Family Guy hverfur frá bröndurum um hinsegin fólk Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 13:30 Griffin-fjölskyldan hefur notið mikilla vinsælda undanfarna tvo áratugi. IMDB Aðstandendur bandaríska teiknimyndaþáttarins Family Guy hafa ákveðið að hörfa frá öllum bröndurum sem varða hinsegin fólk. Einn af framleiðendum þáttanna, Alec Sulkin, sagði þetta í viðtali við TVLine en þar var hann spurður í atriði í þáttunum þar sem aðalsöguhetjan, Peter Griffin, segir við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, að handritshöfundarnir væru að reyna að láta slíka brandara hverfa úr þáttunum hægt og rólega. Sulkin sagði að ef þættirnir frá árunum 2005 til 2006 yrðu bornir saman við þættina frá því í fyrra og í ár þá myndu áhorfendur taka eftir einhverjum mun. Áður fyrr þótti ekkert tiltökumál að grínast með tiltekin málefni en þeir sem gera Family Guy séu meðvitaðri í dag um hvað sé ekki við hæfi. Annar af framleiðendum Family Guy bendir á að þættirnir hafi verið í sýningu í 20 ár, voru frumsýndir árið 1999, og samfélagið hafi sannarlega breyst á þessum tíma. Hann segist aðeins vita um eina þáttaröð sem hefur verið lengur í sýningu, en það eru þættirnir um Simpsons-fjölskylduna. Í október síðastliðnum var greint frá því að handritshöfundar The Simpsons hafi íhugað að skrifa búðareigandann Apu úr þáttunum sem hefur hlotið mikla gagnrýni undanfarið. Er Apu af indverskum uppruna og sögð holdgervingur allra staðalímynda sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurasíska innflytjendur. Framleiðendur Family Guy segjast ekki hafa gert þetta af ótta við að harða gagnrýni frá samfélaginu. Þeir hafi einfaldlega sjálfir þroskast með samfélaginu. Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Aðstandendur bandaríska teiknimyndaþáttarins Family Guy hafa ákveðið að hörfa frá öllum bröndurum sem varða hinsegin fólk. Einn af framleiðendum þáttanna, Alec Sulkin, sagði þetta í viðtali við TVLine en þar var hann spurður í atriði í þáttunum þar sem aðalsöguhetjan, Peter Griffin, segir við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, að handritshöfundarnir væru að reyna að láta slíka brandara hverfa úr þáttunum hægt og rólega. Sulkin sagði að ef þættirnir frá árunum 2005 til 2006 yrðu bornir saman við þættina frá því í fyrra og í ár þá myndu áhorfendur taka eftir einhverjum mun. Áður fyrr þótti ekkert tiltökumál að grínast með tiltekin málefni en þeir sem gera Family Guy séu meðvitaðri í dag um hvað sé ekki við hæfi. Annar af framleiðendum Family Guy bendir á að þættirnir hafi verið í sýningu í 20 ár, voru frumsýndir árið 1999, og samfélagið hafi sannarlega breyst á þessum tíma. Hann segist aðeins vita um eina þáttaröð sem hefur verið lengur í sýningu, en það eru þættirnir um Simpsons-fjölskylduna. Í október síðastliðnum var greint frá því að handritshöfundar The Simpsons hafi íhugað að skrifa búðareigandann Apu úr þáttunum sem hefur hlotið mikla gagnrýni undanfarið. Er Apu af indverskum uppruna og sögð holdgervingur allra staðalímynda sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurasíska innflytjendur. Framleiðendur Family Guy segjast ekki hafa gert þetta af ótta við að harða gagnrýni frá samfélaginu. Þeir hafi einfaldlega sjálfir þroskast með samfélaginu.
Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið