May reynir að ná þverpólitískri sátt um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 10:41 Búast má við því að gestkvæmt verði í Downing-stræti 10 í dag. Vísir/EPA Búist er við því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundi með hörðustu stuðningsmönnum Brexit í þingflokki Íhaldsflokksins og flokki norðurírskra sambandssinna í dag. Ríkisstjórn May stóð af sér vantrauststillögu í þinginu í gær. Verkamannaflokkurinn ætlar ekki að ræða við May fyrr en hún útilokar útgöngu án samnings um framtíðarsamskipti við Evrópu. Útgöngusamningi May var hafnað með miklum meirihluta í þinginu á þriðjudagskvöld. Rær hún nú öllum árum að því að ná sátt um hvernig staðið verður að útgöngunni sem áformað er að eigi sér stað 29. mars. „Ég býð þingmönnum úr öllum flokkum að koma saman og finna leið áfram. Nú er tíminn til að leggja eiginhagsmuni á hilluna,“ sagði May eftir að hún stóð af sér vantraustið í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafnaði því boði hins vegar og sagði flokkinn ekki tilbúinn í viðræður nema May útilokaði að draga Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Það vildi May ekki gera í gærkvöldi.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fleiri ráðherrar í ríkisstjórn hennar muni funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar um framhaldið í dag. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar eru einnig mótfallnir útgöngu án samnings. Þannig sagði Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, að frestur á útgöngudagsetningunni, útilokun á útgöngu án samnings og möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu væru forsendur viðræðna um framhaldið. Í svipaðan streng tekur leiðtogi velskra sjálfstæðisinna á breska þinginu. Frjálslyndir demókratar vilja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 May stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu. 16. janúar 2019 19:15 Útilokaði ekki Brexit án samnings Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, ekki hafa viljað taka þátt í viðræðum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í kjölfar þess að þingið hafnaði samningi May í gær en felldi vantrauststillögu gegn ríkisstjórn hennar nú í kvöld. 16. janúar 2019 22:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Búist er við því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundi með hörðustu stuðningsmönnum Brexit í þingflokki Íhaldsflokksins og flokki norðurírskra sambandssinna í dag. Ríkisstjórn May stóð af sér vantrauststillögu í þinginu í gær. Verkamannaflokkurinn ætlar ekki að ræða við May fyrr en hún útilokar útgöngu án samnings um framtíðarsamskipti við Evrópu. Útgöngusamningi May var hafnað með miklum meirihluta í þinginu á þriðjudagskvöld. Rær hún nú öllum árum að því að ná sátt um hvernig staðið verður að útgöngunni sem áformað er að eigi sér stað 29. mars. „Ég býð þingmönnum úr öllum flokkum að koma saman og finna leið áfram. Nú er tíminn til að leggja eiginhagsmuni á hilluna,“ sagði May eftir að hún stóð af sér vantraustið í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafnaði því boði hins vegar og sagði flokkinn ekki tilbúinn í viðræður nema May útilokaði að draga Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Það vildi May ekki gera í gærkvöldi.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fleiri ráðherrar í ríkisstjórn hennar muni funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar um framhaldið í dag. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar eru einnig mótfallnir útgöngu án samnings. Þannig sagði Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, að frestur á útgöngudagsetningunni, útilokun á útgöngu án samnings og möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu væru forsendur viðræðna um framhaldið. Í svipaðan streng tekur leiðtogi velskra sjálfstæðisinna á breska þinginu. Frjálslyndir demókratar vilja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 May stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu. 16. janúar 2019 19:15 Útilokaði ekki Brexit án samnings Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, ekki hafa viljað taka þátt í viðræðum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í kjölfar þess að þingið hafnaði samningi May í gær en felldi vantrauststillögu gegn ríkisstjórn hennar nú í kvöld. 16. janúar 2019 22:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00
May stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu. 16. janúar 2019 19:15
Útilokaði ekki Brexit án samnings Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, ekki hafa viljað taka þátt í viðræðum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í kjölfar þess að þingið hafnaði samningi May í gær en felldi vantrauststillögu gegn ríkisstjórn hennar nú í kvöld. 16. janúar 2019 22:20