Nýársávarp forseta: „Fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2019 13:36 Forsetinn ræddi fíknivanda stórs hluta ungs fólks í ávarpi sínu. „Vanlíðan fólks er iðulega rakin til samfélagsmiðla að einhverju leyti, fullsannað talið að sjálfsmynd margra ungmenna mótist af viðmóti annarra á Instagram og Snapchat, að sífelldur samanburður valdi minnimáttarkennd.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í nýársávarpi sínu þar sem hann fjallaði meðal annars um kulnun og kvíða, streitu og stress, í lífi margra Íslendinga. „Líf of margra laskast vegna þessara meinsemda,“ sagði forseti. Guðni vísaði í heilræði Salbjargar Bjarnadóttur geðhjúkrunarfræðings um að kenna börnum jákvæðni, samheldni og seiglu og umfram allt að vera til staðar. „Leggja símanum og snjalltækjunum þegar komið er saman við matarborðið og tala saman. Tíminn sem við eigum saman skiptir svo miklu máli og ekki gleyma því að hann kemur aldrei til baka.“ Lífið flóknara en falleg færsla Forsetinn sagði í ávarpinu að það sé líka meinið, að þarna geti tíminn líka týnst. Vanlíðan fólks sé að einhverju leyti rakin til samfélagsmiðla, sjálfsmynd margra ungmenna mótist af viðmóti annarra á Instagram og Snapchat og sífelldur samanburður valdi minnimáttarkennd. „Frábært er að ungir sem aldnir geti skipst á skoðunum, eflt vinskap og fylgst hver með öðrum. Í rafrænum heimi birtist hins vegar gjarnan glansmynd. Þar segjast svo margir vera svo hressir og glaðir, svo vinsælir og duglegir. En lífið er flóknara en falleg færsla, og fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók. Netið og miðlar þess skipa æ ríkari sess í samfélagi okkar: Fólk hefur svo miklu meira frelsi til að tjá sig en áður fyrr, fleiri leiðir til að láta rödd sína heyrast. Það er vel. Á hinn bóginn eru þessir kostir því miður ekki alltaf nýttir til góðs. Í nýársávarpi fyrir fimm árum benti forveri minn í embætti á að hin nýja tækni gæti opnað „flóðgáttir neikvæðni, illmælgi og jafnvel haturs“. Þau orð Ólafs Ragnars eiga enn við,“ sagði Guðni. Megum ekki leyfa þeim að falla Forsetinn ræddi líka fíknivanda stórs hluta ungs fólks. „Í þessu landi velmegunar eru sjálfsvíg helsta dánarorsök ungra karlmanna. Í þessu landi frelsis og framfara verða of mörg ungmenni háð fíkniefnum og ávanalyfjum. Við megum ekki bara leyfa þeim að falla, æskufólki sem á skilið aðstoð og von.“ Guðni sagði að sem betur fer ættum við fólk sem leitar að fólki – ástvini, sérfræðinga og marga aðra sem vilja hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. „Og við þurfum að fræða, ekki hræða.“ Vísaði hann þar í orð Báru Tómasdóttur, móður Einars Darra Óskarssonar sem lést eftir ofneyslu róandi lyfja síðastliðið vor, átján ára gamall, „einn hinna mörgu sem við höfum misst fyrir aldur fram, í okkar eigin ísveröld,“ sagði forsetinn.Lesa má ávarpið í heild sinni hér. Forseti Íslands Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
„Vanlíðan fólks er iðulega rakin til samfélagsmiðla að einhverju leyti, fullsannað talið að sjálfsmynd margra ungmenna mótist af viðmóti annarra á Instagram og Snapchat, að sífelldur samanburður valdi minnimáttarkennd.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í nýársávarpi sínu þar sem hann fjallaði meðal annars um kulnun og kvíða, streitu og stress, í lífi margra Íslendinga. „Líf of margra laskast vegna þessara meinsemda,“ sagði forseti. Guðni vísaði í heilræði Salbjargar Bjarnadóttur geðhjúkrunarfræðings um að kenna börnum jákvæðni, samheldni og seiglu og umfram allt að vera til staðar. „Leggja símanum og snjalltækjunum þegar komið er saman við matarborðið og tala saman. Tíminn sem við eigum saman skiptir svo miklu máli og ekki gleyma því að hann kemur aldrei til baka.“ Lífið flóknara en falleg færsla Forsetinn sagði í ávarpinu að það sé líka meinið, að þarna geti tíminn líka týnst. Vanlíðan fólks sé að einhverju leyti rakin til samfélagsmiðla, sjálfsmynd margra ungmenna mótist af viðmóti annarra á Instagram og Snapchat og sífelldur samanburður valdi minnimáttarkennd. „Frábært er að ungir sem aldnir geti skipst á skoðunum, eflt vinskap og fylgst hver með öðrum. Í rafrænum heimi birtist hins vegar gjarnan glansmynd. Þar segjast svo margir vera svo hressir og glaðir, svo vinsælir og duglegir. En lífið er flóknara en falleg færsla, og fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók. Netið og miðlar þess skipa æ ríkari sess í samfélagi okkar: Fólk hefur svo miklu meira frelsi til að tjá sig en áður fyrr, fleiri leiðir til að láta rödd sína heyrast. Það er vel. Á hinn bóginn eru þessir kostir því miður ekki alltaf nýttir til góðs. Í nýársávarpi fyrir fimm árum benti forveri minn í embætti á að hin nýja tækni gæti opnað „flóðgáttir neikvæðni, illmælgi og jafnvel haturs“. Þau orð Ólafs Ragnars eiga enn við,“ sagði Guðni. Megum ekki leyfa þeim að falla Forsetinn ræddi líka fíknivanda stórs hluta ungs fólks. „Í þessu landi velmegunar eru sjálfsvíg helsta dánarorsök ungra karlmanna. Í þessu landi frelsis og framfara verða of mörg ungmenni háð fíkniefnum og ávanalyfjum. Við megum ekki bara leyfa þeim að falla, æskufólki sem á skilið aðstoð og von.“ Guðni sagði að sem betur fer ættum við fólk sem leitar að fólki – ástvini, sérfræðinga og marga aðra sem vilja hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. „Og við þurfum að fræða, ekki hræða.“ Vísaði hann þar í orð Báru Tómasdóttur, móður Einars Darra Óskarssonar sem lést eftir ofneyslu róandi lyfja síðastliðið vor, átján ára gamall, „einn hinna mörgu sem við höfum misst fyrir aldur fram, í okkar eigin ísveröld,“ sagði forsetinn.Lesa má ávarpið í heild sinni hér.
Forseti Íslands Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira