„Siðlausar“ njósnir Bielsa báru árangur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. janúar 2019 11:00 Argentínumaðurinn játaði að hafa stundað njósnir í áraraðir vísir/getty Njósnaleikir Marcelo Bielsa skiluðu honum fimm stiga forskoti á toppi ensku B-deildarinnar en Frank Lampard sakar Argentínumanninn um siðlausa hegðun. Topplið Leeds mætti Derby, sem situr í 6. sæti, í toppslag í gærkvöld og fór Leeds með 2-0 sigur. Keemar Roofe og Jack Harrison skoruðu mörk Leeds sem er nú með fimm stiga forskot á Norwich, en Kanarífuglarnir eiga þó leik til góða. Aðalfréttin í kringum leikinn kemur þó leiknum sjálfum minnst við. Fyrir leik í gær bárust fréttir af því að njósnari Leeds hafi sést á æfingu Derby á fimmtudag. Marcelo Bielsa játaði að hann hafi sent starfsmann sinn á völlinn. Lögreglan var kölluð til vegna grunsamlegra mannaferða fyrir utan æfingasvæði Derby en enginn var handtekinn. Lögreglan sagði engar skemmdir hafa verið á girðingum og maðurinn stöðvaður fyrir utan æfingasvæðið. Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu. Frank Lampard, stjóri Derby, vildi ekki nota málið sem afsökun fyrir tapinu en sagði þó að eitthvað yrði að gera í málinu. „Þetta er ekki rétt. Ég hef verið aðdáandi Bielsa og ég á bókina hans heima í stofu, en þetta hefur aðeins breytt skoðun minni á honum,“ sagði Lampard við BBC eftir leikinn. „Ég hef aldrei heyrt um að einhver sé á fjórum fótum með klippur að reyna að brjótast inn á annara manna land til þess að njósna. En frammistaða okkar í kvöld, hún er á okkar ábyrgð.“ Bielsa segist hafa stundað njósnir í mörg ár og neitar því að það sé siðlaust. „Ég skil að Lampard sé reiður, honum finnst ég hafa svindlað. En mér finnst ég ekki hafa svindlað því ég var ekki að reyna að ná mér í ólöglegan hagnað,“ sagði Bielsa. „Ég get útskýrt gjörðir mínar en ég verð að virða venjurnar í því landi sem ég vinn í.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Njósnaleikir Marcelo Bielsa skiluðu honum fimm stiga forskoti á toppi ensku B-deildarinnar en Frank Lampard sakar Argentínumanninn um siðlausa hegðun. Topplið Leeds mætti Derby, sem situr í 6. sæti, í toppslag í gærkvöld og fór Leeds með 2-0 sigur. Keemar Roofe og Jack Harrison skoruðu mörk Leeds sem er nú með fimm stiga forskot á Norwich, en Kanarífuglarnir eiga þó leik til góða. Aðalfréttin í kringum leikinn kemur þó leiknum sjálfum minnst við. Fyrir leik í gær bárust fréttir af því að njósnari Leeds hafi sést á æfingu Derby á fimmtudag. Marcelo Bielsa játaði að hann hafi sent starfsmann sinn á völlinn. Lögreglan var kölluð til vegna grunsamlegra mannaferða fyrir utan æfingasvæði Derby en enginn var handtekinn. Lögreglan sagði engar skemmdir hafa verið á girðingum og maðurinn stöðvaður fyrir utan æfingasvæðið. Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu. Frank Lampard, stjóri Derby, vildi ekki nota málið sem afsökun fyrir tapinu en sagði þó að eitthvað yrði að gera í málinu. „Þetta er ekki rétt. Ég hef verið aðdáandi Bielsa og ég á bókina hans heima í stofu, en þetta hefur aðeins breytt skoðun minni á honum,“ sagði Lampard við BBC eftir leikinn. „Ég hef aldrei heyrt um að einhver sé á fjórum fótum með klippur að reyna að brjótast inn á annara manna land til þess að njósna. En frammistaða okkar í kvöld, hún er á okkar ábyrgð.“ Bielsa segist hafa stundað njósnir í mörg ár og neitar því að það sé siðlaust. „Ég skil að Lampard sé reiður, honum finnst ég hafa svindlað. En mér finnst ég ekki hafa svindlað því ég var ekki að reyna að ná mér í ólöglegan hagnað,“ sagði Bielsa. „Ég get útskýrt gjörðir mínar en ég verð að virða venjurnar í því landi sem ég vinn í.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira