Vaknaði upp við vondan draum á rúmsjó: „Ég er bara í sjokki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2019 11:43 Hjólhýsið stóð í ljósum logum sem teygðu sig yfir í Benz-inn. Sigfús Steindórsson Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. Ásgeir Helgi, sem er skipverji á Kristrúnu Re, var sofandi þegar hann fékk símtalið með fregnunum. Ásgeir Helgi Þórðarson. Það var upp úr klukkan hálf fimm í gær sem slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að hjólhýsi stæði í ljósum logum úti á Granda í Reykjavík. Mikinn svartan og þykkan reyk lagði frá brunanum svo til sást víða á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn en hjólhýsið er gjörónýtt og sömuleiðis Mercedes Benz bíll Ásgeirs Helga sem var lagt við hliðina á. Karlmaður sem bjó í hjólhýsinu náði að koma sér út áður en slökkviliðið bar að garði. „Ég fékk bara hringingu í gærkvöld hingað út á sjó, var vakinn við þessar glötuðu fréttir,“ segir Ásgeir Helgi í samtali við Vísi. „Ég er bara í sjokki.“ Frá vettvangi á Granda í gær.Sigfús Steindórsson Bíllinn er gjörónýtur en um er að ræða Benz c55 amg sem að sögn Ásgeirs Helga er sjaldgæf tegund af Benz. Hann var tryggður og vonar Ásgeir að tryggingar dekki skaðann. „Ég var búinn að eiga hann í hálft ár. Ég var þrjár vertíðir að safna fyrir honum.“ En það var ekki bara bíllinn sem skemmdist heldur var Ásgeir Helgi með búnað í bílnum. Slökkviliðsmaður í baráttu við eldinn.Sigfús Steindórsson „Allt snjóbrettadótið mitt var í skottinu,“ segir Ásgeir Helgi sem verður að óbreyttu á sjó út mánuðinn. „Það gæti verið að mér verði bara skutlað í land út af þessu. Ég trúi þessu bara ekki.“ Hann segir það furðulega að fyrir nákvæmlega ári síðan hafi verið ekið á 745 BMW bíl hans og stungið af. „Þetta er bara alveg glatað.“ Tildrög brunans eru til rannsóknar.Fjallað var um brunann í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem sjá má myndbönd frá vettvangi. Slökkvilið Tryggingar Tengdar fréttir Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33 Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. Ásgeir Helgi, sem er skipverji á Kristrúnu Re, var sofandi þegar hann fékk símtalið með fregnunum. Ásgeir Helgi Þórðarson. Það var upp úr klukkan hálf fimm í gær sem slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að hjólhýsi stæði í ljósum logum úti á Granda í Reykjavík. Mikinn svartan og þykkan reyk lagði frá brunanum svo til sást víða á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn en hjólhýsið er gjörónýtt og sömuleiðis Mercedes Benz bíll Ásgeirs Helga sem var lagt við hliðina á. Karlmaður sem bjó í hjólhýsinu náði að koma sér út áður en slökkviliðið bar að garði. „Ég fékk bara hringingu í gærkvöld hingað út á sjó, var vakinn við þessar glötuðu fréttir,“ segir Ásgeir Helgi í samtali við Vísi. „Ég er bara í sjokki.“ Frá vettvangi á Granda í gær.Sigfús Steindórsson Bíllinn er gjörónýtur en um er að ræða Benz c55 amg sem að sögn Ásgeirs Helga er sjaldgæf tegund af Benz. Hann var tryggður og vonar Ásgeir að tryggingar dekki skaðann. „Ég var búinn að eiga hann í hálft ár. Ég var þrjár vertíðir að safna fyrir honum.“ En það var ekki bara bíllinn sem skemmdist heldur var Ásgeir Helgi með búnað í bílnum. Slökkviliðsmaður í baráttu við eldinn.Sigfús Steindórsson „Allt snjóbrettadótið mitt var í skottinu,“ segir Ásgeir Helgi sem verður að óbreyttu á sjó út mánuðinn. „Það gæti verið að mér verði bara skutlað í land út af þessu. Ég trúi þessu bara ekki.“ Hann segir það furðulega að fyrir nákvæmlega ári síðan hafi verið ekið á 745 BMW bíl hans og stungið af. „Þetta er bara alveg glatað.“ Tildrög brunans eru til rannsóknar.Fjallað var um brunann í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem sjá má myndbönd frá vettvangi.
Slökkvilið Tryggingar Tengdar fréttir Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33 Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33
Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07