Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. Gabbard er þingmaður Hawaii og hefur setið á þingi frá árinu 2013.
Gabbard, sem er 37 ára gömul, er fyrsti hindúinn sem tekur sæti á þingi þar í landi sem og fyrsti ameríski Samóinn. Hún hefur verið í bandaríska hernum frá árinu 2003 og starfaði meðal annars fyrir hann í stríðinu í Írak.
Gabbard situr í utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings og var áður varaformaður landsnefndar Demókrataflokksins. Hún afsalaði sæti sínu árið 2016 til þess að gerast opinber stuðningsmaður Bernie Sanders.
Í viðtali við CNN segir Gabbard að hún hafi tekið ákvörðun sína í ljósi þeirra áskoranna sem eru framundan hjá bandarísku þjóðinni. Nefndi hún þar heilbrigðismál, endurbætur á fangelsismálum í landinu sem og loftslagsbreytingar.
Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta

Tengdar fréttir

Þröng staða Demókrata: Í minnihluta víðast hvar og enginn augljós leiðtogi í sjónmáli
Demókrataflokkurinn í Bandaríkjum er í sárum eftir úrslit þing- og forsetakosninganna þar í landi.

Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld
Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld.