyrrum leikmenn San Antonio Spurs fengu afar ólíkar viðtökur í NBA-deildinni í nótt þegar þeir mættu aftur á gamla heimavöllinn sinn í San Antonio. Stuðningsmenn Spurs fögnuðu Danny Green en bauluðu aftur á móti stanslaust á Kawhi Leonard. Kawhi Leonard og Danny Green spiluðu báðir lengi með liði San Antonio Spurs en var skipt til Toronto Raptors í sumar. Þegar San Antonio Spurs vann síðasta NBA-titilinn sinn árið 2014 þá voru þeir Kawhi Leonard og Danny Green í stórum hlutverkum. Stuðningsmenn Spurs ætluðu að senda Kawhi Leonard skilaboð og það sást vel þegar byrjunarliðsmenn Toronto Raptors voru kynntir til leiks. Kawhi Leonard var algjör hetja hjá San Antonio Spurs áður en allt breyttist skyndilega. Hann var meðal annars valinn besti leikmaður lokaúrslitanna þegar Spurs vann NBA titilinn 2014. Meiðsli og ósætti Kawhi Leonard urðu til þess að spilaði bara níu leiki á sínu lokatímabili með San Antonio Spurs en tímabilið á undan þá var hann með 25,5 stig að meðaltali í leik. Þetta átti að verða liðið hans Leonard nú þegar Tim Duncan væri hættur og þeir Manu Ginobili og Tony Parker orðnir gamlir en svo sprakk allt í loft upp. Kawhi Leonard sagðist vilja losna frá San Antonio Spurs og félagið ákvað að skipta honum til Toronto Raptors. Leonard hefur átt mjög gott tímabil með Raptors-liðinu en 21 stig Kawhi Leonard dugði Toronto skammt í 125-107 tapi á móti Spurs í nótt. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrum hetja liðs fær eins slæmar móttökur á gamla heimavellinum og Kawhi Leonard fékk þetta kvöld í San Antonio. Móðir Kawhi Leonard var líka ekki alltof sátt með meðferðina á syni sínum eins og sést hér fyrir neðan. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, var heldur ekki sáttur með meðferðina sem fékk í þessum leik og ræddi það við fjölmiðla eftir leikinn. Kawhi Leonard fékk svo sannarlega að heyra það eins og sjá má hér fyrir neðan. Þeir kölluðu hann svikara og púuðu við hvert tækifæri.Spurs fans were yelling "traitor" at Kawhi pic.twitter.com/rGZqiONeUB — ESPN (@espn) January 4, 2019
NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira