Milljarðar úr þörungum við Hellisheiðarvirkjun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. janúar 2019 07:00 Nýta aukaafurðir Hellisheiðarvirkjunar í Jarðhitagarði ON. Fréttablaðið/Ernir Smáþörungafyrirtækið Algaennovation Iceland ehf. er sagt munu velta sjö milljörðum króna fimm árum eftir að það tekur til starfa í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun. Að því er kemur fram í fundargerð bæjarráðs Ölfuss hefur Algaennovation Iceland sótt um fyrirgreiðslu hjá ívilnunarnefnd nýfjárfestinga. Samið hafi verið við alþjóðlega sprotafyrirtækið Algaennovation um aðstöðu og ýmis orkutengd aðföng fyrir ræktun smáþörunga í Jarðhitagarði ON. „Úr þörungunum verður framleitt fóður fyrir skepnur og hugsanlega til manneldis. Algaennovation er í eigu vísindamannanna sem stofnuðu fyrirtækið auk íslenskra fyrirtækja og fjárfesta,“ segir um áætlaða starfsemi fyrirtækisins. Bæjarráð Ölfuss segir verksmiðjuna geta orðið eina af stoðum atvinnulífs í sveitarfélaginu og gefur jákvæða umsögn um hana til ívilnunarnefndar. „Þá fellur verkefnið afar vel að áherslum sveitarfélagsins á umhverfisvænan léttiðnað, matvælavinnslu og fullnýtingu orku innan svæðisins,“ segir bæjarráðið enn fremur í bókun sinni um málið. Verkefnið styrki búsetu á svæðinu og efli innri gerð þess. „Þannig er gert ráð fyrir að eftir fimm ár muni árstekjur verksmiðjunnar verða um 70 milljónir dollara sem samsvarar um 7 milljörðum króna og störfin sem skapast verði að minnsta kosti 25 til 35. Í upphafi mun árleg framleiðsla hlaupa á tugum tonna en á sjötta ári verður framleiðslan komin í 900 tonn,“ dregur bæjarráðið upp í framtíðarmynd af starfsemi Algaennovation Iceland. Þá er útskýrt að Jarðhitagarður Orku náttúrunnar sé umgjörð um fjölbreytta starfsemi og stuðli að sem bestri nýtingu afurða og að jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun. Vinnslu rafmagns og heits vatns í Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun fylgja ýmsar aukaafurðir; vatn og gufur. „Efni í jarðgufunni á borð við kísil og jarðhitaloft geta verið verðmæt og við virkjunina er greiður aðgangur að fersku vatni og rafmagni sem unnið er í virkjuninni.“ Einnig er fjallað um málið í hafnafrettir.is, fréttabréfi Ölfuss. „Ástæða er til að hrósa þessu tiltekna fyrirtæki fyrir skilning á mikilvægi þess að vinna þétt og náið með samfélaginu og íbúum á svæðinu. Þannig hyggst fyrirtækið leita leiða til að manna störf með íbúum í nágrenni þess, kaupa þjónustu af fyrirtækjum þar og ýmislegt fleira,“ er þar haft eftir Elliða Vignissyni bæjarstjóra, sem er bjartsýnn fyrir hönd sveitarfélagsins og bætir við: „Framtíðin er björt og hamingjan á heimilisfesti í Ölfusi.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Ölfus Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Smáþörungafyrirtækið Algaennovation Iceland ehf. er sagt munu velta sjö milljörðum króna fimm árum eftir að það tekur til starfa í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun. Að því er kemur fram í fundargerð bæjarráðs Ölfuss hefur Algaennovation Iceland sótt um fyrirgreiðslu hjá ívilnunarnefnd nýfjárfestinga. Samið hafi verið við alþjóðlega sprotafyrirtækið Algaennovation um aðstöðu og ýmis orkutengd aðföng fyrir ræktun smáþörunga í Jarðhitagarði ON. „Úr þörungunum verður framleitt fóður fyrir skepnur og hugsanlega til manneldis. Algaennovation er í eigu vísindamannanna sem stofnuðu fyrirtækið auk íslenskra fyrirtækja og fjárfesta,“ segir um áætlaða starfsemi fyrirtækisins. Bæjarráð Ölfuss segir verksmiðjuna geta orðið eina af stoðum atvinnulífs í sveitarfélaginu og gefur jákvæða umsögn um hana til ívilnunarnefndar. „Þá fellur verkefnið afar vel að áherslum sveitarfélagsins á umhverfisvænan léttiðnað, matvælavinnslu og fullnýtingu orku innan svæðisins,“ segir bæjarráðið enn fremur í bókun sinni um málið. Verkefnið styrki búsetu á svæðinu og efli innri gerð þess. „Þannig er gert ráð fyrir að eftir fimm ár muni árstekjur verksmiðjunnar verða um 70 milljónir dollara sem samsvarar um 7 milljörðum króna og störfin sem skapast verði að minnsta kosti 25 til 35. Í upphafi mun árleg framleiðsla hlaupa á tugum tonna en á sjötta ári verður framleiðslan komin í 900 tonn,“ dregur bæjarráðið upp í framtíðarmynd af starfsemi Algaennovation Iceland. Þá er útskýrt að Jarðhitagarður Orku náttúrunnar sé umgjörð um fjölbreytta starfsemi og stuðli að sem bestri nýtingu afurða og að jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun. Vinnslu rafmagns og heits vatns í Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun fylgja ýmsar aukaafurðir; vatn og gufur. „Efni í jarðgufunni á borð við kísil og jarðhitaloft geta verið verðmæt og við virkjunina er greiður aðgangur að fersku vatni og rafmagni sem unnið er í virkjuninni.“ Einnig er fjallað um málið í hafnafrettir.is, fréttabréfi Ölfuss. „Ástæða er til að hrósa þessu tiltekna fyrirtæki fyrir skilning á mikilvægi þess að vinna þétt og náið með samfélaginu og íbúum á svæðinu. Þannig hyggst fyrirtækið leita leiða til að manna störf með íbúum í nágrenni þess, kaupa þjónustu af fyrirtækjum þar og ýmislegt fleira,“ er þar haft eftir Elliða Vignissyni bæjarstjóra, sem er bjartsýnn fyrir hönd sveitarfélagsins og bætir við: „Framtíðin er björt og hamingjan á heimilisfesti í Ölfusi.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Ölfus Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira