Myrtu foreldra sína og fundust óvænt á körfuboltaspjaldi 29 árum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2019 23:30 Körfuboltaspjaldið með Mark Jackson og Menendez bræðrunum. Mynd/Twitter/@JohnJohnPhenom Menendez bræðurnir komust aftur í fréttirnar á dögunum 29 árum eftir að þeir myrtu foreldra sína til að komast yfir peningana þeirra. Bræðurnir komust aftur í sviðsljósið eftir að mynd af þeim fannst á körfuboltaspjaldi frá tímabilinu 1990-91 en þar voru þeir að lifa ljúfa lífinu á fremsta bekk á NBA-leik. Nokkrum vikum áður höfðu þeir myrt foreldra sína. Bræðurnir heita Lyle og Erik Menendez og eru fæddir árin 1968 og 1970. Þeir myrtu foreldra sína á heimili þeirra í Kaliforníu 20. ágúst 1989. Þeir hringdu síðan í lögregluna og sögðu að einhver annar hefði myrt foreldra þeirra. Á næstu mánuðum lifðu þeir ljúfa lífinu og eyddu peningum foreldra sinna. Þar á meðal í miða á fremsta bekk á NBA-leikjum. Það komst ekki upp um morðin fyrr en að yngri bróðirinn sagði sálfræðingi sínum frá hvað þeir höfðu gert. Þá fór í gang atburðarrás sem endaði með að þeir voru handteknir og seinna dæmdir í lífstíðarfangelsi.The Menendez brothers sat courtside at a Knicks game after murdering their parents in 1989. They were found in the background of a Mark Jackson trading card—29 years later. Then another mystery: no one could figure out who spotted them. So I found him.https://t.co/jSZDbDIEeV — Ben Collins (@oneunderscore__) January 16, 2019Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en síðan liðu næstum því þrír áratugir og á meðan dúsuðu bræðurnir í fangelsi. Þeir voru hins vegar aðskildir og hittust ekki aftur fyrr en í febrúar 2018 þegar annar bróðurinn var fluttur í fangelsi hins. Nokkrum mánuðum síðar, nánar tilgetið í ágúst 2018, var áhugasamur maður að nafni Stephen Zerance að rannsaka betur mál bræðranna og það hvernig þeim tókst að eyða 700 þúsund dollurum á aðeins nokkrum mánuðum eftir morðin. 700 þúsund dollarar eru 85 milljónir íslenskra króna í dag. Ben Collins, blaðamaður á Slam blaðinu, fann umræddan Stephen Zerance og forvitnaðist meira um málið. „Ég og vinur minn sem hefur mikinn áhuga á glæpum, vissum að þeir fór á mikið kaupæði eftir að þeir fengu tryggingapeningana í kjölfar dauða foreldranna. Þeir keyptu fullt af hlutum, eins og tennistíma, Rolex-úr, föt, fyrirtæki, veitingastaði og bíla,“ sagði Stephen Zerance en bætti svo við: „Svo tókum við eftir því að þeir höfðu keypt sæti á fremsta bekk á leik með Knicks í Madison Square Garden,“ sagði Zerance og þeir félagar fóru að leita að myndum af þeim í myndabönkum eins og Getty. „Þegar við fundum ekkert á Getty þá kviknaði allt í einu sinni ljós hjá mér. Það er svo mikið til af gömlum körfuboltaspjöldum á eBay,“ sagði Stephen Zerance. Stephen Zerance leitaði uppi körfuboltaspjöld frá 1989-90 og 1990-91 tímabilunum og endaði á því að finna körfuboltaspjaldið með Mark Jackson.Mood: my Mark Jackson basketball card with cameos from the Menendez brothers in the background pic.twitter.com/kqmLag0uze — STEPHEN ZERANCE (@stephnz) August 12, 2018Mark Jackson var þá leikstjórnandi New York Knicks liðsins en hann þjálfaði seinna Golden State Warriors liðið á undan Steve Kerr og hefur síðustu ár verið mikið í að lýsa NBA-leikjum fyrir ESPN. Það þarf ekki að spyrja að því að eftir uppgötvun Stephen Zerance þá margfaldaðist verðgildi þessa körfuboltaspjalds. Það fór úr því að vera 20 dollara virði í að seljast fyrir 1500 dollara í topp ásigkomulagi. Það má lesa meira um þetta með því að smella hér.This checks out. Menendez murder happened Aug. 20, 1989. Brothers were apprehended March 1990. Photo was taken at MSG in 1989-90 season and set came out before 1990-91 season. https://t.co/n2vzRBA6Sg — Darren Rovell (@darrenrovell) December 8, 2018 NBA Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Menendez bræðurnir komust aftur í fréttirnar á dögunum 29 árum eftir að þeir myrtu foreldra sína til að komast yfir peningana þeirra. Bræðurnir komust aftur í sviðsljósið eftir að mynd af þeim fannst á körfuboltaspjaldi frá tímabilinu 1990-91 en þar voru þeir að lifa ljúfa lífinu á fremsta bekk á NBA-leik. Nokkrum vikum áður höfðu þeir myrt foreldra sína. Bræðurnir heita Lyle og Erik Menendez og eru fæddir árin 1968 og 1970. Þeir myrtu foreldra sína á heimili þeirra í Kaliforníu 20. ágúst 1989. Þeir hringdu síðan í lögregluna og sögðu að einhver annar hefði myrt foreldra þeirra. Á næstu mánuðum lifðu þeir ljúfa lífinu og eyddu peningum foreldra sinna. Þar á meðal í miða á fremsta bekk á NBA-leikjum. Það komst ekki upp um morðin fyrr en að yngri bróðirinn sagði sálfræðingi sínum frá hvað þeir höfðu gert. Þá fór í gang atburðarrás sem endaði með að þeir voru handteknir og seinna dæmdir í lífstíðarfangelsi.The Menendez brothers sat courtside at a Knicks game after murdering their parents in 1989. They were found in the background of a Mark Jackson trading card—29 years later. Then another mystery: no one could figure out who spotted them. So I found him.https://t.co/jSZDbDIEeV — Ben Collins (@oneunderscore__) January 16, 2019Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en síðan liðu næstum því þrír áratugir og á meðan dúsuðu bræðurnir í fangelsi. Þeir voru hins vegar aðskildir og hittust ekki aftur fyrr en í febrúar 2018 þegar annar bróðurinn var fluttur í fangelsi hins. Nokkrum mánuðum síðar, nánar tilgetið í ágúst 2018, var áhugasamur maður að nafni Stephen Zerance að rannsaka betur mál bræðranna og það hvernig þeim tókst að eyða 700 þúsund dollurum á aðeins nokkrum mánuðum eftir morðin. 700 þúsund dollarar eru 85 milljónir íslenskra króna í dag. Ben Collins, blaðamaður á Slam blaðinu, fann umræddan Stephen Zerance og forvitnaðist meira um málið. „Ég og vinur minn sem hefur mikinn áhuga á glæpum, vissum að þeir fór á mikið kaupæði eftir að þeir fengu tryggingapeningana í kjölfar dauða foreldranna. Þeir keyptu fullt af hlutum, eins og tennistíma, Rolex-úr, föt, fyrirtæki, veitingastaði og bíla,“ sagði Stephen Zerance en bætti svo við: „Svo tókum við eftir því að þeir höfðu keypt sæti á fremsta bekk á leik með Knicks í Madison Square Garden,“ sagði Zerance og þeir félagar fóru að leita að myndum af þeim í myndabönkum eins og Getty. „Þegar við fundum ekkert á Getty þá kviknaði allt í einu sinni ljós hjá mér. Það er svo mikið til af gömlum körfuboltaspjöldum á eBay,“ sagði Stephen Zerance. Stephen Zerance leitaði uppi körfuboltaspjöld frá 1989-90 og 1990-91 tímabilunum og endaði á því að finna körfuboltaspjaldið með Mark Jackson.Mood: my Mark Jackson basketball card with cameos from the Menendez brothers in the background pic.twitter.com/kqmLag0uze — STEPHEN ZERANCE (@stephnz) August 12, 2018Mark Jackson var þá leikstjórnandi New York Knicks liðsins en hann þjálfaði seinna Golden State Warriors liðið á undan Steve Kerr og hefur síðustu ár verið mikið í að lýsa NBA-leikjum fyrir ESPN. Það þarf ekki að spyrja að því að eftir uppgötvun Stephen Zerance þá margfaldaðist verðgildi þessa körfuboltaspjalds. Það fór úr því að vera 20 dollara virði í að seljast fyrir 1500 dollara í topp ásigkomulagi. Það má lesa meira um þetta með því að smella hér.This checks out. Menendez murder happened Aug. 20, 1989. Brothers were apprehended March 1990. Photo was taken at MSG in 1989-90 season and set came out before 1990-91 season. https://t.co/n2vzRBA6Sg — Darren Rovell (@darrenrovell) December 8, 2018
NBA Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira