Stórkostlegur Harden tryggði Houston sigur í framlengingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. janúar 2019 07:30 James Harden er á hrikalegu skriði vísir/getty Houston Rockets hafði betur í framlengingu gegn meisturunum í Golden State Warriors í nótt þegar liðin sem mættust í úrslitum vesturdeildarinnar í vor áttust við í Oakland. James Harden fór á kostum í liði Rockets eins og hann hefur gert síðustu leiki. Hann náði sér í sína aðra þreföldu tvennu í vikunni og fimmta leikinn í röð skoraði hann yfir 40 stig. Leikurinn endaði með eins stigs sigri gestanna frá Houston eftir að langur flautuþristur Kevin Durant hitti ekki körfuna. Harden skoraði sigurkörfu leiksins og lauk leik með 44 stigum, 15 stoðsendingum og 10 fráköstum. Clint Capela bætti 29 stigum og 21 frákasti við fyrir Houston. Stephen Curry skoraði 35 stig fyrir Golden State og Durant var með 26.JAMES HARDEN WINS IT FOR THE @HOUSTONROCKETS FROM DOWNTOWN! Final in Oakland:#Rockets 135#DubNation 134 pic.twitter.com/SOJ374U8P0 — NBA (@NBA) January 4, 2019WHAT. A. PERFORMANCE.@JHarden13 (44 PTS, 10 3PM, 15 AST, 10 REB) records his 3rd 40+point triple-double of the season and hits the game-winning triple for the @HoustonRockets in Oakland! #Rocketspic.twitter.com/7fz1zU6YkR — NBA (@NBA) January 4, 2019 DeMar DeRozan fékk í kvöld sína fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum og það sem meira er þá gerði hann það í fyrsta leik gegn sínum gömlu félögum. DeRozan var níu ár í Toronto en var skipt yfir til San Antonio Spurs í sumar. Kawhi Leonard fór í hina áttina í skiptunum, frá Spurs til Raptors. Leikur liðanna í nótt var einnig fyrsta endurkoma Leonard til San Antonio. DeRozan skoraði 24 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í 125-107 sigri heimaliðsins. „Það var mjög gaman að fara út á gólfið og grínast í gömlu liðsfélögunum. En það voru engar tilfinningar, þetta var ekki tilfinningaríkur leikur fyrir mig,“ sagði DeRozan í leikslok. Leonard skoraði 21 stig í endurkomunni en stuðningsmenn Spurs gáfu honum ekki hlýlegar móttökur. Þeir kölluðu hann meðal annars svikara og lætin í áhorfendunum virtust hafa áhrif á hann.@DeMar_DeRozan notches his 1st career triple-double with 21 PTS, 14 REB, 11 AST in the @spurs home victory! #GoSpursGopic.twitter.com/BcNEX0Abqn — NBA (@NBA) January 4, 2019 Denver Nuggets vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið sótti Sacramento Kings heim og heldur sér á toppi vesturdeildarinnar. Jamal Murray skoraði 36 stig fyrir Nuggets, og þar af 17 í lokafjórðungnum, í áttunda sigri Nuggets í 10 leikjum. Nikola Jokic bætti við 26 stigum fyrir Denver. Sacramento var með 13 stiga forystu í hálfleik og stækkuðu forskotið upp í 70-55 snemma í þriðja leikhluta en þá fór Murray í gang og skoraði átta stig í röð í 13-0 áhlaupi Denver. Það var allt jafnt fyrir síðasta fjórðunginn sem gestirnir unnu.Úrslit næturinnar: San Antonio Spurs - Toronto Raptors 125-107 Sacramento Kings - Denver Nuggets 113-117 Golden State Warriors - Houston Rockets 134-135 NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Houston Rockets hafði betur í framlengingu gegn meisturunum í Golden State Warriors í nótt þegar liðin sem mættust í úrslitum vesturdeildarinnar í vor áttust við í Oakland. James Harden fór á kostum í liði Rockets eins og hann hefur gert síðustu leiki. Hann náði sér í sína aðra þreföldu tvennu í vikunni og fimmta leikinn í röð skoraði hann yfir 40 stig. Leikurinn endaði með eins stigs sigri gestanna frá Houston eftir að langur flautuþristur Kevin Durant hitti ekki körfuna. Harden skoraði sigurkörfu leiksins og lauk leik með 44 stigum, 15 stoðsendingum og 10 fráköstum. Clint Capela bætti 29 stigum og 21 frákasti við fyrir Houston. Stephen Curry skoraði 35 stig fyrir Golden State og Durant var með 26.JAMES HARDEN WINS IT FOR THE @HOUSTONROCKETS FROM DOWNTOWN! Final in Oakland:#Rockets 135#DubNation 134 pic.twitter.com/SOJ374U8P0 — NBA (@NBA) January 4, 2019WHAT. A. PERFORMANCE.@JHarden13 (44 PTS, 10 3PM, 15 AST, 10 REB) records his 3rd 40+point triple-double of the season and hits the game-winning triple for the @HoustonRockets in Oakland! #Rocketspic.twitter.com/7fz1zU6YkR — NBA (@NBA) January 4, 2019 DeMar DeRozan fékk í kvöld sína fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum og það sem meira er þá gerði hann það í fyrsta leik gegn sínum gömlu félögum. DeRozan var níu ár í Toronto en var skipt yfir til San Antonio Spurs í sumar. Kawhi Leonard fór í hina áttina í skiptunum, frá Spurs til Raptors. Leikur liðanna í nótt var einnig fyrsta endurkoma Leonard til San Antonio. DeRozan skoraði 24 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í 125-107 sigri heimaliðsins. „Það var mjög gaman að fara út á gólfið og grínast í gömlu liðsfélögunum. En það voru engar tilfinningar, þetta var ekki tilfinningaríkur leikur fyrir mig,“ sagði DeRozan í leikslok. Leonard skoraði 21 stig í endurkomunni en stuðningsmenn Spurs gáfu honum ekki hlýlegar móttökur. Þeir kölluðu hann meðal annars svikara og lætin í áhorfendunum virtust hafa áhrif á hann.@DeMar_DeRozan notches his 1st career triple-double with 21 PTS, 14 REB, 11 AST in the @spurs home victory! #GoSpursGopic.twitter.com/BcNEX0Abqn — NBA (@NBA) January 4, 2019 Denver Nuggets vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið sótti Sacramento Kings heim og heldur sér á toppi vesturdeildarinnar. Jamal Murray skoraði 36 stig fyrir Nuggets, og þar af 17 í lokafjórðungnum, í áttunda sigri Nuggets í 10 leikjum. Nikola Jokic bætti við 26 stigum fyrir Denver. Sacramento var með 13 stiga forystu í hálfleik og stækkuðu forskotið upp í 70-55 snemma í þriðja leikhluta en þá fór Murray í gang og skoraði átta stig í röð í 13-0 áhlaupi Denver. Það var allt jafnt fyrir síðasta fjórðunginn sem gestirnir unnu.Úrslit næturinnar: San Antonio Spurs - Toronto Raptors 125-107 Sacramento Kings - Denver Nuggets 113-117 Golden State Warriors - Houston Rockets 134-135
NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira