Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. janúar 2019 18:03 WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Skilmálabreytingarnar felast meðal annars í því að lengt verður úr skuldabréfunum úr þremur árum í fimm. Þá þurftu skuldabréfaeigendur einnig að gefa eftir veðtryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air og kröfu um að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Þá þurftu þeir einnig að samþykkja að WOW Air myndi greiða sérstaka árlega stjórnendagreiðslu til Indigo Partners. WOW birti tilkynningu í dag um að meirihluti hefði samþykkt breytingarnar og því næðu þær fram að ganga. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að samkomulagið sé mikilvægt skref í rétta átt til að klára samninginn við Indigo Partners en hann þarf að vera frágenginn fyrir 28. febrúar því ella fellur samkomulag við skuldabréfaeigendur niður.Er enn þá gengið út frá því að Indigo Partners eignist 49% hlut í WOW Air til að byrja með?„Endanlegur samningur liggur ekki fyrir, eigum við ekki að leyfa okkur að klára öll smáatriðin og þá kemur þetta í ljós,“ sagði Skúli Mogensen. WOW air hefur undanfarið ráðist í margþætta endurskipulagningu á rekstri sem Skúli segir að sé þegar farin að skila árangri. „Lykilatriði í lággjaldastefnunni er að einfalda allan rekstur, taka út allan óþarfa. Jafnframt er lykilatriði að einfalda flotann þannig að hann sé einsleitur, einfalda þjónustuna svo að allir njóti góðs af sama þjónustustiginu. Við erum nú þegar að sjá jákvæð teikn á lofti hvað það varðar.“ Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Skilmálabreytingarnar felast meðal annars í því að lengt verður úr skuldabréfunum úr þremur árum í fimm. Þá þurftu skuldabréfaeigendur einnig að gefa eftir veðtryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air og kröfu um að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Þá þurftu þeir einnig að samþykkja að WOW Air myndi greiða sérstaka árlega stjórnendagreiðslu til Indigo Partners. WOW birti tilkynningu í dag um að meirihluti hefði samþykkt breytingarnar og því næðu þær fram að ganga. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að samkomulagið sé mikilvægt skref í rétta átt til að klára samninginn við Indigo Partners en hann þarf að vera frágenginn fyrir 28. febrúar því ella fellur samkomulag við skuldabréfaeigendur niður.Er enn þá gengið út frá því að Indigo Partners eignist 49% hlut í WOW Air til að byrja með?„Endanlegur samningur liggur ekki fyrir, eigum við ekki að leyfa okkur að klára öll smáatriðin og þá kemur þetta í ljós,“ sagði Skúli Mogensen. WOW air hefur undanfarið ráðist í margþætta endurskipulagningu á rekstri sem Skúli segir að sé þegar farin að skila árangri. „Lykilatriði í lággjaldastefnunni er að einfalda allan rekstur, taka út allan óþarfa. Jafnframt er lykilatriði að einfalda flotann þannig að hann sé einsleitur, einfalda þjónustuna svo að allir njóti góðs af sama þjónustustiginu. Við erum nú þegar að sjá jákvæð teikn á lofti hvað það varðar.“
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira