Allir græða Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. janúar 2019 07:00 Íslendingar hafa venjulega nokkuð gaman af að monta sig af því þegar þeir fara fram úr öðrum þjóðum. Þeir ættu þó ekki að hreykja sér af þeirri staðreynd að þeir vinna meir en flestar nágrannaþjóðir þeirra. Vissulega er það svo að enginn þrífst verulega vel í iðjuleysi og vinnan göfgar manninn svo lengi sem hún er uppbyggileg. Þegar hún er orðin slítandi er alls ekkert göfugt við hana. Við búum í ríku samfélagi en ansi oft er eins og ætlast sé til þess að almenningur fái ekki að njóta góðs af því. Það er eins og gróðinn eigi bara að vera fyrir útvalda. Ekki er heldur hugað að því í nógu ríkum mæli að breyta hlutum til batnaðar. Það er eins og talið sé að íslenska leiðin eigi að vera sú að gera almenningi lífið hæfilega erfitt. Dæmi um þetta er að æ erfiðara er fyrir ungt fólk að eignast þak yfir höfuðið, fjölmargir í þeim hópi eiga ekki annan kost en að hírast í foreldrahúsum langt fram á fullorðinsár eða fara á leigumarkað með þeim afarkostum sem því fylgja. Slíkt hlutskipti rýrir kjör fólks verulega. Til hvers eru svo stjórnmálamenn ef ekki einmitt til að leysa slíkan vanda? Það er hlutverk þeirra að þjóna þjóð sinni, en því miður muna þeir það alltof sjaldan og taka sérhagsmuni áberandi oft fram yfir almannahag. Vinnuálag er annað mein í íslensku samfélagi. Þjóðin vinnur mikið en uppsker ekki í samræmi við það. Þetta eru tímar þegar æ fleiri líða vegna of mikils álags í vinnu. „Kulnun í starfi“ er ekki tilbúið hugtak sérfræðinga sem hafa unun af að gefa öllu sérstakt heiti, heldur mein sem margir á vinnumarkaði þekkja af eigin reynslu. Svo að segja allir þekkja síðan einstakling sem hefur að læknisráði þurft að taka sér frí frá vinnu vegna þess að álag var að buga hann. Einmitt á þeim tíma þegar kulnun í starfi og vinnuálag er mjög til umræðu kemur hugmynd inn í kjaraviðræður sem er svo skynsamleg og líkleg til árangurs að ekki er hægt að hafna henni. Hún snýst um styttingu vinnuviku, án launaskerðingar. Slík breyting myndi leiða margt gott af sér, skapa meiri vellíðan og öryggi meðal starfsmanna og um leið gera þeim kleift að eiga aukinn frítíma fyrir fjölskyldu og áhugamál sín og njóta þannig lífsins í enn ríkara mæli en áður. Atvinnurekandinn ætti ekki að fyllast kvíða eða pirringi við tilhugsun um að vinnuvika starfsmanna hans styttist. Þar sem vinnuvikan hefur verið stytt hafa afköst starfsmanna aukist og þeir eru einnig ánægðari í vinnunni. Vellíðan starfsmanna á að skipta atvinnurekandann máli, ef hann lætur sér á sama standa um velferð þeirra þá er hann ekki sérlega vel heppnuð manngerð. Enn eitt skref í átt til þess að skapa vellíðan í starfi er síðan að hafa vinnutíma sveigjanlegan, sé þess nokkur kostur. Stytting vinnuvikunnar verður vonandi að raunveruleika á þessu ári. Það, ásamt sveigjanlegum vinnutíma, er framfaraspor sem kemur öllum til góða. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en afar ánægjuleg, semsagt sú að allir græða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa venjulega nokkuð gaman af að monta sig af því þegar þeir fara fram úr öðrum þjóðum. Þeir ættu þó ekki að hreykja sér af þeirri staðreynd að þeir vinna meir en flestar nágrannaþjóðir þeirra. Vissulega er það svo að enginn þrífst verulega vel í iðjuleysi og vinnan göfgar manninn svo lengi sem hún er uppbyggileg. Þegar hún er orðin slítandi er alls ekkert göfugt við hana. Við búum í ríku samfélagi en ansi oft er eins og ætlast sé til þess að almenningur fái ekki að njóta góðs af því. Það er eins og gróðinn eigi bara að vera fyrir útvalda. Ekki er heldur hugað að því í nógu ríkum mæli að breyta hlutum til batnaðar. Það er eins og talið sé að íslenska leiðin eigi að vera sú að gera almenningi lífið hæfilega erfitt. Dæmi um þetta er að æ erfiðara er fyrir ungt fólk að eignast þak yfir höfuðið, fjölmargir í þeim hópi eiga ekki annan kost en að hírast í foreldrahúsum langt fram á fullorðinsár eða fara á leigumarkað með þeim afarkostum sem því fylgja. Slíkt hlutskipti rýrir kjör fólks verulega. Til hvers eru svo stjórnmálamenn ef ekki einmitt til að leysa slíkan vanda? Það er hlutverk þeirra að þjóna þjóð sinni, en því miður muna þeir það alltof sjaldan og taka sérhagsmuni áberandi oft fram yfir almannahag. Vinnuálag er annað mein í íslensku samfélagi. Þjóðin vinnur mikið en uppsker ekki í samræmi við það. Þetta eru tímar þegar æ fleiri líða vegna of mikils álags í vinnu. „Kulnun í starfi“ er ekki tilbúið hugtak sérfræðinga sem hafa unun af að gefa öllu sérstakt heiti, heldur mein sem margir á vinnumarkaði þekkja af eigin reynslu. Svo að segja allir þekkja síðan einstakling sem hefur að læknisráði þurft að taka sér frí frá vinnu vegna þess að álag var að buga hann. Einmitt á þeim tíma þegar kulnun í starfi og vinnuálag er mjög til umræðu kemur hugmynd inn í kjaraviðræður sem er svo skynsamleg og líkleg til árangurs að ekki er hægt að hafna henni. Hún snýst um styttingu vinnuviku, án launaskerðingar. Slík breyting myndi leiða margt gott af sér, skapa meiri vellíðan og öryggi meðal starfsmanna og um leið gera þeim kleift að eiga aukinn frítíma fyrir fjölskyldu og áhugamál sín og njóta þannig lífsins í enn ríkara mæli en áður. Atvinnurekandinn ætti ekki að fyllast kvíða eða pirringi við tilhugsun um að vinnuvika starfsmanna hans styttist. Þar sem vinnuvikan hefur verið stytt hafa afköst starfsmanna aukist og þeir eru einnig ánægðari í vinnunni. Vellíðan starfsmanna á að skipta atvinnurekandann máli, ef hann lætur sér á sama standa um velferð þeirra þá er hann ekki sérlega vel heppnuð manngerð. Enn eitt skref í átt til þess að skapa vellíðan í starfi er síðan að hafa vinnutíma sveigjanlegan, sé þess nokkur kostur. Stytting vinnuvikunnar verður vonandi að raunveruleika á þessu ári. Það, ásamt sveigjanlegum vinnutíma, er framfaraspor sem kemur öllum til góða. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en afar ánægjuleg, semsagt sú að allir græða.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun