Störukeppni er til lítils Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. janúar 2019 06:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. vísir/vilhelm „Það er til lítils að vera í viðræðum sem ekkert þokast áfram á meðan launþegar tapa segir formaður VR. Til greina kemur að stéttarfélögin fjögur, sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara, muni slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef enginn árangur næst á sáttafundi á morgun. „Það hljóta allir að gera sér grein fyrir því að ef ekkert þokast í viðræðunum þá verðum við að gera eitthvað til að ýta þeim áfram,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Verði það niðurstaðan að fundi loknum að lítið hafi þokast munu félögin skoða það alvarlega að slíta viðræðunum formlega. Ragnar segir að það liggi í hlutarins eðli að lagt verði upp með aðgerðaáætlun um það hvernig hægt sé að þrýsta á að „kröfum um mannsæmandi lífskjör verði mætt“. Þegar samningaviðræður stóðu yfir fyrir þremur árum samþykkti félagið verkfall en ekki kom til þess. Aðspurður hvort ekki sé fullsnemmt að slíta sáttaviðræðum formlega segir Ragnar Þór að það hafi ekkert upp á sig að standa í viðræðum sem ekkert þokast áfram. Mikilvægt sé að fá hreyfingu á þær. „Það eru engin átök í kortunum nema félagsmenn ákveði og samþykki að fara í slíkt. Það er ekki ákvörðun formanna eða samninganefnda. Við vinnum eftir kröfum sem félagsmenn samþykktu en enn sem komið er höfum við ekki fengið sýnileg viðbrögð. Það er til lítils að standa í einhverri störukeppni,“ segir Ragnar. Formaðurinn segir að með hverjum mánuði sem samningar dragast verði launþegar af þremur til fjórum milljörðum. Sú tala miðast við kröfugerðir félaganna. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
„Það er til lítils að vera í viðræðum sem ekkert þokast áfram á meðan launþegar tapa segir formaður VR. Til greina kemur að stéttarfélögin fjögur, sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara, muni slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef enginn árangur næst á sáttafundi á morgun. „Það hljóta allir að gera sér grein fyrir því að ef ekkert þokast í viðræðunum þá verðum við að gera eitthvað til að ýta þeim áfram,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Verði það niðurstaðan að fundi loknum að lítið hafi þokast munu félögin skoða það alvarlega að slíta viðræðunum formlega. Ragnar segir að það liggi í hlutarins eðli að lagt verði upp með aðgerðaáætlun um það hvernig hægt sé að þrýsta á að „kröfum um mannsæmandi lífskjör verði mætt“. Þegar samningaviðræður stóðu yfir fyrir þremur árum samþykkti félagið verkfall en ekki kom til þess. Aðspurður hvort ekki sé fullsnemmt að slíta sáttaviðræðum formlega segir Ragnar Þór að það hafi ekkert upp á sig að standa í viðræðum sem ekkert þokast áfram. Mikilvægt sé að fá hreyfingu á þær. „Það eru engin átök í kortunum nema félagsmenn ákveði og samþykki að fara í slíkt. Það er ekki ákvörðun formanna eða samninganefnda. Við vinnum eftir kröfum sem félagsmenn samþykktu en enn sem komið er höfum við ekki fengið sýnileg viðbrögð. Það er til lítils að standa í einhverri störukeppni,“ segir Ragnar. Formaðurinn segir að með hverjum mánuði sem samningar dragast verði launþegar af þremur til fjórum milljörðum. Sú tala miðast við kröfugerðir félaganna.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira