Erfitt að komast ekki í sturtu og borða þurrmat og snjó í átta vikur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. janúar 2019 20:45 Íslensk slökkviliðskona sem varði jólunum á Suðurskautinu segir erfitt að vera án sturtu og borða þurrmat og snjó í átta vikur. Þó gæti hún vel ímyndað sér að fara aftur á pólinn enda um einstaka upplifun að ræða. Ragnheiður er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins þar sem hún keyrði 4400 kílómetra á átta vikum. Á pólnum var hún með níu manna hópi á vegum Arctic Trucks sem hélt jólin saman. „Það voru nokkrir pakkar með í för en síðan laumaði mamma lagkökum með í töskuna hjá mér. Þar með kom jólaandinn,“ sagði Ragnheiður Guðjónsdóttir, slökkviliðskona.Hvað borðar maður á Suðurskautinu? „Þurrmat, mikið af þurrmat og snjó. Við bræddum snjó til að fá vatn. Það fyrsta sem ég borðaði þegar ég kom heim var hamborgarhryggur. Það beið mín veisla í boði mömmu,“ sagði Ragnheiður. Hún segir ferðina hafa verið góða þrátt fyrir erfið veðurskilyrði, en hitinn fór lægst niður í 33 gráðu frost.Hvernig pakkar maður fyrir svona ferð? „Öllum fötunum. Ég held það, ég pantaði mér lopasamfesting og svo var mikið af ull og dún með,“ sagði Ragnheiður.Var gott að koma heim? „Það var rosalega gott að koma heim. Gott að fá knús frá stráknum, mömmu, pabba og öllum vinunum. Það var líka best í heimi að komast í sturtu en það var náttúrulega sturtuleysi í 5 vikur á meðan við vorum að keyra þannig að það var rosa gott að knúsa sturtuna sína. Ég gæti ímyndað mér að fara aftur. Kannski eftir tvö til þrjú ár og í styttri ferð. Ég sá engar mörgæsir þannig ég á eftir að tikka í það box,“ sagði Ragnheiður.Aðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði Guðjónsdóttur Jól Suðurskautslandið Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Íslensk slökkviliðskona sem varði jólunum á Suðurskautinu segir erfitt að vera án sturtu og borða þurrmat og snjó í átta vikur. Þó gæti hún vel ímyndað sér að fara aftur á pólinn enda um einstaka upplifun að ræða. Ragnheiður er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins þar sem hún keyrði 4400 kílómetra á átta vikum. Á pólnum var hún með níu manna hópi á vegum Arctic Trucks sem hélt jólin saman. „Það voru nokkrir pakkar með í för en síðan laumaði mamma lagkökum með í töskuna hjá mér. Þar með kom jólaandinn,“ sagði Ragnheiður Guðjónsdóttir, slökkviliðskona.Hvað borðar maður á Suðurskautinu? „Þurrmat, mikið af þurrmat og snjó. Við bræddum snjó til að fá vatn. Það fyrsta sem ég borðaði þegar ég kom heim var hamborgarhryggur. Það beið mín veisla í boði mömmu,“ sagði Ragnheiður. Hún segir ferðina hafa verið góða þrátt fyrir erfið veðurskilyrði, en hitinn fór lægst niður í 33 gráðu frost.Hvernig pakkar maður fyrir svona ferð? „Öllum fötunum. Ég held það, ég pantaði mér lopasamfesting og svo var mikið af ull og dún með,“ sagði Ragnheiður.Var gott að koma heim? „Það var rosalega gott að koma heim. Gott að fá knús frá stráknum, mömmu, pabba og öllum vinunum. Það var líka best í heimi að komast í sturtu en það var náttúrulega sturtuleysi í 5 vikur á meðan við vorum að keyra þannig að það var rosa gott að knúsa sturtuna sína. Ég gæti ímyndað mér að fara aftur. Kannski eftir tvö til þrjú ár og í styttri ferð. Ég sá engar mörgæsir þannig ég á eftir að tikka í það box,“ sagði Ragnheiður.Aðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði Guðjónsdóttur
Jól Suðurskautslandið Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira