Þriggja metra skítaskán Sif Sigmarsdóttir skrifar 19. janúar 2019 07:30 Vinkona mín hér í London vandi dóttur sína af bleiu ekki alls fyrir löngu. Nýverið eignaðist vinkonan son. Breytt heimsmynd fór fyrir brjóstið á þeirri stuttu. Hún var ekki lengur þungamiðja veraldarinnar heldur hafði móðir hennar nú öðrum hnöppum að hneppa – aðra rassa að skeina. Vinkona mín sat í sófanum og gaf syni sínum brjóst þegar dóttirin bar upp kröfu: „Mamma, komdu að leika við mig.“ „Ekki strax. Litli bróðir er að borða.“ Málamiðlun var óásættanleg. Sú stutta dró sig í keng, varð eldrauð í framan og með kreppta hnefa kúkaði hún í buxurnar. Margra vikna herferð var hafin. Í hvert sinn sem móðirin brást ekki við óskum stúlkunnar strax gerði sú yngri í brækurnar. Eitt sinn voru móðir og börn stödd úti á róló. Stelpan klifraði upp þriggja metra langa rennibraut á meðan mamman sat á bekk og gaf bróður hennar brjóst. „Mamma, komdu að renna með mér,“ hrópaði stelpan þar sem hún stóð efst í rennibrautinni. „Ekki strax.“ Það þurfti ekki að spyrja að því. Sú stutta dró sig í keng. Mamman vissi samstundis hvaða skilaboð biðu hennar í brókum dótturinnar. En dóttirin hafði fleira til málanna að leggja. Hún settist niður. Því næst þaut hún niður rennibrautina á rassinum. Eftir endilangri brautinni lá þriggja metra löng skán. Móðirin rauk upp. Skömmustuleg skreið hún eftir rennibrautinni og þurrkaði burt ummerki óánægju dóttur sinnar með blautþurrkum á meðan róló-gestir horfðu á. Dóttir vinkonu minnar er ekki sú eina hér í Bretlandi sem situr í skítnum.Corbyn með matvinnsluvél Brexit-raunir Breta náðu hámarki í vikunni. Útgöngusamningur Theresu May var kolfelldur í breska þinginu. Bretar eru í djúpum skít. Útganga Breta úr Evrópusambandinu er einn sjálfhverfasti gjörningur síðan Narkissos sá spegilmynd sína í vatnsfleti og varð svo ástfanginn að hann sat og glápti á sjálfan sig uns hann veslaðist upp og dó. Þetta hófst allt á því að veikgeðja leiðtogar Breska íhaldsflokksins lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að verja eigið fylgi gegn uppgangi and-Evrópuflokksins UKIP. Og enn snýst Brexit um Íhaldsflokkinn. Furðufugla-armur flokksins heimtar „hart Brexit“ og leiðir heila þjóð, blindur eftir áratuga langt hugmyndafræðilegt runk, fram af klettabrún sem hann lofar að endi í háttvísum Downton Abbey þætti. Ekki er stjórnarandstaðan minna upptekin af eigin spegilmynd. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, heldur að hann sé staddur í sögunni um Salómon konung sem tekur á móti tveimur konum er báðar segjast vera móðir sama barns. Þegar konungur, til að kanna móðurást kvennanna, leggur til að hann höggvi barnið í tvennt réttir Corbyn kóngi matvinnsluvél: „Gerðu það sem þú vilt við þetta barn svo lengi sem boðað verður til kosninga.“ Evrópusinnar allra flokka sparka loks vígreifir í spilaborgina hrópandi „rasistar, rasistar“, á barmi þess að tryggja að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði hunsuð. Í leiðinni renna þeir stoðum undir þá kenningu að allt það fólk sem sagðist hafa kosið Brexit vegna þess að því fannst það utangátta í samfélagi sem stýrt er af alls ráðandi elítu, sama hvernig kosningar fara, var kannski ekki haldið ofsóknaræði eftir allt saman.Veröld sem aldrei var Dóttir vinkonu minnar kúkaði í buxurnar í baráttu fyrir fortíð sem aldrei var og framtíð sem aldrei yrði; veröld þar sem sólin og móðir hennar snerust kringum hana eina. Það skipti ekki máli þótt allir sætu í skítnum – hún sjálf, móðir hennar, hinir krakkarnir á rólónum. Óþægindin voru ásættanleg fórn fyrir ástina á eigin spegilmynd. Stjórnmálamenn Bretlands eru eins og smábarn sem kúkar á sig. Þeir munu sitja með okkur hinum í skítnum. En þeir eru of uppteknir við að dást að eigin spegilmynd til að taka eftir því. Sú stutta er komin aftur í bleiu. Ef aðeins væri hægt að setja stjórnmálamenn í bleiu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Vinkona mín hér í London vandi dóttur sína af bleiu ekki alls fyrir löngu. Nýverið eignaðist vinkonan son. Breytt heimsmynd fór fyrir brjóstið á þeirri stuttu. Hún var ekki lengur þungamiðja veraldarinnar heldur hafði móðir hennar nú öðrum hnöppum að hneppa – aðra rassa að skeina. Vinkona mín sat í sófanum og gaf syni sínum brjóst þegar dóttirin bar upp kröfu: „Mamma, komdu að leika við mig.“ „Ekki strax. Litli bróðir er að borða.“ Málamiðlun var óásættanleg. Sú stutta dró sig í keng, varð eldrauð í framan og með kreppta hnefa kúkaði hún í buxurnar. Margra vikna herferð var hafin. Í hvert sinn sem móðirin brást ekki við óskum stúlkunnar strax gerði sú yngri í brækurnar. Eitt sinn voru móðir og börn stödd úti á róló. Stelpan klifraði upp þriggja metra langa rennibraut á meðan mamman sat á bekk og gaf bróður hennar brjóst. „Mamma, komdu að renna með mér,“ hrópaði stelpan þar sem hún stóð efst í rennibrautinni. „Ekki strax.“ Það þurfti ekki að spyrja að því. Sú stutta dró sig í keng. Mamman vissi samstundis hvaða skilaboð biðu hennar í brókum dótturinnar. En dóttirin hafði fleira til málanna að leggja. Hún settist niður. Því næst þaut hún niður rennibrautina á rassinum. Eftir endilangri brautinni lá þriggja metra löng skán. Móðirin rauk upp. Skömmustuleg skreið hún eftir rennibrautinni og þurrkaði burt ummerki óánægju dóttur sinnar með blautþurrkum á meðan róló-gestir horfðu á. Dóttir vinkonu minnar er ekki sú eina hér í Bretlandi sem situr í skítnum.Corbyn með matvinnsluvél Brexit-raunir Breta náðu hámarki í vikunni. Útgöngusamningur Theresu May var kolfelldur í breska þinginu. Bretar eru í djúpum skít. Útganga Breta úr Evrópusambandinu er einn sjálfhverfasti gjörningur síðan Narkissos sá spegilmynd sína í vatnsfleti og varð svo ástfanginn að hann sat og glápti á sjálfan sig uns hann veslaðist upp og dó. Þetta hófst allt á því að veikgeðja leiðtogar Breska íhaldsflokksins lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að verja eigið fylgi gegn uppgangi and-Evrópuflokksins UKIP. Og enn snýst Brexit um Íhaldsflokkinn. Furðufugla-armur flokksins heimtar „hart Brexit“ og leiðir heila þjóð, blindur eftir áratuga langt hugmyndafræðilegt runk, fram af klettabrún sem hann lofar að endi í háttvísum Downton Abbey þætti. Ekki er stjórnarandstaðan minna upptekin af eigin spegilmynd. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, heldur að hann sé staddur í sögunni um Salómon konung sem tekur á móti tveimur konum er báðar segjast vera móðir sama barns. Þegar konungur, til að kanna móðurást kvennanna, leggur til að hann höggvi barnið í tvennt réttir Corbyn kóngi matvinnsluvél: „Gerðu það sem þú vilt við þetta barn svo lengi sem boðað verður til kosninga.“ Evrópusinnar allra flokka sparka loks vígreifir í spilaborgina hrópandi „rasistar, rasistar“, á barmi þess að tryggja að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði hunsuð. Í leiðinni renna þeir stoðum undir þá kenningu að allt það fólk sem sagðist hafa kosið Brexit vegna þess að því fannst það utangátta í samfélagi sem stýrt er af alls ráðandi elítu, sama hvernig kosningar fara, var kannski ekki haldið ofsóknaræði eftir allt saman.Veröld sem aldrei var Dóttir vinkonu minnar kúkaði í buxurnar í baráttu fyrir fortíð sem aldrei var og framtíð sem aldrei yrði; veröld þar sem sólin og móðir hennar snerust kringum hana eina. Það skipti ekki máli þótt allir sætu í skítnum – hún sjálf, móðir hennar, hinir krakkarnir á rólónum. Óþægindin voru ásættanleg fórn fyrir ástina á eigin spegilmynd. Stjórnmálamenn Bretlands eru eins og smábarn sem kúkar á sig. Þeir munu sitja með okkur hinum í skítnum. En þeir eru of uppteknir við að dást að eigin spegilmynd til að taka eftir því. Sú stutta er komin aftur í bleiu. Ef aðeins væri hægt að setja stjórnmálamenn í bleiu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun