Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 23:00 Donald Trump í Pentagon í dag. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að Bandaríkin myndu þróa eldflaugavarnarkerfi í geimnum. Þetta sagði Trump í ræðu í höfuðstöðvum herafla Bandaríkjanna, Pentagon, í dag og sagði hann að kerfið myndi finna og granda öllum eldflaugum sem skotið væri að Bandaríkjunum, hvenær sem er og hvar sem er. Tilefni ræðu Trump var sérstök úttekt hersins á eldflaugavörnum Bandaríkjanna og í skýrslu sem fylgdi úttektinni segir að einstök ógn stafi af Norður-Kóreu, jafnvel þó Trump sjálfur hafi lýst því yfir í fyrra að engin ógn stafaði lengur af einræðisríkinu. Trump nefndi Rússland, Kína og Norður-Kóreu ekki í ræðu sinni en Pat Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra, hélt einnig ræðu og sagði þau ríki vinna hörðum höndum að því að þróa eldflaugar sem erfiðara væri að sjá, fylgjast með og granda. Sem dæmi má nefna að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, opinberaði nýverið eldflaugar sem hann segir ómögulegt að granda eftir að henni hafi verið skotið á loft. Ein þeirra getur flogið á um tuttuguföldum hljóðhraða og tekið skarpar beygjur til að leika á eldflaugavarnir. Kínverjar hafa einnig verið að vinna að þróun slíkra eldflauga.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumAP fréttaveitan segir að um sé að ræða áætlun sem gengur út á að koma skynjurum fyrir í geimnum svo hægt verði að finna eldflaugar um leið og þeim er skotið á loft. Einnig stendur til að kanna möguleikann á því að koma tólum fyrir á braut um jörðu sem grandað geta eldflaugum, þegar skynjararnir eru búnir að finna þær.Samkvæmt Defense One verður meðal annars skoðað hvort hægt verði að granda eldflaugum með leysigeislum úr geimnum.AP vísar í orð hershöfðingjans Robert Ashley, þegar hann ræddi við þingmenn í fyrra, en hann sagði að þróun hljóðfrárra eldflauga myndi gerbreyta hernaði á komandi árum. Mögulegt yrði að gera árásir á skotmörk með minni fyrirvara, yfir lengri vegalengdir og með stærri sprengjum en áður. Bandaríkin Geimurinn Kína Norður-Kórea Rússland Tengdar fréttir Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. 10. janúar 2019 09:15 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að Bandaríkin myndu þróa eldflaugavarnarkerfi í geimnum. Þetta sagði Trump í ræðu í höfuðstöðvum herafla Bandaríkjanna, Pentagon, í dag og sagði hann að kerfið myndi finna og granda öllum eldflaugum sem skotið væri að Bandaríkjunum, hvenær sem er og hvar sem er. Tilefni ræðu Trump var sérstök úttekt hersins á eldflaugavörnum Bandaríkjanna og í skýrslu sem fylgdi úttektinni segir að einstök ógn stafi af Norður-Kóreu, jafnvel þó Trump sjálfur hafi lýst því yfir í fyrra að engin ógn stafaði lengur af einræðisríkinu. Trump nefndi Rússland, Kína og Norður-Kóreu ekki í ræðu sinni en Pat Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra, hélt einnig ræðu og sagði þau ríki vinna hörðum höndum að því að þróa eldflaugar sem erfiðara væri að sjá, fylgjast með og granda. Sem dæmi má nefna að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, opinberaði nýverið eldflaugar sem hann segir ómögulegt að granda eftir að henni hafi verið skotið á loft. Ein þeirra getur flogið á um tuttuguföldum hljóðhraða og tekið skarpar beygjur til að leika á eldflaugavarnir. Kínverjar hafa einnig verið að vinna að þróun slíkra eldflauga.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumAP fréttaveitan segir að um sé að ræða áætlun sem gengur út á að koma skynjurum fyrir í geimnum svo hægt verði að finna eldflaugar um leið og þeim er skotið á loft. Einnig stendur til að kanna möguleikann á því að koma tólum fyrir á braut um jörðu sem grandað geta eldflaugum, þegar skynjararnir eru búnir að finna þær.Samkvæmt Defense One verður meðal annars skoðað hvort hægt verði að granda eldflaugum með leysigeislum úr geimnum.AP vísar í orð hershöfðingjans Robert Ashley, þegar hann ræddi við þingmenn í fyrra, en hann sagði að þróun hljóðfrárra eldflauga myndi gerbreyta hernaði á komandi árum. Mögulegt yrði að gera árásir á skotmörk með minni fyrirvara, yfir lengri vegalengdir og með stærri sprengjum en áður.
Bandaríkin Geimurinn Kína Norður-Kórea Rússland Tengdar fréttir Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. 10. janúar 2019 09:15 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. 10. janúar 2019 09:15
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent