El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2019 23:12 Réttarhöldin hafa staðið yfir frá því í nóvember en önnur vitni hafa einnig sagt frá mikilli spillingu embættismanna í Mexíkó. Vísir/Getty Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, greiddi Enrique Pena Nieto, fyrrverandi forseta Mexíkó, hundrað milljónir dala í mútur. Þetta sagði vitni og fyrrverandi samstarfsmaður hans í réttarhöldunum yfir Guzman í New York í dag. Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El ChapoEl Chapo þykir háll sem áll en áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna, slapp hann tvisvar úr fangelsi í Mexíkó. Í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum. Vitnið, sem heitir Alex Cifuentes, segist hafa verið hægri handar maður Guzman um tíma. Þegar verjandi Guzman spurði hann í dag hvort hann hefði sagt yfirvöldum Bandaríkjanna frá mútunum sagði Cifuentes svo vera. Hann sagði forsetann hafa leitað til Guzman og farið fram á 250 milljónir dala. Hann sagði greiðslu hafa farið fram í október 2012, eftir að Nieto hafði verið kjörinn forseti en áður en hann sór embættiseið, samkvæmt Reuters.Þá sagði Cifuentes að Guzman hefði sagst hafa fengið skilaboð frá Nieto um að hann þyrfti ekki að lifa í felum lengur. Vert er að taka fram að forsetinn fyrrverandi hefur ávallt neitað því að hafa tekið við mútum frá glæpasamtökum. Guzman var upprunalega handsamaður árið 2014, þegar Nieto var forseti.Sjá einnig: Birtu myndband af handtöku El ChapoRéttarhöldin hafa staðið yfir frá því í nóvember en önnur vitni hafa einnig sagt frá mikilli spillingu embættismanna í Mexíkó. Annar meðlimur gengis Guzman sagði í fyrra að hann hefði greitt aðstoðarmanni núverandi forseta landsins milljónir dala í mútur árið 2005. Aðstoðarmaðurinn, Gabriel Regino, sem starfaði fyrir Lopez Obrador þegar hann var borgarstjóri Mexíkóborgar, segir ásakanirnar rangar. Bandaríkin Mexíkó Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, greiddi Enrique Pena Nieto, fyrrverandi forseta Mexíkó, hundrað milljónir dala í mútur. Þetta sagði vitni og fyrrverandi samstarfsmaður hans í réttarhöldunum yfir Guzman í New York í dag. Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El ChapoEl Chapo þykir háll sem áll en áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna, slapp hann tvisvar úr fangelsi í Mexíkó. Í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum. Vitnið, sem heitir Alex Cifuentes, segist hafa verið hægri handar maður Guzman um tíma. Þegar verjandi Guzman spurði hann í dag hvort hann hefði sagt yfirvöldum Bandaríkjanna frá mútunum sagði Cifuentes svo vera. Hann sagði forsetann hafa leitað til Guzman og farið fram á 250 milljónir dala. Hann sagði greiðslu hafa farið fram í október 2012, eftir að Nieto hafði verið kjörinn forseti en áður en hann sór embættiseið, samkvæmt Reuters.Þá sagði Cifuentes að Guzman hefði sagst hafa fengið skilaboð frá Nieto um að hann þyrfti ekki að lifa í felum lengur. Vert er að taka fram að forsetinn fyrrverandi hefur ávallt neitað því að hafa tekið við mútum frá glæpasamtökum. Guzman var upprunalega handsamaður árið 2014, þegar Nieto var forseti.Sjá einnig: Birtu myndband af handtöku El ChapoRéttarhöldin hafa staðið yfir frá því í nóvember en önnur vitni hafa einnig sagt frá mikilli spillingu embættismanna í Mexíkó. Annar meðlimur gengis Guzman sagði í fyrra að hann hefði greitt aðstoðarmanni núverandi forseta landsins milljónir dala í mútur árið 2005. Aðstoðarmaðurinn, Gabriel Regino, sem starfaði fyrir Lopez Obrador þegar hann var borgarstjóri Mexíkóborgar, segir ásakanirnar rangar.
Bandaríkin Mexíkó Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira