Stjórnin svarar Einari: Umsækjendur um listamannalaun bera sjálfir ábyrgð á umsókninni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2019 10:17 Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar Launasjóðs listamanna. fbl/Eyþór Stjórn Launasjóðs listamanna segir rafrænar umsóknir um listamannalaun ekki marktækar fyrr en þær hafi verið sendar sjóðnum með fullnægjandi hætti og umsækjendur beri sjálfir ábyrgð á því að umsóknir skili sér. Þá segist stjórnin bera fullt traust til úthlutunarnefnda sjóðsins í kjölfar umræðu sem farið hefur af stað vegna úthlutunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnarinnar til fjölmiðla sem send var út í morgun.Einar Kárason fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár.Vísir/GVATilefni tilkynningarinnar er vafalaust óánægja rithöfundarins Einars Kárasonar sem fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár en hann segist þrátt fyrir það hafa sent inn umsókn þess efnis í september síðastliðnum. Einar greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni um helgina og upplýsti þar um póst sem hann fékk frá formanni stjórnar Launasjóðs listamanna, Bryndísi Loftsdóttur, þar sem honum var greint frá því að umsókn hans hefði ekki borist. Í tilkynningu frá stjórninni vegna málsins, sem Bryndís sjálf skrifar undir, segir að umsækjendur beri sjálfir ábyrgð á því að umsóknir skili sér. Að þessu leyti sé þetta sambærilegt öðrum sjóðum tengdum vísindum og listum í umsjá Rannís. „Vegna umræðu sem fram hefur farið í kjölfar úthlutunar úr Launasjóði listamanna vill stjórn sjóðsins taka fram að rafrænar umsóknir eru ekki taldar lögformlega marktækar fyrr en þær hafa verið sendar til sjóðsins með fullnægjandi hætti. Umsækjendur fá sjálfkrafa afrit af umsókn sinni eftir að hún hefur verið send inn og bera ábyrgð á því að umsókn hafi skilað sér. Aðeins fullkláraðar og innsendar umsóknir eru teknar til meðferðar hjá úthlutunarnefndum.“ Í tilkynningu er jafnframt vísað í 6. grein reglugerðar um listamannalaun. Þar segir að við veitingu starfslauna og styrkja úr öllum sjóðum skuli úthlutunarnefndir gæta þess vandlega að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun og ákvarðanir séu ávallt reistar á faglegum sjónarmiðum.Þá ítrekar stjórnin fullt traust til úthlutunarnefnda Launasjóðs listamanna. Bókmenntir Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Segir nefndina fullyrða að hann hafi ekki sótt um listamannalaun Einar Kárason rithöfundur hefur ekki farið í felur með ósætti sitt vegna úthlutunar listamannalauna í ár. 13. janúar 2019 23:31 Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53 Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Stjórn Launasjóðs listamanna segir rafrænar umsóknir um listamannalaun ekki marktækar fyrr en þær hafi verið sendar sjóðnum með fullnægjandi hætti og umsækjendur beri sjálfir ábyrgð á því að umsóknir skili sér. Þá segist stjórnin bera fullt traust til úthlutunarnefnda sjóðsins í kjölfar umræðu sem farið hefur af stað vegna úthlutunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnarinnar til fjölmiðla sem send var út í morgun.Einar Kárason fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár.Vísir/GVATilefni tilkynningarinnar er vafalaust óánægja rithöfundarins Einars Kárasonar sem fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár en hann segist þrátt fyrir það hafa sent inn umsókn þess efnis í september síðastliðnum. Einar greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni um helgina og upplýsti þar um póst sem hann fékk frá formanni stjórnar Launasjóðs listamanna, Bryndísi Loftsdóttur, þar sem honum var greint frá því að umsókn hans hefði ekki borist. Í tilkynningu frá stjórninni vegna málsins, sem Bryndís sjálf skrifar undir, segir að umsækjendur beri sjálfir ábyrgð á því að umsóknir skili sér. Að þessu leyti sé þetta sambærilegt öðrum sjóðum tengdum vísindum og listum í umsjá Rannís. „Vegna umræðu sem fram hefur farið í kjölfar úthlutunar úr Launasjóði listamanna vill stjórn sjóðsins taka fram að rafrænar umsóknir eru ekki taldar lögformlega marktækar fyrr en þær hafa verið sendar til sjóðsins með fullnægjandi hætti. Umsækjendur fá sjálfkrafa afrit af umsókn sinni eftir að hún hefur verið send inn og bera ábyrgð á því að umsókn hafi skilað sér. Aðeins fullkláraðar og innsendar umsóknir eru teknar til meðferðar hjá úthlutunarnefndum.“ Í tilkynningu er jafnframt vísað í 6. grein reglugerðar um listamannalaun. Þar segir að við veitingu starfslauna og styrkja úr öllum sjóðum skuli úthlutunarnefndir gæta þess vandlega að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun og ákvarðanir séu ávallt reistar á faglegum sjónarmiðum.Þá ítrekar stjórnin fullt traust til úthlutunarnefnda Launasjóðs listamanna.
Bókmenntir Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Segir nefndina fullyrða að hann hafi ekki sótt um listamannalaun Einar Kárason rithöfundur hefur ekki farið í felur með ósætti sitt vegna úthlutunar listamannalauna í ár. 13. janúar 2019 23:31 Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53 Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Segir nefndina fullyrða að hann hafi ekki sótt um listamannalaun Einar Kárason rithöfundur hefur ekki farið í felur með ósætti sitt vegna úthlutunar listamannalauna í ár. 13. janúar 2019 23:31
Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53
Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30