Heimilislaus maður kom NFL-leikmanni til bjargar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2019 22:00 Þetta er hann Dave. Skjámynd/41 Action News Það snjóaði í Kansas City um helgina og það voru ekki bara áhorfendur sem áttu í vandræðum með að komast á völlinn. Sumir leikmenn lentu í vandræðum og einn þeirra fékk hjálp úr óvæntri átt. Lið Kansas City Chiefs er komið alla leið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í úrslitakeppni NFL sem er besti árangur félagsins í meira en aldarfjórðung. Kansas City Chiefs vann Indianapolis Colts í úrslitakeppni NFL um helgina en það voru vandræði á einum leikmanni liðsins fyrr um daginn. Hetja helgarinnar í Kansas City reyndist vera heimilislaus maður sem var tilbúinn að hjálpa nánunganum. Heimilismaður kom nefnilega einum leikmanni Kansas City Chiefs til bjargar á leiðinni í leikinn á móti Colts. Sá hafði fest bílinn sinn í snjónum. Umræddur leikmaður heitir Jeff Allen og spilar í sóknarlínu Kansas City Chiefs liðsins. Allen komst í leikinn í tíma og aðstoðaði liðsfélaga sína við að vinna öruggan 31-13 sigur á Colts.Homeless man gets three AFC championship tickets after helping a Chiefs player stuck in the snowhttps://t.co/fRcQ5Ck1Os — Post Sports (@PostSports) January 14, 2019Eftir leikinn kom Jeff Allen á Twitter og sagði frá þessum hjálpsama manni og bað um hjálp netverja til að finna hann aftur. Eina sem hann vissi var að hann hélti Dave og að hann keyri um á 97 eða 98 árgerð af svörtum Suburban. Jeff Allen ætlaði nefnilega að bjóða honum á næsta leik sem er á móti New England Patriots um næstu helgi. Maðurinn fannst á lokum og þá kom í ljós að hann var heimilislaus en jafnframt að hann hafi ekkert verið að pæla í því hvort Jeff Allen væri leikmaður Kansas City Chiefs eða ekki. Hann sá bara fólk í vandræðum í snjónum og vissi að hann gæti hjálpað til. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Dave, óvæntustu hetju helgarinnar í Kansas City.Update: Despite the recent influx in people changing their name to Dave in the KC area lol, I was actually able to track down the Dave that helped me thanks to the power of social media and #ChiefsKindgom. Thanks for your kindness https://t.co/e4OkEg6AAw — Jeff Allen (@JeffAllen71) January 13, 2019 NFL Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Það snjóaði í Kansas City um helgina og það voru ekki bara áhorfendur sem áttu í vandræðum með að komast á völlinn. Sumir leikmenn lentu í vandræðum og einn þeirra fékk hjálp úr óvæntri átt. Lið Kansas City Chiefs er komið alla leið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í úrslitakeppni NFL sem er besti árangur félagsins í meira en aldarfjórðung. Kansas City Chiefs vann Indianapolis Colts í úrslitakeppni NFL um helgina en það voru vandræði á einum leikmanni liðsins fyrr um daginn. Hetja helgarinnar í Kansas City reyndist vera heimilislaus maður sem var tilbúinn að hjálpa nánunganum. Heimilismaður kom nefnilega einum leikmanni Kansas City Chiefs til bjargar á leiðinni í leikinn á móti Colts. Sá hafði fest bílinn sinn í snjónum. Umræddur leikmaður heitir Jeff Allen og spilar í sóknarlínu Kansas City Chiefs liðsins. Allen komst í leikinn í tíma og aðstoðaði liðsfélaga sína við að vinna öruggan 31-13 sigur á Colts.Homeless man gets three AFC championship tickets after helping a Chiefs player stuck in the snowhttps://t.co/fRcQ5Ck1Os — Post Sports (@PostSports) January 14, 2019Eftir leikinn kom Jeff Allen á Twitter og sagði frá þessum hjálpsama manni og bað um hjálp netverja til að finna hann aftur. Eina sem hann vissi var að hann hélti Dave og að hann keyri um á 97 eða 98 árgerð af svörtum Suburban. Jeff Allen ætlaði nefnilega að bjóða honum á næsta leik sem er á móti New England Patriots um næstu helgi. Maðurinn fannst á lokum og þá kom í ljós að hann var heimilislaus en jafnframt að hann hafi ekkert verið að pæla í því hvort Jeff Allen væri leikmaður Kansas City Chiefs eða ekki. Hann sá bara fólk í vandræðum í snjónum og vissi að hann gæti hjálpað til. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Dave, óvæntustu hetju helgarinnar í Kansas City.Update: Despite the recent influx in people changing their name to Dave in the KC area lol, I was actually able to track down the Dave that helped me thanks to the power of social media and #ChiefsKindgom. Thanks for your kindness https://t.co/e4OkEg6AAw — Jeff Allen (@JeffAllen71) January 13, 2019
NFL Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira