Fyrrverandi forsetaframbjóðandi vefengir siðferðisþrek Trump Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 07:53 Romney tekur sæti í öldungadeildinni fyrir Utah á morgun. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseta skorti siðferðisþrek til þess að veita bandarísku þjóðinni forystu. Þetta skrifar Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og verðandi öldungadeildarþingmaður, sem heitir því að andæfa forsetanum fari hann út af sporinu. Romney tekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah á morgun. Í skoðanagrein sem birtist í Washington Post á nýársdag segir Romney að forsetatíð Trump hafi tekið djúpa dýfu í síðasta mánuði. Trump hafi yfirgefið bandamenn sem berjast með Bandaríkjunum og skipt út Jim Mattis, varnarmálaráðherra, og John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, út fyrir síðri kosti. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Romney yfir andstöðu sinni við framboð Trump. Hann segist hafa vonast til þess að Trump léti af uppnefnum og birturð eftir að hann varð forseti. Sú hafi hins vegar ekki orðið raunin. Framferði hans síðustu tvö árin sýni að hann hafi ekki vaxið í embætti. Lofar Romney þó mörg stefnumála Trump eins og afnám reglna, skattalækkanir á fyrirtæki, skipun íhaldssamra dómara og fleira. Stefnumál og skipanir í embætti séu hins vegar aðeins hluti verksviðs forsetans. Forsetinn móti að miklu leyti siðferðisþrek þjóðar sinnar. Hann ætti að sameina landsmenn og hvetja þá til að fylgja sínum betri hvötum, sýna eiginleika heiðarleika og heilinda og lyfta þjóðfélagsumræðunni upp á stall kurteisi og gagnkvæmrar virðingar. „Þegar þjóðin er svo klofin, bitur og reið er forysta forsetans í skapgerð ómissandi. Það er á þessu sviði sem ljóður sitjandi forseta blasir hvað mest við,“ skrifar Romney sem tapaði gegn Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012.Í ljósi framferðis Trump fram að þessu ætti Mitt Romney að hafa nóg að gera við að gagnrýna forsetann miðað við þær forsendur sem hann nefnir í grein sinni.AP/Evan VucciÆtlar að mótmæla þegar við á Fullyrðir Romney að orð og gjörðir Trump forseta hafi valdið skelfingu um allan heim. Þetta gerist á óheppilegum tíma þar sem pólitískt umrót eigi sér stað í nokkrum evrópskum bandalagsríkjum og nokkur fyrrverandi Sovétlýðveldi endurskoði skuldbindingu sína við lýðræðið. Sumar Asíuþjóðir halli sér nú frekar að Kína en Bandaríkjunum. Forystan sem Kína og Rússlandi bjóði upp á sé alræðisleg, spillt og hrottafengin. Bandaríkin séu sterkust í bandalagi við aðrar þjóðir. Þau vilji sameinaða og sterka Evrópu og stöðugt samband við Asíuríki sem styrki efnahag og öryggi beggja. „Heimurinn þarfnast forystu Bandaríkjanna og það eru hagsmunir Bandaríkjanna að veita hana. Heimur sem alræðisríki leiða er heimur, og Bandaríki, með minni velmegun, minna frelsi og minni friði,“ segir Romney. Nýtt þing kemur saman á morgun. Í greininni segist Romney ekki endilega ætla að bregðast við hverju tísti eða bresti forsetans heldur styðja stefnumál sem hann telji gagnast þjóð og ríki og leggjast gegn þeim sem geri það ekki. „Ég mun gagnrýna þýðingamiklum yfirlýsingum eða aðgerðum sem ala á sundrungu, sem sýna kynþáttahyggju, karlrembu, andúð á innflytjendum, eru óheiðarlegar eða skaðlegar lýðræðislegum stofnunum,“ skrifar Romney. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Romney sækist eftir sæti á Bandaríkjaþingi Repúblikaninn Mitt Romney hefur tilkynnt að hann sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki. 16. febrúar 2018 13:42 Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseta skorti siðferðisþrek til þess að veita bandarísku þjóðinni forystu. Þetta skrifar Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og verðandi öldungadeildarþingmaður, sem heitir því að andæfa forsetanum fari hann út af sporinu. Romney tekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah á morgun. Í skoðanagrein sem birtist í Washington Post á nýársdag segir Romney að forsetatíð Trump hafi tekið djúpa dýfu í síðasta mánuði. Trump hafi yfirgefið bandamenn sem berjast með Bandaríkjunum og skipt út Jim Mattis, varnarmálaráðherra, og John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, út fyrir síðri kosti. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Romney yfir andstöðu sinni við framboð Trump. Hann segist hafa vonast til þess að Trump léti af uppnefnum og birturð eftir að hann varð forseti. Sú hafi hins vegar ekki orðið raunin. Framferði hans síðustu tvö árin sýni að hann hafi ekki vaxið í embætti. Lofar Romney þó mörg stefnumála Trump eins og afnám reglna, skattalækkanir á fyrirtæki, skipun íhaldssamra dómara og fleira. Stefnumál og skipanir í embætti séu hins vegar aðeins hluti verksviðs forsetans. Forsetinn móti að miklu leyti siðferðisþrek þjóðar sinnar. Hann ætti að sameina landsmenn og hvetja þá til að fylgja sínum betri hvötum, sýna eiginleika heiðarleika og heilinda og lyfta þjóðfélagsumræðunni upp á stall kurteisi og gagnkvæmrar virðingar. „Þegar þjóðin er svo klofin, bitur og reið er forysta forsetans í skapgerð ómissandi. Það er á þessu sviði sem ljóður sitjandi forseta blasir hvað mest við,“ skrifar Romney sem tapaði gegn Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012.Í ljósi framferðis Trump fram að þessu ætti Mitt Romney að hafa nóg að gera við að gagnrýna forsetann miðað við þær forsendur sem hann nefnir í grein sinni.AP/Evan VucciÆtlar að mótmæla þegar við á Fullyrðir Romney að orð og gjörðir Trump forseta hafi valdið skelfingu um allan heim. Þetta gerist á óheppilegum tíma þar sem pólitískt umrót eigi sér stað í nokkrum evrópskum bandalagsríkjum og nokkur fyrrverandi Sovétlýðveldi endurskoði skuldbindingu sína við lýðræðið. Sumar Asíuþjóðir halli sér nú frekar að Kína en Bandaríkjunum. Forystan sem Kína og Rússlandi bjóði upp á sé alræðisleg, spillt og hrottafengin. Bandaríkin séu sterkust í bandalagi við aðrar þjóðir. Þau vilji sameinaða og sterka Evrópu og stöðugt samband við Asíuríki sem styrki efnahag og öryggi beggja. „Heimurinn þarfnast forystu Bandaríkjanna og það eru hagsmunir Bandaríkjanna að veita hana. Heimur sem alræðisríki leiða er heimur, og Bandaríki, með minni velmegun, minna frelsi og minni friði,“ segir Romney. Nýtt þing kemur saman á morgun. Í greininni segist Romney ekki endilega ætla að bregðast við hverju tísti eða bresti forsetans heldur styðja stefnumál sem hann telji gagnast þjóð og ríki og leggjast gegn þeim sem geri það ekki. „Ég mun gagnrýna þýðingamiklum yfirlýsingum eða aðgerðum sem ala á sundrungu, sem sýna kynþáttahyggju, karlrembu, andúð á innflytjendum, eru óheiðarlegar eða skaðlegar lýðræðislegum stofnunum,“ skrifar Romney.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Romney sækist eftir sæti á Bandaríkjaþingi Repúblikaninn Mitt Romney hefur tilkynnt að hann sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki. 16. febrúar 2018 13:42 Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Romney sækist eftir sæti á Bandaríkjaþingi Repúblikaninn Mitt Romney hefur tilkynnt að hann sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki. 16. febrúar 2018 13:42
Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02