Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi deilu til ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2019 13:00 Sautján aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sitja sameiginlega við samningaborðið með Samtökum atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Samninganefnd sautján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins er að meta stöðuna í viðræðum við atvinnurekendur og tekur meðal annars afstöðu til þess hvort vísa beri deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir gott að Samtök atvinnulífsins hafi opnað á að nýir kjarasamningar gildi frá áramótum. Sautján aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sitja sameiginlega við samningaborðið með Samtökum atvinnulífsins eftir að fjölmennasta félagið Efling og Verkalýðsfélag Akraness gengu úr samstarfinu og vísuðu sínum málum til ríkissáttasemjara í samfloti með VR. Stóra samninganefnd Starfsgreinasambandsins með formönnum aðildarfélaganna sautján situr nú á fundi til að meta stöðuna í viðræðunum við atvinnurekendur að sögn Flosa Eiríkssonar framkvæmdastjóra sambandsins. „Það er ætlunin að fara hér yfir vinnu undanfarinna vikna og mánaða. Við munum gera grein fyrir vinnunni í öllum undirhópunum. Stöðunni í kjaraviðræðunum almennt og í einstökum álitamálum,” segir Flosi. Dagurinn í dag verði notaður til að fara yfir stöðuna í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins og meta næstu skref. Flosi segir viðræðunum miða áfram en ekki liggi fyrir hvort farið verði að fordæmi Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og VR með að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Það eru tekin einhver skref í þessum viðræðum. Þau eru lítil og það er eitt af því sem metið verður á fundinum þegar líður á daginn; hvort og hvenær sé ástæða til að visa þessari deilu til ríkissáttasemjara.”Þannig að það er á borðinu meðal annars, að ræða það?„Það er allt á borðinu,” segir Flosi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í vikunni að atvinnurekendur væru tilbúnir til þess að láta nýja kjarasamninga gilda frá áramótum eftir að þeir nást ef samið verði á skynsamlegum nótum eins og hann orðaði það. „Við fögnum því að sjálfsögðu. Þetta var í upphaflegri kröfugerð Starfsgreinasambandsins sem lögð var fram í október. Að samningar eigi að gilda frá þeim degi sem þeir gömlu falla úr gildi. Við fögnum því náttúrlega að atvinnurekendur séu farnir að fallast á þá eðlilegu kröfu,” segir Flosi Eiríksson. Niðurstaða fundarins í dag verði síðan lögð undir samninganefndir félaganna sautján. Viðræðum við atvinnurekendur án þátttöku ríkissáttasemjara verði ekki haldið áfram nema eitthvað miði í viðræðunum. Kjaramál Tengdar fréttir Hugnast ekki hugmyndir um færri yfirvinnutíma Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 19:30 Fulltrúar SA og verkalýðsfélaganna þriggja boðaðir til fundar á mánudag Fundi fulltrúa VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins sem hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 10 lauk upp úr klukkan tólf. 16. janúar 2019 12:31 Þokast afskaplega hægt og hugnast ekki tillögur SA um vinnustaðabreytingar Formenn þriggja verkalýðsfélaga sem 67 þúsund landsmenn tilheyra segja myndina skýrari eftir fund með atvinnurekendum og ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 14:47 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
Samninganefnd sautján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins er að meta stöðuna í viðræðum við atvinnurekendur og tekur meðal annars afstöðu til þess hvort vísa beri deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir gott að Samtök atvinnulífsins hafi opnað á að nýir kjarasamningar gildi frá áramótum. Sautján aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sitja sameiginlega við samningaborðið með Samtökum atvinnulífsins eftir að fjölmennasta félagið Efling og Verkalýðsfélag Akraness gengu úr samstarfinu og vísuðu sínum málum til ríkissáttasemjara í samfloti með VR. Stóra samninganefnd Starfsgreinasambandsins með formönnum aðildarfélaganna sautján situr nú á fundi til að meta stöðuna í viðræðunum við atvinnurekendur að sögn Flosa Eiríkssonar framkvæmdastjóra sambandsins. „Það er ætlunin að fara hér yfir vinnu undanfarinna vikna og mánaða. Við munum gera grein fyrir vinnunni í öllum undirhópunum. Stöðunni í kjaraviðræðunum almennt og í einstökum álitamálum,” segir Flosi. Dagurinn í dag verði notaður til að fara yfir stöðuna í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins og meta næstu skref. Flosi segir viðræðunum miða áfram en ekki liggi fyrir hvort farið verði að fordæmi Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og VR með að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Það eru tekin einhver skref í þessum viðræðum. Þau eru lítil og það er eitt af því sem metið verður á fundinum þegar líður á daginn; hvort og hvenær sé ástæða til að visa þessari deilu til ríkissáttasemjara.”Þannig að það er á borðinu meðal annars, að ræða það?„Það er allt á borðinu,” segir Flosi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í vikunni að atvinnurekendur væru tilbúnir til þess að láta nýja kjarasamninga gilda frá áramótum eftir að þeir nást ef samið verði á skynsamlegum nótum eins og hann orðaði það. „Við fögnum því að sjálfsögðu. Þetta var í upphaflegri kröfugerð Starfsgreinasambandsins sem lögð var fram í október. Að samningar eigi að gilda frá þeim degi sem þeir gömlu falla úr gildi. Við fögnum því náttúrlega að atvinnurekendur séu farnir að fallast á þá eðlilegu kröfu,” segir Flosi Eiríksson. Niðurstaða fundarins í dag verði síðan lögð undir samninganefndir félaganna sautján. Viðræðum við atvinnurekendur án þátttöku ríkissáttasemjara verði ekki haldið áfram nema eitthvað miði í viðræðunum.
Kjaramál Tengdar fréttir Hugnast ekki hugmyndir um færri yfirvinnutíma Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 19:30 Fulltrúar SA og verkalýðsfélaganna þriggja boðaðir til fundar á mánudag Fundi fulltrúa VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins sem hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 10 lauk upp úr klukkan tólf. 16. janúar 2019 12:31 Þokast afskaplega hægt og hugnast ekki tillögur SA um vinnustaðabreytingar Formenn þriggja verkalýðsfélaga sem 67 þúsund landsmenn tilheyra segja myndina skýrari eftir fund með atvinnurekendum og ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 14:47 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
Hugnast ekki hugmyndir um færri yfirvinnutíma Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 19:30
Fulltrúar SA og verkalýðsfélaganna þriggja boðaðir til fundar á mánudag Fundi fulltrúa VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins sem hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 10 lauk upp úr klukkan tólf. 16. janúar 2019 12:31
Þokast afskaplega hægt og hugnast ekki tillögur SA um vinnustaðabreytingar Formenn þriggja verkalýðsfélaga sem 67 þúsund landsmenn tilheyra segja myndina skýrari eftir fund með atvinnurekendum og ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 14:47