Hnignun kolaiðnaðarins heldur áfram þrátt fyrir fyrirheit Trump Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2019 11:48 Kolaorkuver í Bandaríkjunum hafa átt undir högg að sækja, ekki síst vegna ódýrs jarðgass sem hefur flætt út á markaðinn undanfarin ár. Vísir/Getty Fleiri kolaorkuverum hefur verið lokað í Bandaríkjunum á fyrri helmingi kjörtímabils Donalds Trump forseta en á öllu fyrra kjörtímabili Baracks Obama þrátt fyrir markvissar tilraunir Trump til að blása lífi í hnignandi kolaiðnaðinn. Uppgangur í jarðgasi og endurnýjanlegum orkugjöfum hefur kippt fótunum undan kolaorkuverkunum. Alls var kolaorkuverum sem framleiddu meira en 23.500 megavött orku lokað frá 2017 til 2018 samkvæmt gögnum Reuters-fréttastofunnar og Orkuupplýsingastofnunar Bandaríkjanna. Til samanburðar hurfu 14.900 megavött kolaorku frá 2009 til 2012, fyrsta kjörtímabil Obama þáverandi forseta. Trump forseti lofaði að endurvekja kolaiðnaðinn í kosningabaráttu sinni. Ríkisstjórn hans hefur afnumið fjölda umhverfis- og loftslagsreglna sem settar voru í tíð Obama til að auðvelda kolaorkuverum lífið. Engu að síður var samdrátturinn í kolaorku í fyrra sá annar mesti í sögunni á eftir árinu 2015 þegar Obama var enn forseti. Ekki sér fyrir endann á hnignun kolaiðnaðarins. Orkufyrirtækin segja ætla að loka verum sem framleiða samtals 8.422 megavött á þessu ári. Á móti ætla þau að bæta við vind-, sólar- og gasorku. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Fleiri kolaorkuverum hefur verið lokað í Bandaríkjunum á fyrri helmingi kjörtímabils Donalds Trump forseta en á öllu fyrra kjörtímabili Baracks Obama þrátt fyrir markvissar tilraunir Trump til að blása lífi í hnignandi kolaiðnaðinn. Uppgangur í jarðgasi og endurnýjanlegum orkugjöfum hefur kippt fótunum undan kolaorkuverkunum. Alls var kolaorkuverum sem framleiddu meira en 23.500 megavött orku lokað frá 2017 til 2018 samkvæmt gögnum Reuters-fréttastofunnar og Orkuupplýsingastofnunar Bandaríkjanna. Til samanburðar hurfu 14.900 megavött kolaorku frá 2009 til 2012, fyrsta kjörtímabil Obama þáverandi forseta. Trump forseti lofaði að endurvekja kolaiðnaðinn í kosningabaráttu sinni. Ríkisstjórn hans hefur afnumið fjölda umhverfis- og loftslagsreglna sem settar voru í tíð Obama til að auðvelda kolaorkuverum lífið. Engu að síður var samdrátturinn í kolaorku í fyrra sá annar mesti í sögunni á eftir árinu 2015 þegar Obama var enn forseti. Ekki sér fyrir endann á hnignun kolaiðnaðarins. Orkufyrirtækin segja ætla að loka verum sem framleiða samtals 8.422 megavött á þessu ári. Á móti ætla þau að bæta við vind-, sólar- og gasorku.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17