Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2019 06:30 Nancy Pelosi tók við fundarhamri forseta fulltrúadeildarinnar þegar nýtt þing kom saman í gær. Vísir/EPA Nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvörp í gær sem fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar frá því fyrir jól. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum til landamæramúrsins sem Donald Trump forseti krefst og er talið nær öruggt að hann neiti að skrifa undir samþykki öldungadeildin frumvörpin. Ólíklegt er að samþykkt fulltrúadeildarinnar breyti nokkru fyrir þau hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna sem hafa setið heima eða unnið launalaust frá því að fjármagn um þriðjungs alríkisstofnana þraut á miðnætti 21. desember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, segir að hann ætli ekki að taka útgjaldafrumvörp til umræðu nema ljóst sé að Trump forseti styðji þau. Tveir þingmenn flokksins þar hafa engu að síður kallað eftir því að bundinn verði endir á lokun alríkisstofnana, að sögn Washington Post. Þá sendi Hvíta húsið út yfirlýsingu í gær þar sem því var hótað að Trump beitti neitunarvaldi sínu fælu frumvörpin ekki í sér fjárveitingu til landamæramúrs.Biðja repúblikana um að taka já sem svari Þráteflið hófst þegar Trump forseti neitaði að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um fyrir jól þegar repúblikanar voru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Trump krefst að minnsta kosti fimm milljarða dollara til landamæramúrsins sem hann vill reisa við suðurlandamærin. Bandaríkjaþing hefur ekki getað samþykkt full fjárlög fyrir alríkisstjórnina í lengri tíma og hefur því reglulega samþykkt bráðabirgðaútgjaldafrumvörp til þess að fjármagna rekstur stofnana á nokkurra vikna eða mánaða fresti. Þegar Trump drap frumvörpin fyrir jól stöðvaðist rekstur alríkisstofnananna vegna þess að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Frumvörpin sem demókratar samþykktu í gær eru þau sömu og flokkarnir náðu saman um í öldungadeildinni fyrir jól. Þau hefðu fjármagnað rekstur nær allra stofnana sem lokuðust þá. „Það sem við biðjum repúblikana í öldungadeildinni um að gera er að taka „já“ sem svar. Við sendum þeim til baka nákvæmlega orð fyrir orð það sem þeir hafa samþykkt,“ sagði Nancy Pelosi, nýr forseti fulltrúadeildarinnar úr röðum demókrata. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvörp í gær sem fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar frá því fyrir jól. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum til landamæramúrsins sem Donald Trump forseti krefst og er talið nær öruggt að hann neiti að skrifa undir samþykki öldungadeildin frumvörpin. Ólíklegt er að samþykkt fulltrúadeildarinnar breyti nokkru fyrir þau hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna sem hafa setið heima eða unnið launalaust frá því að fjármagn um þriðjungs alríkisstofnana þraut á miðnætti 21. desember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, segir að hann ætli ekki að taka útgjaldafrumvörp til umræðu nema ljóst sé að Trump forseti styðji þau. Tveir þingmenn flokksins þar hafa engu að síður kallað eftir því að bundinn verði endir á lokun alríkisstofnana, að sögn Washington Post. Þá sendi Hvíta húsið út yfirlýsingu í gær þar sem því var hótað að Trump beitti neitunarvaldi sínu fælu frumvörpin ekki í sér fjárveitingu til landamæramúrs.Biðja repúblikana um að taka já sem svari Þráteflið hófst þegar Trump forseti neitaði að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um fyrir jól þegar repúblikanar voru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Trump krefst að minnsta kosti fimm milljarða dollara til landamæramúrsins sem hann vill reisa við suðurlandamærin. Bandaríkjaþing hefur ekki getað samþykkt full fjárlög fyrir alríkisstjórnina í lengri tíma og hefur því reglulega samþykkt bráðabirgðaútgjaldafrumvörp til þess að fjármagna rekstur stofnana á nokkurra vikna eða mánaða fresti. Þegar Trump drap frumvörpin fyrir jól stöðvaðist rekstur alríkisstofnananna vegna þess að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Frumvörpin sem demókratar samþykktu í gær eru þau sömu og flokkarnir náðu saman um í öldungadeildinni fyrir jól. Þau hefðu fjármagnað rekstur nær allra stofnana sem lokuðust þá. „Það sem við biðjum repúblikana í öldungadeildinni um að gera er að taka „já“ sem svar. Við sendum þeim til baka nákvæmlega orð fyrir orð það sem þeir hafa samþykkt,“ sagði Nancy Pelosi, nýr forseti fulltrúadeildarinnar úr röðum demókrata.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36