Sallaróleg í viðskiptaráðuneytinu með pólitíska óvissu yfirvofandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. janúar 2019 18:00 Salka Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður breska viðskiptaráðuneytisins, segir stemminguna afslappaða þar þrátt fyrir pólitísk stórtíðindi er varða Brexit. Mynd/aðsend Stórtíðinda er að vænta í Brexit málum innan fárra klukkustunda. Breskir þingmenn hefja atkvæðagreiðslu um umdeildan útgöngusáttmála Theresu May forsætisráðherra klukkan sjö og fastlega er reiknað með að hann verði felldur. Töluverð óvissa er um framhaldið. Þrátt fyrir einhvern stærsta áfangann í Brexit ævintýrinu segir Salka Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður í deild Brexitmála og fríverslunar í breska viðskiptaráðuneytinu, að þrátt fyrir allt séu starfsmenn ráðuneytisins óvenju afslappaðir. „Stemmingin er bara góð,“ segir hún. „Þetta Brexit ferli er búið að vera langt og margir pólitískir áfangar á leiðinni. Þetta er líklega stærsti áfanginn til þessa því nú kýs þingið um þennan samning sem búið er verið að semja um síðustu árin. Þetta eru kannski svolítið erfið tímamót þar sem kannanir sýna að samningurinn fer ekkert endilega í gegn. Við sem vinnum í ráðuneytunum bíðum bara eftir næstu fyrirmælum,“ segir Salka en hún áréttar að þetta séu hennar skoðanir og hún talar ekki fyrir hönd ráðuneytisins. Nokkrir möguleikar eru til staðar ef sáttmálinn verður felldur. Theresa May forsætisráðherra hefur varað við því að Bretland geti endað á því að ganga út án sáttmála eða að hætt verði við Brexit ef þingið fellir sáttmálann á eftir. Fjöldi fólks hefur mótmælt fyrir utan breska þingið í dag. Bæði fólk sem er fylgjandi Brexit og þau sem eru því andvíg.EPA/Andy Rain Salka telur að May muni reyna til þrautar að koma samkomulagi við Evrópusambandið í gegn um þingið þrátt fyrir að það verði fellt í kvöld. „Forsætisráðherrann hefur þrjá daga til þess að reyna að breyta samningnum og leggja hann aftur fyrir þingið ef hann verður felldur núna,“ segir hún. „það sem er erfitt við það er að Evrópusambandið er skýrt um að engu sé hægt að breyta. Þá er svo spurning hvort að hún nái breytingum fram og samningnum breyttum í gegn um þingið eða hvort að hún nái engum breytingum fram og þá endum við í svokölluðu „No Deal territory“.“ Salka telur ólíklegt að það verði af því að Bretland gangi út án samnings og trúir því að skapað verði svogrúm til að finna viðunandi lausnir. Hinsvegar skapist óvissuástand ef samningurinn verði felldur í kvöld og enn meiri óvissa ef stefnt verður að útgöngu án samnings. „Það hefur aldrei verið prófað áður og ekkert land áður farið úr Evrópusambandinu eða verið með svona sérstakt samband að þessu leiti. Sennilega þýðir það varðandi fríverslun að þú stólar á Alþjóðaviðskiptastofnunina og þá samninga sem eru þar á milli margra ríkja,“ segir hún. Aðrir þættir kunni að vera óljósari eins og meðhöndlun persónuupplýsinga og annarra gagna og innflutningur og dreifing á lyfjum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bein útsending: Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Stórtíðinda er að vænta í Brexit málum innan fárra klukkustunda. Breskir þingmenn hefja atkvæðagreiðslu um umdeildan útgöngusáttmála Theresu May forsætisráðherra klukkan sjö og fastlega er reiknað með að hann verði felldur. Töluverð óvissa er um framhaldið. Þrátt fyrir einhvern stærsta áfangann í Brexit ævintýrinu segir Salka Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður í deild Brexitmála og fríverslunar í breska viðskiptaráðuneytinu, að þrátt fyrir allt séu starfsmenn ráðuneytisins óvenju afslappaðir. „Stemmingin er bara góð,“ segir hún. „Þetta Brexit ferli er búið að vera langt og margir pólitískir áfangar á leiðinni. Þetta er líklega stærsti áfanginn til þessa því nú kýs þingið um þennan samning sem búið er verið að semja um síðustu árin. Þetta eru kannski svolítið erfið tímamót þar sem kannanir sýna að samningurinn fer ekkert endilega í gegn. Við sem vinnum í ráðuneytunum bíðum bara eftir næstu fyrirmælum,“ segir Salka en hún áréttar að þetta séu hennar skoðanir og hún talar ekki fyrir hönd ráðuneytisins. Nokkrir möguleikar eru til staðar ef sáttmálinn verður felldur. Theresa May forsætisráðherra hefur varað við því að Bretland geti endað á því að ganga út án sáttmála eða að hætt verði við Brexit ef þingið fellir sáttmálann á eftir. Fjöldi fólks hefur mótmælt fyrir utan breska þingið í dag. Bæði fólk sem er fylgjandi Brexit og þau sem eru því andvíg.EPA/Andy Rain Salka telur að May muni reyna til þrautar að koma samkomulagi við Evrópusambandið í gegn um þingið þrátt fyrir að það verði fellt í kvöld. „Forsætisráðherrann hefur þrjá daga til þess að reyna að breyta samningnum og leggja hann aftur fyrir þingið ef hann verður felldur núna,“ segir hún. „það sem er erfitt við það er að Evrópusambandið er skýrt um að engu sé hægt að breyta. Þá er svo spurning hvort að hún nái breytingum fram og samningnum breyttum í gegn um þingið eða hvort að hún nái engum breytingum fram og þá endum við í svokölluðu „No Deal territory“.“ Salka telur ólíklegt að það verði af því að Bretland gangi út án samnings og trúir því að skapað verði svogrúm til að finna viðunandi lausnir. Hinsvegar skapist óvissuástand ef samningurinn verði felldur í kvöld og enn meiri óvissa ef stefnt verður að útgöngu án samnings. „Það hefur aldrei verið prófað áður og ekkert land áður farið úr Evrópusambandinu eða verið með svona sérstakt samband að þessu leiti. Sennilega þýðir það varðandi fríverslun að þú stólar á Alþjóðaviðskiptastofnunina og þá samninga sem eru þar á milli margra ríkja,“ segir hún. Aðrir þættir kunni að vera óljósari eins og meðhöndlun persónuupplýsinga og annarra gagna og innflutningur og dreifing á lyfjum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bein útsending: Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Bein útsending: Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00
Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00
Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00