Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2019 09:36 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Ísland, hefur verið borinn þungum sökum undanfarna daga. Vísir/GVA Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Aldís greindi frá þessu í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en frásögnin er jafnframt staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefur undir höndum. Aldís telur að fyrstu nauðungarvistunina megi rekja til samtals sem hún átti við föður sinn árið 1992 eftir að gömul skólasystir hennar sagði Aldísi frá því að hún hefði vaknað við að Jón Baldvin væri að áreita hana kynferðislega. Eftir að Aldís gekk á Jón Baldvin vegna málsins hafi hann boðað hana upp á Landspítala undir fölsku yfirskini. Þegar Aldís kom þangað hafi hún verið greind með maníu og alvarlegt þunglyndi án sinnar vitundar og haldið á spítalanum í mánuð, sem Aldís vill meina að hafi verið ólöglegt. Upplýsingar um greininguna og beiðnir um nauðungarvistunina hafi hún svo ekki fengið fyrr en árið 2013. Aldís Schram er dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram. Skráð sem aðstoð við erlent sendiráð Aldís lýsir því í samtali við Morgunútvarpið að Jón Baldvin virðist hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og þá hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Samtals var Aldís nauðungarvistuð fimm sinnum á geðdeild næstu ár. Morgunútvarpið staðfestir að sumar beiðnanna séu ritaðar á bréfsefni sendiráðsins í Washington og í öðrum tilvikum undirritar Jón Baldvin bréfin sem sendiherra. Árið 1998 hafi jafnframt ein nauðungaraðgerð, þar sem lögregla og læknar réðust inn á heimili Aldísar, verið skráð sem aðstoð við erlent sendiráð í lögregluskýrslu. Jón Baldvin hefur verið borinn þungum sökum í fjölmiðlum undanfarið en fjallað hefur verið um frásagnir fjölda kvenna af kynferðislegri áreitni hans og ósæmilegri hegðun. Þannig spanna frásagnirnar um 30 ára tímabil en þær nýjustu eru frá því í fyrra. Þá eru hundruð kvenna í lokuðum #MeToo-hóp á Facebook þar sem frásögnum af Jóni Baldvin er deilt. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Bókin átti að koma út í febrúar í tilefni þess að ráðherrann fyrrverandi verður áttatíu ára. 15. janúar 2019 16:42 Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46 „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Aldís greindi frá þessu í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en frásögnin er jafnframt staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefur undir höndum. Aldís telur að fyrstu nauðungarvistunina megi rekja til samtals sem hún átti við föður sinn árið 1992 eftir að gömul skólasystir hennar sagði Aldísi frá því að hún hefði vaknað við að Jón Baldvin væri að áreita hana kynferðislega. Eftir að Aldís gekk á Jón Baldvin vegna málsins hafi hann boðað hana upp á Landspítala undir fölsku yfirskini. Þegar Aldís kom þangað hafi hún verið greind með maníu og alvarlegt þunglyndi án sinnar vitundar og haldið á spítalanum í mánuð, sem Aldís vill meina að hafi verið ólöglegt. Upplýsingar um greininguna og beiðnir um nauðungarvistunina hafi hún svo ekki fengið fyrr en árið 2013. Aldís Schram er dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram. Skráð sem aðstoð við erlent sendiráð Aldís lýsir því í samtali við Morgunútvarpið að Jón Baldvin virðist hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og þá hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Samtals var Aldís nauðungarvistuð fimm sinnum á geðdeild næstu ár. Morgunútvarpið staðfestir að sumar beiðnanna séu ritaðar á bréfsefni sendiráðsins í Washington og í öðrum tilvikum undirritar Jón Baldvin bréfin sem sendiherra. Árið 1998 hafi jafnframt ein nauðungaraðgerð, þar sem lögregla og læknar réðust inn á heimili Aldísar, verið skráð sem aðstoð við erlent sendiráð í lögregluskýrslu. Jón Baldvin hefur verið borinn þungum sökum í fjölmiðlum undanfarið en fjallað hefur verið um frásagnir fjölda kvenna af kynferðislegri áreitni hans og ósæmilegri hegðun. Þannig spanna frásagnirnar um 30 ára tímabil en þær nýjustu eru frá því í fyrra. Þá eru hundruð kvenna í lokuðum #MeToo-hóp á Facebook þar sem frásögnum af Jóni Baldvin er deilt. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Bókin átti að koma út í febrúar í tilefni þess að ráðherrann fyrrverandi verður áttatíu ára. 15. janúar 2019 16:42 Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46 „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Bókin átti að koma út í febrúar í tilefni þess að ráðherrann fyrrverandi verður áttatíu ára. 15. janúar 2019 16:42
Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46
„Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51