Bíðum ekki í hundrað ár! Ögmundur Jónasson skrifar 3. janúar 2019 07:15 Eftir hundrað ár verða án efa skrifaðar bækur um hremmingar Kúrda fyrr á tíð. Þá verður vonandi afstaðin sú ofsóknarbylgja sem nú skellur á þeim í byggðum þeirra í Suðaustur-Tyrklandi og Norður-Sýrlandi. Þá munu fjöldamorðin, limlestingarnar, nauðganirnar, frelsissviptingin, heimilismissirinn, atvinnumissirinn – allt af mannavöldum, þykja efni í sögulegan fróðleik frá fyrri tíð. Við eigum hins vegar ekki að bíða framtíðarinnar til að gráta hlutskipti Kúrda í fortíðinni. Parísardómstóllinn, sá hinn sami og þeir Bertrand Russell og Jean-Paul Sartre settu á laggirnar á sjöunda áratug síðustu aldar til að rannsaka stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Víetnam og síðan hefur tekið fyrir fjölda annarra ámóta viðfangsefna, komst að þeirri niðurstöðu í fyrra eftir ítarlegar vitnaleiðslur að óyggjandi væri að framdir hefðu verið stórfelldir stríðsglæpir í Kúrdahéruðum Tyrklands. Vitað er að hið sama er að endurtaka sig í Kúrdahéruðum Norður-Sýrlands og fer spennan vaxandi þessa dagana, eins og fram hefur komið í fréttum. Þarna hafa Tyrkir verið í slagtogi með ISIS-sveitunum illræmdu um nokkurt skeið þótt stundum hafi þeir reynt að leika tveim skjöldum. Eftir að innrás þeirra hófst í janúar í fyrra og eftir að þeir náðu Afrin á sitt vald, var ekki lengur blöðum um að fletta hve náið samstarf Tyrkja var við ISIS. Kúrdar, kristnir menn og gyðingar voru hraktir frá heimilum sínum í Afrin og þau fengin ISIS-liðum í hendur. Hinar galvösku Kúrdakonur, annálaðar fyrir staðfestu og hugdirfsku í stríðinu við ISIS, voru komnar á bak við slæður og búrkur að valdboði innrásarhersins og ISIS. Og þá er spurningin, hvers vegna bíða í hundrað ár til að lesa um ofbeldi fyrri tíðar? Hví ekki mótmæla núna á meðan ofbeldið á sér stað? Tvö vitni frá Parísardómstólnum verða á opnum klukkutíma fundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu á laugardag. Fyrsta skrefið er að kynna sér málavöxtu. Það stendur til boða á laugardag.Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir hundrað ár verða án efa skrifaðar bækur um hremmingar Kúrda fyrr á tíð. Þá verður vonandi afstaðin sú ofsóknarbylgja sem nú skellur á þeim í byggðum þeirra í Suðaustur-Tyrklandi og Norður-Sýrlandi. Þá munu fjöldamorðin, limlestingarnar, nauðganirnar, frelsissviptingin, heimilismissirinn, atvinnumissirinn – allt af mannavöldum, þykja efni í sögulegan fróðleik frá fyrri tíð. Við eigum hins vegar ekki að bíða framtíðarinnar til að gráta hlutskipti Kúrda í fortíðinni. Parísardómstóllinn, sá hinn sami og þeir Bertrand Russell og Jean-Paul Sartre settu á laggirnar á sjöunda áratug síðustu aldar til að rannsaka stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Víetnam og síðan hefur tekið fyrir fjölda annarra ámóta viðfangsefna, komst að þeirri niðurstöðu í fyrra eftir ítarlegar vitnaleiðslur að óyggjandi væri að framdir hefðu verið stórfelldir stríðsglæpir í Kúrdahéruðum Tyrklands. Vitað er að hið sama er að endurtaka sig í Kúrdahéruðum Norður-Sýrlands og fer spennan vaxandi þessa dagana, eins og fram hefur komið í fréttum. Þarna hafa Tyrkir verið í slagtogi með ISIS-sveitunum illræmdu um nokkurt skeið þótt stundum hafi þeir reynt að leika tveim skjöldum. Eftir að innrás þeirra hófst í janúar í fyrra og eftir að þeir náðu Afrin á sitt vald, var ekki lengur blöðum um að fletta hve náið samstarf Tyrkja var við ISIS. Kúrdar, kristnir menn og gyðingar voru hraktir frá heimilum sínum í Afrin og þau fengin ISIS-liðum í hendur. Hinar galvösku Kúrdakonur, annálaðar fyrir staðfestu og hugdirfsku í stríðinu við ISIS, voru komnar á bak við slæður og búrkur að valdboði innrásarhersins og ISIS. Og þá er spurningin, hvers vegna bíða í hundrað ár til að lesa um ofbeldi fyrri tíðar? Hví ekki mótmæla núna á meðan ofbeldið á sér stað? Tvö vitni frá Parísardómstólnum verða á opnum klukkutíma fundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu á laugardag. Fyrsta skrefið er að kynna sér málavöxtu. Það stendur til boða á laugardag.Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun