Hnípin þjóð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. janúar 2019 07:00 Allt frá því breska þjóðin samþykkti, með afar naumum meirihluta, að ganga úr Evrópusambandinu hefur pólitísk upplausn ríkt í landinu. Nú, eftir að þingið kolfelldi útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra, er staðan ekki heillavænleg. Þjóðin er sundruð, upplausn er í stjórnmálum og titringur meðal eigenda stórfyrirtækja sem íhuga alvarlega að flytja starfsemina úr landi. Óvissa er um næstu skref í málinu. Það hefur verið dapurlegt að horfa á bresku þjóðina koma sér í klandur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem hefði aldrei átt að fara fram. Af Brexit-klúðrinu má ýmislegt læra. Eins og til dæmis það að ábyrgðarlaust er af stjórnmálamönnum að leggja út í þjóðaratkvæðagreiðslu og gera fyrir fram ráð fyrir að niðurstaðan verði á ákveðinn veg. Breskir stjórnmálamenn gerðu aldrei ráð fyrir að þjóðin myndi samþykkja útgöngu úr Evrópusambandinu. Meira að segja hörðustu útgöngusinnar í þeirra hópi virtust engar líkur telja á því, sem gerði þeim óneitanlega auðveldara að fara fram með blekkingum og rangfærslum. Þeir töluðu margir eins og þeir væru í bandalagi með Donald Trump og ýttu undir andúð á innflytjendum og lofuðu kjósendum betri tíð með blóm í haga ef þeir höfnuðu Evrópusambandinu. Bretland skyldi verða stórveldi að nýju, án vondra innflytjenda sem taka störf frá innfæddum. Bretar vöknuðu síðan upp við þau óvæntu tíðindi að þjóðin hafði samþykkt Brexit. Engir urðu jafn hissa og stjórnmálamennirnir sem reyndust ekki hafa neitt plan B. Forsætisráðherrann Theresa May fékk málið í fangið og keyrði það áfram af þrjósku einni saman. Með tímanum varð hún æ brjóstumkennanlegri, ein á berangri, tyggjandi frasa sína um að samningur sinn væri besti mögulegi samningur sem hægt væri að ná. Í reynd var þetta samningur sem svo að segja enginn kærði sig um, hvorki andstæðingar Evrópusambandsins né fylgjendur þess. Pólitískri píslargöngu forsætisráðherrans er senn lokið, og er það vel. Munurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit var svo lítill að þjóðin var klofin eftir úrslitin. Hún hefur verið það síðan, en þó ekki í jafn miklum mæli og í aðdraganda Brexit-kosningarinnar. Æ fleiri kjósendur hafa áttað sig á að þeir voru blekktir með lygaáróðri. Skoðanakannanir sýna að ef kosið yrði um málið á ný þá myndi þjóðin samþykkja áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Hin þrjóskufulla May hafnaði hvað eftir annað hugmyndum um nýjar kosningar um málið. Það skipti hana engu máli þótt stór hluti þjóðarinnar hefði áttað sig á þeim blekkingum sem beitt var. Brexit kallar fram hina siðferðilegu spurningu: Hvernig á að bregðast við ef þjóð hefur fengið að kjósa um mál og skiptir síðan um skoðun? Svar Theresu May virðist vera að þá megi þjóðin éta það sem úti frýs. Þessa dagana má með sanni segja um Breta að þar sé hnípin þjóð í vanda. Fyrst og fremst er um að kenna siðlausum og/eða duglausum stjórnmálamönnum. Þjóð verður að passa sig á því hvers konar fólk hún kýs yfir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því breska þjóðin samþykkti, með afar naumum meirihluta, að ganga úr Evrópusambandinu hefur pólitísk upplausn ríkt í landinu. Nú, eftir að þingið kolfelldi útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra, er staðan ekki heillavænleg. Þjóðin er sundruð, upplausn er í stjórnmálum og titringur meðal eigenda stórfyrirtækja sem íhuga alvarlega að flytja starfsemina úr landi. Óvissa er um næstu skref í málinu. Það hefur verið dapurlegt að horfa á bresku þjóðina koma sér í klandur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem hefði aldrei átt að fara fram. Af Brexit-klúðrinu má ýmislegt læra. Eins og til dæmis það að ábyrgðarlaust er af stjórnmálamönnum að leggja út í þjóðaratkvæðagreiðslu og gera fyrir fram ráð fyrir að niðurstaðan verði á ákveðinn veg. Breskir stjórnmálamenn gerðu aldrei ráð fyrir að þjóðin myndi samþykkja útgöngu úr Evrópusambandinu. Meira að segja hörðustu útgöngusinnar í þeirra hópi virtust engar líkur telja á því, sem gerði þeim óneitanlega auðveldara að fara fram með blekkingum og rangfærslum. Þeir töluðu margir eins og þeir væru í bandalagi með Donald Trump og ýttu undir andúð á innflytjendum og lofuðu kjósendum betri tíð með blóm í haga ef þeir höfnuðu Evrópusambandinu. Bretland skyldi verða stórveldi að nýju, án vondra innflytjenda sem taka störf frá innfæddum. Bretar vöknuðu síðan upp við þau óvæntu tíðindi að þjóðin hafði samþykkt Brexit. Engir urðu jafn hissa og stjórnmálamennirnir sem reyndust ekki hafa neitt plan B. Forsætisráðherrann Theresa May fékk málið í fangið og keyrði það áfram af þrjósku einni saman. Með tímanum varð hún æ brjóstumkennanlegri, ein á berangri, tyggjandi frasa sína um að samningur sinn væri besti mögulegi samningur sem hægt væri að ná. Í reynd var þetta samningur sem svo að segja enginn kærði sig um, hvorki andstæðingar Evrópusambandsins né fylgjendur þess. Pólitískri píslargöngu forsætisráðherrans er senn lokið, og er það vel. Munurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit var svo lítill að þjóðin var klofin eftir úrslitin. Hún hefur verið það síðan, en þó ekki í jafn miklum mæli og í aðdraganda Brexit-kosningarinnar. Æ fleiri kjósendur hafa áttað sig á að þeir voru blekktir með lygaáróðri. Skoðanakannanir sýna að ef kosið yrði um málið á ný þá myndi þjóðin samþykkja áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Hin þrjóskufulla May hafnaði hvað eftir annað hugmyndum um nýjar kosningar um málið. Það skipti hana engu máli þótt stór hluti þjóðarinnar hefði áttað sig á þeim blekkingum sem beitt var. Brexit kallar fram hina siðferðilegu spurningu: Hvernig á að bregðast við ef þjóð hefur fengið að kjósa um mál og skiptir síðan um skoðun? Svar Theresu May virðist vera að þá megi þjóðin éta það sem úti frýs. Þessa dagana má með sanni segja um Breta að þar sé hnípin þjóð í vanda. Fyrst og fremst er um að kenna siðlausum og/eða duglausum stjórnmálamönnum. Þjóð verður að passa sig á því hvers konar fólk hún kýs yfir sig.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun