Ole Gunnar stóðst stóra prófið Hjörvar Ólafsson skrifar 14. janúar 2019 15:30 Ole Gunnar Solskjær. Getty/James Williamson Ole Gunnar Solskjær hefur fengið algjöra óskabyrjun í starfi sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann tók við þar sem leikmenn voru bæði andlega og líkamlega þreyttir og lítið sem ekkert gekk upp á knattspyrnuvellinum. Norðmaðurinn fékk þægilega leikjadagskrá í fyrstu leikjum sínum við stjórnvölinn. Honum var tíðrætt um það að hann vildi endurvekja gömlu gildin um blússandi sóknarleik og skemmtilega knattspyrnu hjá Manchester United á meðan hann væri á svæðinu. Það hefur hann svo sannarlega staðið við og undir hans stjórn hefur liðið skorað 15 mörk í fimm deildarleikjum sem er þrjú mörk að meðaltali í leik. Manchester United hafði hins vegar skorað tæplega tvö mörk í leik í deildinni í vetur undir stjórn Mourinho. Solskjær mætti liðum sem eru í neðstu sætum deildarinnar í fyrstu fjórum leikjum sínum, en í gær fékk hann fyrsta stóra prófið þar sem mótherjinn var Tottenham Hotspur. Í stað þess að spila þéttan varnarleik og treysta á skyndisóknir eins og Portúgalinn gerði gjarnan á móti stóru liðunum blés gamli framherjinn til sóknar. Manchester United hélt boltanum vel innan liðsins í þessum leik og átti margar laglegar sóknir. Paul Pogba sem náði sjaldan að láta ljós sitt skína undir lok stjórnartíðar Mourinho var arkitektinn að mörgum sóknum Manchester United í leiknum. Það var einmitt franski landsliðsmaðurinn sem átti glæsilega stoðsendingu á Marcus Rashford sem skoraði sigurmarkið í leiknum. Enski landsliðsframherjinn hefur nú skorað í þremur deildarleikjum í röð, en það er í fyrsta skipti sem hann nær að gera það. Hann náði ekki að sýna stöðugleika í spilamennsku sinni undir stjórn Mourinho, en varnarskylda hans var mun meiri þegar Portúgalinn réð ríkjum. Pogba hefur komið nærri helmingi þeirra marka sem liðið hefur skorað undir stjórn Solskjærs. Skorað fjögur sjálfur og lagt upp fjögur önnur fyrir samherja sína. Hinum megin á vellinum, það er að segja í varnarleik Manchester United, var liðið í vandræðum undir stjórn Mourinho, en liðið hélt einungis hreinu í tveimur af fyrstu 20 deildarleikjum sínum. Nú hefur liðið spilað tvo deildarleiki án þess að leka inn marki, en að þessu sinni var það ekki þéttur varnarleikur sem var lykillinn að því heldur fyrst og fremst frammistaða spænska markvarðarins Davids De Gea sem varði öll þau 11 skot sem rötuðu á mark Manchester United í leiknum. Þessi úrslit þýða að Manchester United er nú með jafn mörg stig og Arsenal í fimmta til sjötta sæti deildarinnar og sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð sem var fjarlægur möguleiki fyrir tæpum mánuði er nú innan seilingar. Manchester United er sex stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sætinu sem er neðsta sæti sem veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni. Solskjær ritaði nafn sitt á tvo staði í sögubók Manchester United með þessum sigri, en sex sigurleikir hans eru besta byrjun knattspyrnustjóra í sögu félagsins. Þá hefur hann haft betur í fyrstu fimm deildarleikjum sínum við stjórnvölinn, en þar með jafnaði hann árangur sir Matts Busby í þeim efnum. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær hefur fengið algjöra óskabyrjun í starfi sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann tók við þar sem leikmenn voru bæði andlega og líkamlega þreyttir og lítið sem ekkert gekk upp á knattspyrnuvellinum. Norðmaðurinn fékk þægilega leikjadagskrá í fyrstu leikjum sínum við stjórnvölinn. Honum var tíðrætt um það að hann vildi endurvekja gömlu gildin um blússandi sóknarleik og skemmtilega knattspyrnu hjá Manchester United á meðan hann væri á svæðinu. Það hefur hann svo sannarlega staðið við og undir hans stjórn hefur liðið skorað 15 mörk í fimm deildarleikjum sem er þrjú mörk að meðaltali í leik. Manchester United hafði hins vegar skorað tæplega tvö mörk í leik í deildinni í vetur undir stjórn Mourinho. Solskjær mætti liðum sem eru í neðstu sætum deildarinnar í fyrstu fjórum leikjum sínum, en í gær fékk hann fyrsta stóra prófið þar sem mótherjinn var Tottenham Hotspur. Í stað þess að spila þéttan varnarleik og treysta á skyndisóknir eins og Portúgalinn gerði gjarnan á móti stóru liðunum blés gamli framherjinn til sóknar. Manchester United hélt boltanum vel innan liðsins í þessum leik og átti margar laglegar sóknir. Paul Pogba sem náði sjaldan að láta ljós sitt skína undir lok stjórnartíðar Mourinho var arkitektinn að mörgum sóknum Manchester United í leiknum. Það var einmitt franski landsliðsmaðurinn sem átti glæsilega stoðsendingu á Marcus Rashford sem skoraði sigurmarkið í leiknum. Enski landsliðsframherjinn hefur nú skorað í þremur deildarleikjum í röð, en það er í fyrsta skipti sem hann nær að gera það. Hann náði ekki að sýna stöðugleika í spilamennsku sinni undir stjórn Mourinho, en varnarskylda hans var mun meiri þegar Portúgalinn réð ríkjum. Pogba hefur komið nærri helmingi þeirra marka sem liðið hefur skorað undir stjórn Solskjærs. Skorað fjögur sjálfur og lagt upp fjögur önnur fyrir samherja sína. Hinum megin á vellinum, það er að segja í varnarleik Manchester United, var liðið í vandræðum undir stjórn Mourinho, en liðið hélt einungis hreinu í tveimur af fyrstu 20 deildarleikjum sínum. Nú hefur liðið spilað tvo deildarleiki án þess að leka inn marki, en að þessu sinni var það ekki þéttur varnarleikur sem var lykillinn að því heldur fyrst og fremst frammistaða spænska markvarðarins Davids De Gea sem varði öll þau 11 skot sem rötuðu á mark Manchester United í leiknum. Þessi úrslit þýða að Manchester United er nú með jafn mörg stig og Arsenal í fimmta til sjötta sæti deildarinnar og sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð sem var fjarlægur möguleiki fyrir tæpum mánuði er nú innan seilingar. Manchester United er sex stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sætinu sem er neðsta sæti sem veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni. Solskjær ritaði nafn sitt á tvo staði í sögubók Manchester United með þessum sigri, en sex sigurleikir hans eru besta byrjun knattspyrnustjóra í sögu félagsins. Þá hefur hann haft betur í fyrstu fimm deildarleikjum sínum við stjórnvölinn, en þar með jafnaði hann árangur sir Matts Busby í þeim efnum.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira