Harden fékk enga hjálp við að skora 115 stig í tveimur leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2019 17:30 James Harden. Getty/Tim Warner James Harden er gjörsamlega óstöðvandi þessa dagana en kappinn er búinn að skora 57 og 58 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í NBA-deildinni.HARDEN FOR 5 @HoustonRockets | #Rocketspic.twitter.com/gR2zyP7k4T — NBA (@NBA) January 17, 2019Harden setti þar með nýtt persónulegt met á tímabilinu í tveimur leikjum í röð en þeir komu í næstu tveimur leikjum eftir að hann klikkaði á sextán þriggja stiga skotum (af sautján) í einum leik. Með því að skora 115 stig í tveimur leikjum þá komst Harden í hóp með þeim Kobe Bryant og Michael Jordan.James Harden has scored 115 points over his last 2 games. Over the last 50 seasons, only Kobe Bryant (Jan. 20-22, 2006) and Michael Jordan (March 28-30, 1990) scored more over a 2-game span. (h/t @EliasSports) pic.twitter.com/Ss4P2Xowgl — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 17, 2019Michael Jordan, Kobe Bryant og James Harden eru nú einu leikmennirnir á síðustu fimmtíu árum sem hafa náð að skora svo mörg stig í tveimur leikjum í NBA-deildinni..@JHarden13 (58 PTS, 10 REB, 6 AST) records his 2nd straight 50-point game for the @HoustonRockets! #Rockets The last player to score 55+ PTS in consecutive games was Wilt Chamberlain in 1962. pic.twitter.com/LvGUedz3vb — NBA (@NBA) January 17, 2019James Harden skoraði 57 stig í 18 stiga sigri á Memphis Grizzliers þar sem hann hitti úr 17 af 33 skotum (52%) og 6 af 15 þriggja stiga skotum (40%). Hann nýtti líka 17 af 18 vítum sínum (94%). Auk stiganna þá var hann með 9 fráköst og 2 stoðsendingar. James Harden skoraði síðan 58 stig í 3 stiga tapi á móti Brooklyn Nets þar sem hann hitti úr 16 af 34 skotum (47%) og 5 af 19 þriggja stiga skotum (26%). Hann nýtti líka 21 af 23 vítum sínum (91%). Auk stiganna þá var hann með 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Það fylgir sögunni að Harden bjó sjálfur til öll þessi 115 stig því enginn liðfélagi hans í Houston náði að gefa stoðsendingu á hann í þessum tveimur leikjum. Ef eitthvað er ótrúleg tölfræði þá er það sú staðreynd.0 of James Harden's 115 points over the last 2 games have been assisted on. #SCFactspic.twitter.com/NSH7JtIJTy — SportsCenter (@SportsCenter) January 17, 2019Michael Jordan skoraði 69 stig og 49 stig í leikjum sínum 28. og 30. mars árið 1990 en Kobe Bryant var með 37 stig og 81 stig í leikjum sínum 20. til 22. janúar 2006. Báðir voru þeir því með 118 stig samanlagt. Jordan nýtti 43 af 71 skoti sínu í leikjunum tveimur (61%) og skoraði 29 stig af vítalínunni en Kobe Bryant nýtti 40 af 79 skoti sínu í leikjunum tveimur (51%) og skoraði 27 stig af vítalínunni. Harden nýtti 33 af 67 skotum sínum í þessum tveimur leikjum (49%) og 38 stiga hans komu af vítalínunni. Harden gaf 8 stoðsendingar með 115 stigum, Jordan gaf 10 stoðsendingar með sínum 118 stigum og Kobe var með 8 stoðsendingar með sínum 118 stigum. Þrátt fyrir þessa frammistöðu þá var Harden mjög pirraður í leikslok enda tapðist leikurinn. Hér fyrir neðan sést hann strax eftir leik.Harden wasn't having it pic.twitter.com/7Mohp1OsSf — Bleacher Report (@BleacherReport) January 17, 2019With 58 points tonight, James Harden is averaging over 40 PPG for the last 20 games. The most consecutive games averaging 40 PPG: Wilt Chamberlain - 515 Elgin Baylor - 33 Kobe Bryant - 23 Rick Barry - 22 James Harden - 20 pic.twitter.com/wGgyE4wMLq — NBA.com/Stats (@nbastats) January 17, 2019 NBA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
James Harden er gjörsamlega óstöðvandi þessa dagana en kappinn er búinn að skora 57 og 58 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í NBA-deildinni.HARDEN FOR 5 @HoustonRockets | #Rocketspic.twitter.com/gR2zyP7k4T — NBA (@NBA) January 17, 2019Harden setti þar með nýtt persónulegt met á tímabilinu í tveimur leikjum í röð en þeir komu í næstu tveimur leikjum eftir að hann klikkaði á sextán þriggja stiga skotum (af sautján) í einum leik. Með því að skora 115 stig í tveimur leikjum þá komst Harden í hóp með þeim Kobe Bryant og Michael Jordan.James Harden has scored 115 points over his last 2 games. Over the last 50 seasons, only Kobe Bryant (Jan. 20-22, 2006) and Michael Jordan (March 28-30, 1990) scored more over a 2-game span. (h/t @EliasSports) pic.twitter.com/Ss4P2Xowgl — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 17, 2019Michael Jordan, Kobe Bryant og James Harden eru nú einu leikmennirnir á síðustu fimmtíu árum sem hafa náð að skora svo mörg stig í tveimur leikjum í NBA-deildinni..@JHarden13 (58 PTS, 10 REB, 6 AST) records his 2nd straight 50-point game for the @HoustonRockets! #Rockets The last player to score 55+ PTS in consecutive games was Wilt Chamberlain in 1962. pic.twitter.com/LvGUedz3vb — NBA (@NBA) January 17, 2019James Harden skoraði 57 stig í 18 stiga sigri á Memphis Grizzliers þar sem hann hitti úr 17 af 33 skotum (52%) og 6 af 15 þriggja stiga skotum (40%). Hann nýtti líka 17 af 18 vítum sínum (94%). Auk stiganna þá var hann með 9 fráköst og 2 stoðsendingar. James Harden skoraði síðan 58 stig í 3 stiga tapi á móti Brooklyn Nets þar sem hann hitti úr 16 af 34 skotum (47%) og 5 af 19 þriggja stiga skotum (26%). Hann nýtti líka 21 af 23 vítum sínum (91%). Auk stiganna þá var hann með 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Það fylgir sögunni að Harden bjó sjálfur til öll þessi 115 stig því enginn liðfélagi hans í Houston náði að gefa stoðsendingu á hann í þessum tveimur leikjum. Ef eitthvað er ótrúleg tölfræði þá er það sú staðreynd.0 of James Harden's 115 points over the last 2 games have been assisted on. #SCFactspic.twitter.com/NSH7JtIJTy — SportsCenter (@SportsCenter) January 17, 2019Michael Jordan skoraði 69 stig og 49 stig í leikjum sínum 28. og 30. mars árið 1990 en Kobe Bryant var með 37 stig og 81 stig í leikjum sínum 20. til 22. janúar 2006. Báðir voru þeir því með 118 stig samanlagt. Jordan nýtti 43 af 71 skoti sínu í leikjunum tveimur (61%) og skoraði 29 stig af vítalínunni en Kobe Bryant nýtti 40 af 79 skoti sínu í leikjunum tveimur (51%) og skoraði 27 stig af vítalínunni. Harden nýtti 33 af 67 skotum sínum í þessum tveimur leikjum (49%) og 38 stiga hans komu af vítalínunni. Harden gaf 8 stoðsendingar með 115 stigum, Jordan gaf 10 stoðsendingar með sínum 118 stigum og Kobe var með 8 stoðsendingar með sínum 118 stigum. Þrátt fyrir þessa frammistöðu þá var Harden mjög pirraður í leikslok enda tapðist leikurinn. Hér fyrir neðan sést hann strax eftir leik.Harden wasn't having it pic.twitter.com/7Mohp1OsSf — Bleacher Report (@BleacherReport) January 17, 2019With 58 points tonight, James Harden is averaging over 40 PPG for the last 20 games. The most consecutive games averaging 40 PPG: Wilt Chamberlain - 515 Elgin Baylor - 33 Kobe Bryant - 23 Rick Barry - 22 James Harden - 20 pic.twitter.com/wGgyE4wMLq — NBA.com/Stats (@nbastats) January 17, 2019
NBA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum