PewDiePie minnist Stefáns Karls í einu vinsælasta YouTube-myndbandi frá upphafi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2019 18:21 PewDiePie, sem heitir réttu nafni Felix Kjellberg, og Stefán Karl Stefánsson. Mynd/Samsett YouTube-stjarnan PewDiePie minnist leikarans Stefáns Karls Stefánssonar í myndbandi sem er orðið það vinsælasta á vefsíðunni frá upphafi ef talið er í notendum sem stutt hafa á „like“-hnappinn. Myndbandið er eins konar yfirlit yfir það sem bar helst á YouTube árið 2018 og var birt á rás PewDiePie, sem heitir réttu nafni Felix Kjellberg, þann 27. desember síðastliðinn. Um er að ræða túlkun PewDiePie sjálfs á hinu svokallaða „YouTube Rewind“, eða Youtube-endurliti, sem framleitt hefur verið á hverju ári síðan 2010.Sjá einnig: Stærsta YouTube-stjarna heims á Íslandi: PewDiePie og kærastan kolféllu fyrir landinuMikil óánægja greip um sig innan YouTube-samfélagsins vegna endurlitsins í ár en það þótti ekki fanga hinn sanna anda síðunnar nægilega vel. Þannig hafi stjórnendur YouTube t.d. gert Hollywood-stjörnum og tónlistarmönnum hátt undir höfði en hundsað raunverulega notendur síðunnar á borð við PewDiePie, Shane Dawson og Logan Paul. Myndbandið hefur nú hlotið þann vafasama heiður að vera það óvinsælasta í sögu YouTube en þegar þetta er ritað hafa um 15 milljón notendur ýtt á „dislike“-takkann. Endurlit PewDiePie hefur hins vegar hlotið öllu betri viðtökur og kennir þar ýmissa grasa. Hann tekur fyrir vinsæla notendur síðunnar og myndbönd sem vöktu athygli á árinu. Þá minnist hann einnig merkra einstaklinga sem létust á árinu, þar á meðal Stefáns Karls sem lést í ágúst 43 ára að aldri eftir langvinna baráttu við krabbamein. Minningarhluti myndbandsins hefst á mínútu 3:20. Auk Stefáns Karls eru fjórir einstaklingar teknir fyrir: plötusnúðurinn Avicii, myndasagnafrömuðurinn Stan Lee, Stephen Hillenburg, höfundur þáttanna um Svamp Sveinsson, og eðlisfræðingurinn Stephen Hawking.Stefán Karl naut mikilla vinsælla á Internetinu en yfir milljón notendur eru áskrifendur að YouTube-rás hans. Þá varð hann að óvæntri netstjörnu árið 2016 þegar milljónir horfðu á svokölluð „meme“ af honum í gervi Robbie Rotten, hins bandaríska Glanna Glæps úr Latabæ. PewDiePie er vinsælasta YouTube-stjarna heims en hann státar af um 80 milljónum áskrifenda á síðunni. Þá hefur endurlitsmyndband hans nú fengið flest „like“ af öllum YouTube-myndböndum sem ekki teljast til tónlistarmyndbanda en þegar þetta er ritað hafa 6,8 milljón notendur líkað við myndbandið. Hér að neðan má svo sjá hið opinbera, og umdeilda, YouTube-endurlit fyrir árið 2018. Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Flutningur Stefáns Karls á Latarbæjarlagi slær í gegn Myndband af Stefáni Karli hefur notið mikilla vinsælda á Twitter. 22. ágúst 2018 22:12 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00 Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. 22. ágúst 2018 15:00 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
YouTube-stjarnan PewDiePie minnist leikarans Stefáns Karls Stefánssonar í myndbandi sem er orðið það vinsælasta á vefsíðunni frá upphafi ef talið er í notendum sem stutt hafa á „like“-hnappinn. Myndbandið er eins konar yfirlit yfir það sem bar helst á YouTube árið 2018 og var birt á rás PewDiePie, sem heitir réttu nafni Felix Kjellberg, þann 27. desember síðastliðinn. Um er að ræða túlkun PewDiePie sjálfs á hinu svokallaða „YouTube Rewind“, eða Youtube-endurliti, sem framleitt hefur verið á hverju ári síðan 2010.Sjá einnig: Stærsta YouTube-stjarna heims á Íslandi: PewDiePie og kærastan kolféllu fyrir landinuMikil óánægja greip um sig innan YouTube-samfélagsins vegna endurlitsins í ár en það þótti ekki fanga hinn sanna anda síðunnar nægilega vel. Þannig hafi stjórnendur YouTube t.d. gert Hollywood-stjörnum og tónlistarmönnum hátt undir höfði en hundsað raunverulega notendur síðunnar á borð við PewDiePie, Shane Dawson og Logan Paul. Myndbandið hefur nú hlotið þann vafasama heiður að vera það óvinsælasta í sögu YouTube en þegar þetta er ritað hafa um 15 milljón notendur ýtt á „dislike“-takkann. Endurlit PewDiePie hefur hins vegar hlotið öllu betri viðtökur og kennir þar ýmissa grasa. Hann tekur fyrir vinsæla notendur síðunnar og myndbönd sem vöktu athygli á árinu. Þá minnist hann einnig merkra einstaklinga sem létust á árinu, þar á meðal Stefáns Karls sem lést í ágúst 43 ára að aldri eftir langvinna baráttu við krabbamein. Minningarhluti myndbandsins hefst á mínútu 3:20. Auk Stefáns Karls eru fjórir einstaklingar teknir fyrir: plötusnúðurinn Avicii, myndasagnafrömuðurinn Stan Lee, Stephen Hillenburg, höfundur þáttanna um Svamp Sveinsson, og eðlisfræðingurinn Stephen Hawking.Stefán Karl naut mikilla vinsælla á Internetinu en yfir milljón notendur eru áskrifendur að YouTube-rás hans. Þá varð hann að óvæntri netstjörnu árið 2016 þegar milljónir horfðu á svokölluð „meme“ af honum í gervi Robbie Rotten, hins bandaríska Glanna Glæps úr Latabæ. PewDiePie er vinsælasta YouTube-stjarna heims en hann státar af um 80 milljónum áskrifenda á síðunni. Þá hefur endurlitsmyndband hans nú fengið flest „like“ af öllum YouTube-myndböndum sem ekki teljast til tónlistarmyndbanda en þegar þetta er ritað hafa 6,8 milljón notendur líkað við myndbandið. Hér að neðan má svo sjá hið opinbera, og umdeilda, YouTube-endurlit fyrir árið 2018.
Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Flutningur Stefáns Karls á Latarbæjarlagi slær í gegn Myndband af Stefáni Karli hefur notið mikilla vinsælda á Twitter. 22. ágúst 2018 22:12 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00 Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. 22. ágúst 2018 15:00 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Flutningur Stefáns Karls á Latarbæjarlagi slær í gegn Myndband af Stefáni Karli hefur notið mikilla vinsælda á Twitter. 22. ágúst 2018 22:12
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00
Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. 22. ágúst 2018 15:00