Innlent

Eldur logaði í hjólhýsi á Granda

Kolbeinn Tumi Daðason, Andri Eysteinsson og Sylvía Hall skrifa
Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið og slökkviliðsbílar fóru á vettvang.

Að sögn slökkviliðsins á Höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um bruna í hjólhýsi og bíl klukkan 16:25. Einn bíll var sendur á vettvang og gekk að sögn vel að ráða niðurlögum eldsins.

Samkvæmt heimildum fréttastofu var búið í hjólhýsinu. Eigandi hjólhýsisins mun hafa verið inni þegar eldurinn kom upp. 

Nánar verður rætt við varðstjóra slökkviliðsins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:10.

Reykurinn er mikill en þessi mynd er tekin úr fjölbýlishúsi rétt vestan við JL-húsið.
Reykurinn séð frá bakkanum aftan við Bryggjuna brugghús.
Ljóst er að hjólhýsið er gjöreyðilagt.Vísir/Sigurjón



Fleiri fréttir

Sjá meira


×