Segir íbúa í Eyjafirði vilja taka upplýsta ákvörðun um fiskeldi Sighvatur Jónsson skrifar 19. janúar 2019 11:42 Fundurinn á Akureyri fer fram í Hofi. Þar fá íbúar tækifæri til að kynna sér mögulegt laxeldi í firðinum. Getty Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar segir að íbúar vilji taka upplýsta ákvörðun um hvort af fiskeldi verði á svæðinu. Fjölmenn ráðstefna um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði stendur nú yfir. Ráðstefnan í Hofi hófst klukkan 11 í morgun. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vill með ráðstefnunni fræða fólk og auka skilning þess á fiskeldi. Sjö fræðimenn ræða um áhrif fiskeldis í Eyjafirði, meðal annars frá Hafrannsóknarstofnun og Háskólanum á Hólum. Eitt leyfi til fiskeldis í firðinum er til umræðu eftir að Skipulagsstofnun féllst fyrr í vetur á tillögu fyrirtækisins Akvafuture um 20 þúsund tonna laxeldi í Eyjafirði. Fyrirtækið fyrirhugar framkvæmdir á sex aðskilum eldissvæðum í innanverðum Eyjafirði, frá Hjalteyri að Svalbarðseyri. Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar, segir fiskeldi mikið rætt í samfélaginu. Nú sé til skoðunar svokallað burðarþol, það er hversu mikið fiskeldi Eyjafjörður þolir. Á kynningarfund í Dalvík í nóvember hafi komið fram áhugi fundargesta á frekari upplýsingum um kosti og galla fiskeldis. „Þá tókum við þá ákvörðun, Atvinnuþróunarfélagið greip boltann á lofti og stakk upp á því að við myndum halda kynningu fræðimanna og fagaðila og þeir töluðu út frá gögnum og rannsóknum, og kynntu eldi, galla og kosti, tækifæri og ógnanir. Og það er þessi ráðstefna sem varð til, það er enginn eldismaður, sem slíkur, að tala, heldur enginn veiðimaður heldur eru þetta bara vísindamenn.“ Sigmundur Einar segir að fleiri fyrirtæki en Akvafuture hafi lýst yfir áhuga á því að starfrækja fiskeldi í Eyjafirði. „Ég met það svo að við séum með skynsamt fólk hér sem vill taka upplýsta ákvörðun en ekki hafna einhverju eða leyfi eitthvað án þess að vita hvað getur fylgt og hvaða tækifæri eru möguleg,“ sagði Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar. Hann bjóst við á annað hundrað gestum á ráðstefnunni þegar fréttastofa heyrði í honum í morgun. Akureyri Dalvíkurbyggð Fiskeldi Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Sjá meira
Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar segir að íbúar vilji taka upplýsta ákvörðun um hvort af fiskeldi verði á svæðinu. Fjölmenn ráðstefna um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði stendur nú yfir. Ráðstefnan í Hofi hófst klukkan 11 í morgun. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vill með ráðstefnunni fræða fólk og auka skilning þess á fiskeldi. Sjö fræðimenn ræða um áhrif fiskeldis í Eyjafirði, meðal annars frá Hafrannsóknarstofnun og Háskólanum á Hólum. Eitt leyfi til fiskeldis í firðinum er til umræðu eftir að Skipulagsstofnun féllst fyrr í vetur á tillögu fyrirtækisins Akvafuture um 20 þúsund tonna laxeldi í Eyjafirði. Fyrirtækið fyrirhugar framkvæmdir á sex aðskilum eldissvæðum í innanverðum Eyjafirði, frá Hjalteyri að Svalbarðseyri. Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar, segir fiskeldi mikið rætt í samfélaginu. Nú sé til skoðunar svokallað burðarþol, það er hversu mikið fiskeldi Eyjafjörður þolir. Á kynningarfund í Dalvík í nóvember hafi komið fram áhugi fundargesta á frekari upplýsingum um kosti og galla fiskeldis. „Þá tókum við þá ákvörðun, Atvinnuþróunarfélagið greip boltann á lofti og stakk upp á því að við myndum halda kynningu fræðimanna og fagaðila og þeir töluðu út frá gögnum og rannsóknum, og kynntu eldi, galla og kosti, tækifæri og ógnanir. Og það er þessi ráðstefna sem varð til, það er enginn eldismaður, sem slíkur, að tala, heldur enginn veiðimaður heldur eru þetta bara vísindamenn.“ Sigmundur Einar segir að fleiri fyrirtæki en Akvafuture hafi lýst yfir áhuga á því að starfrækja fiskeldi í Eyjafirði. „Ég met það svo að við séum með skynsamt fólk hér sem vill taka upplýsta ákvörðun en ekki hafna einhverju eða leyfi eitthvað án þess að vita hvað getur fylgt og hvaða tækifæri eru möguleg,“ sagði Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar. Hann bjóst við á annað hundrað gestum á ráðstefnunni þegar fréttastofa heyrði í honum í morgun.
Akureyri Dalvíkurbyggð Fiskeldi Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Sjá meira
Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15