Falsfréttum dreift í Washington D.C. Andri Eysteinsson skrifar 16. janúar 2019 21:46 Falska blaðið er nauðalíkt hinni sönnu útgáfu Washington Post. Twitter/Ian Kullgren Falskri útgáfu Washington Post var í dag dreift víða um Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna. Blaðið var dagsett 1. maí 2019 og var forsíðufrétt blaðsins sú að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefði sagt af sér embætti forseta og hafi yfirgefið Hvíta húsið. Blaðið sem var nauðalíkt ósviknu Washington Post blaði var fullt af fréttum sem gagnrýndu forsetann. Washington Post greinir frá þessu í dag. Falsfréttirnar birtust ekki bara á blaði heldur líka á vefsíðu sem átti að líkjast vefsíðu Washington Post. Hið sanna Washington Post birti yfirlýsingu á Twitter síðu sinni þar sem greint var frá því að blaðið sem væri í dreifingu væri falskt. Hópur aktívista sem kallar sig Yes Men hafa stigið fram og sagt verknaðinn vera á þeirra vegum.There are fake print editions of The Washington Post being distributed around downtown DC, and we are aware of a website attempting to mimic The Post’s. They are not Post products, and we are looking into this. — Washington Post PR (@WashPostPR) January 16, 2019 Aðalfréttin í fölsku útgáfu Washington Post fjallaði, eins og áður sagði, um afsögn og flótta Donald Trump úr forsetaembættinu. Trump átti að hafa skilið eftir afsagnarbréf á servíettu í skrifstofu forsetans. Samkvæmt fréttinni hélt Trump því næst rakleitt til borgarinnar Yalta á Krímskaga. Samkvæmt Yes Men hópnum kostaði aðgerðin um 40.000 dali, 25.000 eintök voru prentuð en eingöngu var um 10.000 eintökum dreift. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fölskum dagblöðum er dreift af hópnum en sama var upp á teningunum árið 2008, skömmu eftir að Barack Obama var kosinn forseti. Þá var fölskum New York Times blöðum dreift. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Falskri útgáfu Washington Post var í dag dreift víða um Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna. Blaðið var dagsett 1. maí 2019 og var forsíðufrétt blaðsins sú að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefði sagt af sér embætti forseta og hafi yfirgefið Hvíta húsið. Blaðið sem var nauðalíkt ósviknu Washington Post blaði var fullt af fréttum sem gagnrýndu forsetann. Washington Post greinir frá þessu í dag. Falsfréttirnar birtust ekki bara á blaði heldur líka á vefsíðu sem átti að líkjast vefsíðu Washington Post. Hið sanna Washington Post birti yfirlýsingu á Twitter síðu sinni þar sem greint var frá því að blaðið sem væri í dreifingu væri falskt. Hópur aktívista sem kallar sig Yes Men hafa stigið fram og sagt verknaðinn vera á þeirra vegum.There are fake print editions of The Washington Post being distributed around downtown DC, and we are aware of a website attempting to mimic The Post’s. They are not Post products, and we are looking into this. — Washington Post PR (@WashPostPR) January 16, 2019 Aðalfréttin í fölsku útgáfu Washington Post fjallaði, eins og áður sagði, um afsögn og flótta Donald Trump úr forsetaembættinu. Trump átti að hafa skilið eftir afsagnarbréf á servíettu í skrifstofu forsetans. Samkvæmt fréttinni hélt Trump því næst rakleitt til borgarinnar Yalta á Krímskaga. Samkvæmt Yes Men hópnum kostaði aðgerðin um 40.000 dali, 25.000 eintök voru prentuð en eingöngu var um 10.000 eintökum dreift. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fölskum dagblöðum er dreift af hópnum en sama var upp á teningunum árið 2008, skömmu eftir að Barack Obama var kosinn forseti. Þá var fölskum New York Times blöðum dreift.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira