Pólitískur ofsi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. janúar 2019 07:00 Braggamálið svonefnda er óskemmtilegt dæmi um óstjórnlegt bruðl og vítaverðan skort á eftirliti í stjórnsýslunni. Sem æðsti yfirmaður borgarinnar ber borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, ábyrgð í málinu, þótt langt í frá sé hægt að klína á hann allri sök. Engin ástæða er þó til að hann segi af sér vegna málsins, enda hefur hann ekki aðhafst nokkuð glæpsamlegt eða refsivert. Þáttur borgarstjórans er þó svo ríkur að það var bæði sjálfsögð og eðlileg krafa að hann viki úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, sem sæti átti í hópnum, vildi að hlutlaus aðili tæki sæti borgarstjóra í nefndinni. Það var skynsamleg tillaga, eins og Dagur B. Eggertsson hefði átt að gera sér glögga grein fyrir. Hann hefði betur brugðist við samkvæmt því. Í staðinn neitaði hann að víkja og Hildur ákvað að hverfa úr nefndinni. Það kom ekki á óvart að borgarstjóri skyldi ekki sjá ástæðu til þess að draga sig úr hinum þriggja manni hópi. Alltaf geta kjósendur verið næsta vissir um að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, komi sér undan því að gangast við ábyrgð sinni og viðurkenna mistök. Dagur B. Eggertsson er engin undantekning frá því. Hann gerði ekki það sem hefði verið langskynsamlegast fyrir hann í stöðunni; að gangast við ábyrgð með því að víkja úr nefndinni. Það hefði orðið honum til álitsauka. Fjölda dæma má finna um að opinberar framkvæmdir hafi farið úr böndum og kostnaður reynst allur annar og mun meiri en lagt var upp með. Braggamálið er slæmt dæmi um slíkt og borgarstjórinn er í hópi þeirra sem þar gerðu mistök. Hildur Björnsdóttir sýndi þá sanngirni að benda á að það hefði ekki verið viljandi, hún sagði um óviljaverk að ræða. Alltof sjaldan er sanngirni við völd í íslenskum stjórnmálum, en þessi orð Hildar minna á að hún fyrirfinnst þar stundum Það er hins vegar enga sanngirni að finna í tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, og Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, um að vísa skýrslu Innri endurskoðunar um framkvæmdir við braggann til héraðssaksóknara. Sú gjörð lyktar langar leiðir af pólitískri heift. Offors og heift í garð pólitískra andstæðinga er ekkert nýtt. Í pólitík þykir sjálfsagt að höggva til andstæðingsins gefist á því færi. Ríkar ástæður þurfa ekki endilega að vera fyrir hendi, það nægir einfaldlega að andstæðingurinn liggi vel við höggi. Um leið er ekki tekið nokkurt tillit til þess sem er sanngjarnt eða rétt. Í hita leiksins er það ekki talið skipta neinu máli. Það á einmitt við um tillögu fulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins, sem byggist ekki á rökum og staðreyndum heldur á óskhyggju um misferli pólitískra andstæðinga sem þeir vilja ólmir koma frá völdum. Tillagan er þeim sem að henni standa til lítils sóma, enda ber hún fyrst og fremst vott um pólitískan ofsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Braggamálið svonefnda er óskemmtilegt dæmi um óstjórnlegt bruðl og vítaverðan skort á eftirliti í stjórnsýslunni. Sem æðsti yfirmaður borgarinnar ber borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, ábyrgð í málinu, þótt langt í frá sé hægt að klína á hann allri sök. Engin ástæða er þó til að hann segi af sér vegna málsins, enda hefur hann ekki aðhafst nokkuð glæpsamlegt eða refsivert. Þáttur borgarstjórans er þó svo ríkur að það var bæði sjálfsögð og eðlileg krafa að hann viki úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, sem sæti átti í hópnum, vildi að hlutlaus aðili tæki sæti borgarstjóra í nefndinni. Það var skynsamleg tillaga, eins og Dagur B. Eggertsson hefði átt að gera sér glögga grein fyrir. Hann hefði betur brugðist við samkvæmt því. Í staðinn neitaði hann að víkja og Hildur ákvað að hverfa úr nefndinni. Það kom ekki á óvart að borgarstjóri skyldi ekki sjá ástæðu til þess að draga sig úr hinum þriggja manni hópi. Alltaf geta kjósendur verið næsta vissir um að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, komi sér undan því að gangast við ábyrgð sinni og viðurkenna mistök. Dagur B. Eggertsson er engin undantekning frá því. Hann gerði ekki það sem hefði verið langskynsamlegast fyrir hann í stöðunni; að gangast við ábyrgð með því að víkja úr nefndinni. Það hefði orðið honum til álitsauka. Fjölda dæma má finna um að opinberar framkvæmdir hafi farið úr böndum og kostnaður reynst allur annar og mun meiri en lagt var upp með. Braggamálið er slæmt dæmi um slíkt og borgarstjórinn er í hópi þeirra sem þar gerðu mistök. Hildur Björnsdóttir sýndi þá sanngirni að benda á að það hefði ekki verið viljandi, hún sagði um óviljaverk að ræða. Alltof sjaldan er sanngirni við völd í íslenskum stjórnmálum, en þessi orð Hildar minna á að hún fyrirfinnst þar stundum Það er hins vegar enga sanngirni að finna í tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, og Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, um að vísa skýrslu Innri endurskoðunar um framkvæmdir við braggann til héraðssaksóknara. Sú gjörð lyktar langar leiðir af pólitískri heift. Offors og heift í garð pólitískra andstæðinga er ekkert nýtt. Í pólitík þykir sjálfsagt að höggva til andstæðingsins gefist á því færi. Ríkar ástæður þurfa ekki endilega að vera fyrir hendi, það nægir einfaldlega að andstæðingurinn liggi vel við höggi. Um leið er ekki tekið nokkurt tillit til þess sem er sanngjarnt eða rétt. Í hita leiksins er það ekki talið skipta neinu máli. Það á einmitt við um tillögu fulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins, sem byggist ekki á rökum og staðreyndum heldur á óskhyggju um misferli pólitískra andstæðinga sem þeir vilja ólmir koma frá völdum. Tillagan er þeim sem að henni standa til lítils sóma, enda ber hún fyrst og fremst vott um pólitískan ofsa.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun