Harden eftir 58 stiga leikinn sinn í nótt: „Þetta er mjög pirrandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2019 07:30 James Harden. Getty/Thearon W. Henderson James Harden átti enn einn stórleikinn með Houston Rockets en liðið tapaði samt sem áður á heimavelli í NBA-deildinni í nótt. Kyrie Irving var magnaður í sigri Boston Celtics, Golden State Warriors vann sinn sjötta leik í röð og Luka Doncic gerði það sem enginn nýliði hefur afrekað síðan Steph Curry árið 2010..@JHarden13 (58 PTS, 10 REB, 6 AST) records his 2nd straight 50-point game for the @HoustonRockets! #Rockets The last player to score 55+ PTS in consecutive games was Wilt Chamberlain in 1962. pic.twitter.com/LvGUedz3vb — NBA (@NBA) January 17, 2019James Harden skoraði 58 stig en það dugði samt ekki Houston Rockets sem tapaði 142-145 á heimavelli á móti Brooklyn Nets í framlengdum leik. Harden skoraði einu stigi meira en í síðasta leik og þetta eru tveir stigahæstu leikir hans á leiktíðinni. Þrátt fyrir magnaða frammistöðu Harden þá var hann ekki maður leiksins í Houston ío nótt. Spencer Dinwiddie fór nefnilega illa með Houston liðið því hann skoraði 25 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu.@SDinwiddie_25 puts up 33 PTS, 10 AST to help the @BrooklynNets outlast Houston in OT! #WeGoHardpic.twitter.com/Dx3dCixN85 — NBA (@NBA) January 17, 2019Dinwiddie kom leiknum í framlengingu með þremur þristum á síðustu 30 sekúndunum og skoraði síðan sigurkörfuna í lok hennar. „Þetta er pirrandi, mjög pirrandi,“ sagði James Harden eftir leikinn en Houston liðið missti niður átta stiga forskot á síðustu mínútunni í fjórða leikhluta og komst síðan sjö stigum yfir í framlengingunni.Relive the best of the @warriors/@PelicansNBA NBA record 43 combined 3-pointers! #DubNation#DoItBigpic.twitter.com/rzuna9F3Rw — NBA (@NBA) January 17, 2019Steph Curry goes off for 41 PTS, 9 3PM and the @warriors tie their franchise-record 24 3-pointers in the win over NOP!#DubNation 147#DoItBig 140 Kevin Durant: 30 PTS, 5 3PM, 15 REB Draymond Green: 17 PTS, 14 AST, 6 REB Anthony Davis: 30 PTS, 18 REB, 7 AST pic.twitter.com/cOgh3D2Ngo — NBA (@NBA) January 17, 2019 Stephen Curry skoraði 41 stig og setti niður níu þriggja stiga skot þegar Golden State Warriors vann New Orleans Pelicans 147-140. Þetta var sjötti sigur meistara Golden State í röð. Curry setti enn eitt þriggja stiga metið í nótt því þetta var þriðji leikur hans í röð með átta eða fleiri þrista. Það hefur aldrei gerst áður í sögu NBA. Anthony Davis var með 30 stig, 18 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 varin skot fyrir Pelíkanana en það dugði ekki til ekki frekar en 29 stig frá Nikola Mirotic. Kevin Durant skoraði 30 stig og tók 15 fráköst, Klay Thompson var með 19 stig og Draymond Green bauð upp á 17 stig og 14 stoðsendingar.The @celtics pull ahead late to defeat Toronto in a fantastic finish at TD Garden! #CUsRisepic.twitter.com/TxR4XxkGNs — NBA (@NBA) January 17, 2019Kyrie Irving fór fyrir sínum mönnum í Boston Celtics í 117-108 sigri á Toronto Raptors í toppslag í Austurdeildinni. Irving endaði með 27 stig og 18 stoðsendingar en hann var magnaður í lokaleikhlutanum þar sem hann skoraði 10 stig og gaf 6 stoðsendingar. Irving missti af síðasta leik og Boston tapaði þá þriðja leiknum í röð. Kyrie var staðráðin að enda taphrinuna og það voru hans framlög sem kláruðu leikinn. Boston endaði leikinn á 17-4 spretti þar sem Irving var allt í öllu. Kawhi Leonard skoraði 33 stig fyrir Toronto og Serge Ibaka var með 22 stig og 10 fráköst.@KyrieIrving leads the @celtics to victory with 27 PTS and a career-high 18 AST! #CUsRisepic.twitter.com/7Kwl5aEw0d — NBA (@NBA) January 17, 2019Davis Bertans skoraði úrslitakörfuna í 105-101 sigri San Antonio Spurs á Dallas Mavericks þar sem Dallas liðið komst mest 19 stigum yfir í fyrri hálfleik. Marco Belinelli var stigahæstur hjá Spurs með 17 stig en slóvenski nýliðinn Luka Doncic bauð upp á 25 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar í liði Dallas. Doncic var þar með fyrsti nýliðinni í rúm átta ár sem nær að skora 25 stig eða meira í fimm leikjum í röð. Síðastur til að ná því á undan honum var Stephen Curry árið 2010.Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 11 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann Memphis Grizzlies með einu stigi, 111-110. Þetta var þriðji sigur Giannis og félaga í röð og ennfremur fjórtándi sigurinn í síðustu sautján leikjum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 147-140 Los Angeles Clippers - Utah Jazz 109-129 Portland Trail Blazers - Cleveland Cavaliers 129-112 Dallas Mavericks - San Antonio Spurs 101-105 Boston Celtics - Toronto Raptors 117-108 Houston Rockets - Brooklyn Nets 142-145 (131-131) Memphis Grizzlies - Milwaukee Bucks 101-111 Detroit Pistons - Orlando Magic 120-115 (109-109) NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
James Harden átti enn einn stórleikinn með Houston Rockets en liðið tapaði samt sem áður á heimavelli í NBA-deildinni í nótt. Kyrie Irving var magnaður í sigri Boston Celtics, Golden State Warriors vann sinn sjötta leik í röð og Luka Doncic gerði það sem enginn nýliði hefur afrekað síðan Steph Curry árið 2010..@JHarden13 (58 PTS, 10 REB, 6 AST) records his 2nd straight 50-point game for the @HoustonRockets! #Rockets The last player to score 55+ PTS in consecutive games was Wilt Chamberlain in 1962. pic.twitter.com/LvGUedz3vb — NBA (@NBA) January 17, 2019James Harden skoraði 58 stig en það dugði samt ekki Houston Rockets sem tapaði 142-145 á heimavelli á móti Brooklyn Nets í framlengdum leik. Harden skoraði einu stigi meira en í síðasta leik og þetta eru tveir stigahæstu leikir hans á leiktíðinni. Þrátt fyrir magnaða frammistöðu Harden þá var hann ekki maður leiksins í Houston ío nótt. Spencer Dinwiddie fór nefnilega illa með Houston liðið því hann skoraði 25 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu.@SDinwiddie_25 puts up 33 PTS, 10 AST to help the @BrooklynNets outlast Houston in OT! #WeGoHardpic.twitter.com/Dx3dCixN85 — NBA (@NBA) January 17, 2019Dinwiddie kom leiknum í framlengingu með þremur þristum á síðustu 30 sekúndunum og skoraði síðan sigurkörfuna í lok hennar. „Þetta er pirrandi, mjög pirrandi,“ sagði James Harden eftir leikinn en Houston liðið missti niður átta stiga forskot á síðustu mínútunni í fjórða leikhluta og komst síðan sjö stigum yfir í framlengingunni.Relive the best of the @warriors/@PelicansNBA NBA record 43 combined 3-pointers! #DubNation#DoItBigpic.twitter.com/rzuna9F3Rw — NBA (@NBA) January 17, 2019Steph Curry goes off for 41 PTS, 9 3PM and the @warriors tie their franchise-record 24 3-pointers in the win over NOP!#DubNation 147#DoItBig 140 Kevin Durant: 30 PTS, 5 3PM, 15 REB Draymond Green: 17 PTS, 14 AST, 6 REB Anthony Davis: 30 PTS, 18 REB, 7 AST pic.twitter.com/cOgh3D2Ngo — NBA (@NBA) January 17, 2019 Stephen Curry skoraði 41 stig og setti niður níu þriggja stiga skot þegar Golden State Warriors vann New Orleans Pelicans 147-140. Þetta var sjötti sigur meistara Golden State í röð. Curry setti enn eitt þriggja stiga metið í nótt því þetta var þriðji leikur hans í röð með átta eða fleiri þrista. Það hefur aldrei gerst áður í sögu NBA. Anthony Davis var með 30 stig, 18 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 varin skot fyrir Pelíkanana en það dugði ekki til ekki frekar en 29 stig frá Nikola Mirotic. Kevin Durant skoraði 30 stig og tók 15 fráköst, Klay Thompson var með 19 stig og Draymond Green bauð upp á 17 stig og 14 stoðsendingar.The @celtics pull ahead late to defeat Toronto in a fantastic finish at TD Garden! #CUsRisepic.twitter.com/TxR4XxkGNs — NBA (@NBA) January 17, 2019Kyrie Irving fór fyrir sínum mönnum í Boston Celtics í 117-108 sigri á Toronto Raptors í toppslag í Austurdeildinni. Irving endaði með 27 stig og 18 stoðsendingar en hann var magnaður í lokaleikhlutanum þar sem hann skoraði 10 stig og gaf 6 stoðsendingar. Irving missti af síðasta leik og Boston tapaði þá þriðja leiknum í röð. Kyrie var staðráðin að enda taphrinuna og það voru hans framlög sem kláruðu leikinn. Boston endaði leikinn á 17-4 spretti þar sem Irving var allt í öllu. Kawhi Leonard skoraði 33 stig fyrir Toronto og Serge Ibaka var með 22 stig og 10 fráköst.@KyrieIrving leads the @celtics to victory with 27 PTS and a career-high 18 AST! #CUsRisepic.twitter.com/7Kwl5aEw0d — NBA (@NBA) January 17, 2019Davis Bertans skoraði úrslitakörfuna í 105-101 sigri San Antonio Spurs á Dallas Mavericks þar sem Dallas liðið komst mest 19 stigum yfir í fyrri hálfleik. Marco Belinelli var stigahæstur hjá Spurs með 17 stig en slóvenski nýliðinn Luka Doncic bauð upp á 25 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar í liði Dallas. Doncic var þar með fyrsti nýliðinni í rúm átta ár sem nær að skora 25 stig eða meira í fimm leikjum í röð. Síðastur til að ná því á undan honum var Stephen Curry árið 2010.Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 11 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann Memphis Grizzlies með einu stigi, 111-110. Þetta var þriðji sigur Giannis og félaga í röð og ennfremur fjórtándi sigurinn í síðustu sautján leikjum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 147-140 Los Angeles Clippers - Utah Jazz 109-129 Portland Trail Blazers - Cleveland Cavaliers 129-112 Dallas Mavericks - San Antonio Spurs 101-105 Boston Celtics - Toronto Raptors 117-108 Houston Rockets - Brooklyn Nets 142-145 (131-131) Memphis Grizzlies - Milwaukee Bucks 101-111 Detroit Pistons - Orlando Magic 120-115 (109-109)
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira