Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 18:09 Castro er af mexíkóskum ættum. Trump forseti hefur ítrekað lýst mexíkóskum innflytjendum sem nauðgurum og glæpamönnum. Vísir/EPA Julián Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, tilkynnti í dag að hann gæfi kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Castro er annar demókratinn sem hefur formlega tilkynnt um framboð.Washington Post segir að þegar Castro sagðist ætla að kanna forsetaframboð í desember hafi hann sagt ódýrara háskólanám, umfangsmeiri heilsugæsla og málefni eldri borgara væru helstu áherslumál hans. Castro, sem er 44 ára gamall, var áður borgarstjóri San Antonio í Texas. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi lengi verið talin rísandi vonarstjarna í Demókrataflokknum. Tilkynnti hann um framboð sitt á útifundi í hverfi San Antonio þar sem fjöldi íbúa er af mexíkóskum ættum. Hann er sjálfur barnabarn mexíkósks innflytjanda.“We're going to make sure that the promise of America is available to everyone in this 21st century." Former secretary of Housing and Urban Development Julián Castro, a Democrat, announces his 2020 presidential bid in San Antonio, where he served as mayor. https://t.co/hfFA5ElyUk pic.twitter.com/yY4khcWkkg— CNN (@CNN) January 12, 2019 Auk Castro hefur John Delaney, fyrrverandi þingmaður, formlega lýst yfir framboði. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, lýsti því yfir um áramótin að hún væri að kanna jarðveginn fyrir forsetaframboð. Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, sagði í gær að hún ætlaði að lýsa formlega yfir framboði í næstu viku. Búist er við að forval demókrata verði fjölmennt að þessu sinni. Á meðal þeirra sem eru taldir líklegir til að fara fram eru Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, og Beto O‘Rourke, fulltrúadeildarþingmaður frá Texas sem tapaði kosningu um sæti í öldungadeildinni í haust. Joe Biden, varaforseti Obama, er einnig talinn íhuga framboð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Julián Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, tilkynnti í dag að hann gæfi kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Castro er annar demókratinn sem hefur formlega tilkynnt um framboð.Washington Post segir að þegar Castro sagðist ætla að kanna forsetaframboð í desember hafi hann sagt ódýrara háskólanám, umfangsmeiri heilsugæsla og málefni eldri borgara væru helstu áherslumál hans. Castro, sem er 44 ára gamall, var áður borgarstjóri San Antonio í Texas. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi lengi verið talin rísandi vonarstjarna í Demókrataflokknum. Tilkynnti hann um framboð sitt á útifundi í hverfi San Antonio þar sem fjöldi íbúa er af mexíkóskum ættum. Hann er sjálfur barnabarn mexíkósks innflytjanda.“We're going to make sure that the promise of America is available to everyone in this 21st century." Former secretary of Housing and Urban Development Julián Castro, a Democrat, announces his 2020 presidential bid in San Antonio, where he served as mayor. https://t.co/hfFA5ElyUk pic.twitter.com/yY4khcWkkg— CNN (@CNN) January 12, 2019 Auk Castro hefur John Delaney, fyrrverandi þingmaður, formlega lýst yfir framboði. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, lýsti því yfir um áramótin að hún væri að kanna jarðveginn fyrir forsetaframboð. Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, sagði í gær að hún ætlaði að lýsa formlega yfir framboði í næstu viku. Búist er við að forval demókrata verði fjölmennt að þessu sinni. Á meðal þeirra sem eru taldir líklegir til að fara fram eru Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, og Beto O‘Rourke, fulltrúadeildarþingmaður frá Texas sem tapaði kosningu um sæti í öldungadeildinni í haust. Joe Biden, varaforseti Obama, er einnig talinn íhuga framboð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55
Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45