Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2019 20:51 Trump og Erdogan á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í fyrra. EPA/OLIVIER HOSLET Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. Áður en forsetarnir ræddu saman í síma í dag hafði Trump hótað því að leggja efnahag Tyrklands í rúst ef Tyrkir myndu ráðast á Kúrdana, sem hafa verið dyggir bandamenn Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, gaf út yfirlýsingu um símtal forsetanna og sagði Trump hafa rætt við Erdogan um að þeir störfuðu saman að því að vinna í þeim áhyggjum sem Tyrkir hafa af norðurhluta Sýrlands. Embættismenn í Tyrklandi segja þá hafa talað saman um að skapa öryggisvæði í norðurhluta Sýrlands og hvað eigi að verða um borgina Manbij í Sýrlandi, sem Tyrkir hafa lengi viljað hertaka af Kúrdum, sem tóku borgina af ISIS-liðum. Bandarískir og franskir hermenn voru sendir til borgarinnar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir árás Tyrkja á hana.Þó sýrlenskir Kúrdar séu bandamenn Bandaríkjanna, líta yfirvöld í Tyrklandi á þá sem hryðjuverkamenn vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi. Að undanförnu hafa Tyrkir ítrekað hótað því að gera þriðju innrásina í Sýrland og ráðast á Kúrda, sem þeir gerðu áður í Afrin-héraði.Sjá einnig: Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekkiHershöfðinginn Joseph Dunford, formaður hershöfðingjaráðs Hvíta hússins, mun funda með yfirmanni hershöfðingjaráðs Tyrklands á morgun. Þeir munu ræða stöðu mála í Sýrlandi, samkvæmt Politico.Trump tók þá ákvörðun í síðasta mánuði að kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi og gerði hann það eftir að hafa rætt við Erdogan í síma. Ákvörðunin var tekin þvert á vilja og ráðleggingar ráðgjafa sinna og ráðherra. Jim Mattis, dómsmálaráðherra, sagði af sér vegna ákvörðunarinnar. Kúrdar líta á ákvörðunina sem svik og óttast innrás Tyrkja, upprisu Íslamska ríkisins, sem enn er talið eiga tugi þúsunda vígamanna í Sýrlandi og Írak, og jafnvel hernaðaraðgerðir stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þó hafa YPG leitað á náðir Assad-liða og Rússa, sem eru sömuleiðis andvígir innrás Tyrkja. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan neitaði að hitta Bolton Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. 8. janúar 2019 12:10 Hótar að leggja efnahag Tyrklands í rúst Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að leggja efnahag Tyrklands í rúst, ráðist þeir gegn Kúrdum í Sýrlandi, eftir að Bandaríkjamenn draga herlið sitt til baka þar í landi eins og Trump hefur boðað. 14. janúar 2019 07:15 Pompeo bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi Kúrda Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. 13. janúar 2019 08:57 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. Áður en forsetarnir ræddu saman í síma í dag hafði Trump hótað því að leggja efnahag Tyrklands í rúst ef Tyrkir myndu ráðast á Kúrdana, sem hafa verið dyggir bandamenn Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, gaf út yfirlýsingu um símtal forsetanna og sagði Trump hafa rætt við Erdogan um að þeir störfuðu saman að því að vinna í þeim áhyggjum sem Tyrkir hafa af norðurhluta Sýrlands. Embættismenn í Tyrklandi segja þá hafa talað saman um að skapa öryggisvæði í norðurhluta Sýrlands og hvað eigi að verða um borgina Manbij í Sýrlandi, sem Tyrkir hafa lengi viljað hertaka af Kúrdum, sem tóku borgina af ISIS-liðum. Bandarískir og franskir hermenn voru sendir til borgarinnar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir árás Tyrkja á hana.Þó sýrlenskir Kúrdar séu bandamenn Bandaríkjanna, líta yfirvöld í Tyrklandi á þá sem hryðjuverkamenn vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi. Að undanförnu hafa Tyrkir ítrekað hótað því að gera þriðju innrásina í Sýrland og ráðast á Kúrda, sem þeir gerðu áður í Afrin-héraði.Sjá einnig: Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekkiHershöfðinginn Joseph Dunford, formaður hershöfðingjaráðs Hvíta hússins, mun funda með yfirmanni hershöfðingjaráðs Tyrklands á morgun. Þeir munu ræða stöðu mála í Sýrlandi, samkvæmt Politico.Trump tók þá ákvörðun í síðasta mánuði að kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi og gerði hann það eftir að hafa rætt við Erdogan í síma. Ákvörðunin var tekin þvert á vilja og ráðleggingar ráðgjafa sinna og ráðherra. Jim Mattis, dómsmálaráðherra, sagði af sér vegna ákvörðunarinnar. Kúrdar líta á ákvörðunina sem svik og óttast innrás Tyrkja, upprisu Íslamska ríkisins, sem enn er talið eiga tugi þúsunda vígamanna í Sýrlandi og Írak, og jafnvel hernaðaraðgerðir stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þó hafa YPG leitað á náðir Assad-liða og Rússa, sem eru sömuleiðis andvígir innrás Tyrkja.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan neitaði að hitta Bolton Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. 8. janúar 2019 12:10 Hótar að leggja efnahag Tyrklands í rúst Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að leggja efnahag Tyrklands í rúst, ráðist þeir gegn Kúrdum í Sýrlandi, eftir að Bandaríkjamenn draga herlið sitt til baka þar í landi eins og Trump hefur boðað. 14. janúar 2019 07:15 Pompeo bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi Kúrda Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. 13. janúar 2019 08:57 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Erdogan neitaði að hitta Bolton Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. 8. janúar 2019 12:10
Hótar að leggja efnahag Tyrklands í rúst Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að leggja efnahag Tyrklands í rúst, ráðist þeir gegn Kúrdum í Sýrlandi, eftir að Bandaríkjamenn draga herlið sitt til baka þar í landi eins og Trump hefur boðað. 14. janúar 2019 07:15
Pompeo bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi Kúrda Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. 13. janúar 2019 08:57
„Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45
Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05