Curry orðinn sá þriðji þristahæsti og Harden setti sögulega þrennu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. janúar 2019 10:02 Stephen Curry kann að skjóta körfubolta vísir/getty Stephen Curry er orðinn þriðji þristahæsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar og James Harden náði sér í sögulega þrefalda tvennu í nótt þegar níu leikir fóru fram í NBA deildinni. Hinn þrítugi Curry er ein af stórstjörnum meistaraliðs Golden State Warriors og hann var enn einu sinni drifkrafturinn í sóknarleik Warriors sem vann Chicago Bulls 146-109 á heimavelli. Curry skoraði fimm þriggja stiga körfur í nótt og er því kominn með 2285 þriggja stiga körfur á ferlinu. Með þriðju þriggja stiga körfu kvöldsins, númer 2283, fór Curry yfir Jason Terry á listanum yfir þá menn með flesta þrista í sögu NBA og situr nú í þriðja sæti.Congrats to @StephenCurry30 of the @warriors on moving up to 3rd on the all-time 3PM list! #DubNation#ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/w3AgYhno4D — NBA (@NBA) January 12, 2019 Þeir sem eru nú á undan Curry eru Reggie Miller með 2560 þrista og efstur er Ray Allen sem skoraði 2973 þrista á ferlinum. „Þetta er mjög sérstakt afrek. Þessir tveir sem eru eftir fyrir ofan mig, þetta eru þeir sem ég horfði á sem barn, þeir voru átrúnaðargoðin mín,“ sagði Curry eftir leikinn. Curry skoraði 28 stig í leiknum í nótt, Kevin Durant bætti 22 stigum við í mjög öruggum sigri Warriors.@KlayThompson (30 PTS, 7 3PM) and @StephenCurry30 (28 PTS, 5 3PM) knock down a combined 12 threes to pace the @warriors at home! #DubNationpic.twitter.com/YTmtsAxHWt — NBA (@NBA) January 12, 2019 Í Houston unnu heimamenn öruggan sigur á Cleveland Cavaliers 141-113. James Harden hefur verið óstöðvandi fyrir Houston undanfarið og hann nældi sér í sína þriðju þrennu í síðustu sex leikjum. Þrennan er þó merkileg fyrir þær sakir að Harden náði henni á innan við hálftíma. Samkvæmt Elias Sports Bureau varð Harden fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að ná í þrennu með 40 stigum á minna en hálftíma. Mike D'Antoni, þjálfari Rockets, var búinn að láta Harden vita af því að hann yrði hvíldur í fjórða leikhluta þar sem sigurinn var aldrei í hættu fyrir Houston. Harden skoraði 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar á 29 mínútum og 34 sekúndum.@JHarden13 goes off for 43 PTS, 12 AST, 10 REB in 29:34 of game action in the @HoustonRockets win! #Rockets Harden is the first player in @NBAHistory to record a 40-point triple-double in 30-or-fewer minutes played. pic.twitter.com/mBZ78FW1mF — NBA (@NBA) January 12, 2019Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 121-123 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 113-106 New York Knicks - Indiana Pacers 106-121 Toronto Raptors - Brooklyn Nets 122-105 Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 141-113 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 115-119 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 113-95 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 127-96 Golden State Warriors - Chicago Bulls 146-109 NBA Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Stephen Curry er orðinn þriðji þristahæsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar og James Harden náði sér í sögulega þrefalda tvennu í nótt þegar níu leikir fóru fram í NBA deildinni. Hinn þrítugi Curry er ein af stórstjörnum meistaraliðs Golden State Warriors og hann var enn einu sinni drifkrafturinn í sóknarleik Warriors sem vann Chicago Bulls 146-109 á heimavelli. Curry skoraði fimm þriggja stiga körfur í nótt og er því kominn með 2285 þriggja stiga körfur á ferlinu. Með þriðju þriggja stiga körfu kvöldsins, númer 2283, fór Curry yfir Jason Terry á listanum yfir þá menn með flesta þrista í sögu NBA og situr nú í þriðja sæti.Congrats to @StephenCurry30 of the @warriors on moving up to 3rd on the all-time 3PM list! #DubNation#ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/w3AgYhno4D — NBA (@NBA) January 12, 2019 Þeir sem eru nú á undan Curry eru Reggie Miller með 2560 þrista og efstur er Ray Allen sem skoraði 2973 þrista á ferlinum. „Þetta er mjög sérstakt afrek. Þessir tveir sem eru eftir fyrir ofan mig, þetta eru þeir sem ég horfði á sem barn, þeir voru átrúnaðargoðin mín,“ sagði Curry eftir leikinn. Curry skoraði 28 stig í leiknum í nótt, Kevin Durant bætti 22 stigum við í mjög öruggum sigri Warriors.@KlayThompson (30 PTS, 7 3PM) and @StephenCurry30 (28 PTS, 5 3PM) knock down a combined 12 threes to pace the @warriors at home! #DubNationpic.twitter.com/YTmtsAxHWt — NBA (@NBA) January 12, 2019 Í Houston unnu heimamenn öruggan sigur á Cleveland Cavaliers 141-113. James Harden hefur verið óstöðvandi fyrir Houston undanfarið og hann nældi sér í sína þriðju þrennu í síðustu sex leikjum. Þrennan er þó merkileg fyrir þær sakir að Harden náði henni á innan við hálftíma. Samkvæmt Elias Sports Bureau varð Harden fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að ná í þrennu með 40 stigum á minna en hálftíma. Mike D'Antoni, þjálfari Rockets, var búinn að láta Harden vita af því að hann yrði hvíldur í fjórða leikhluta þar sem sigurinn var aldrei í hættu fyrir Houston. Harden skoraði 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar á 29 mínútum og 34 sekúndum.@JHarden13 goes off for 43 PTS, 12 AST, 10 REB in 29:34 of game action in the @HoustonRockets win! #Rockets Harden is the first player in @NBAHistory to record a 40-point triple-double in 30-or-fewer minutes played. pic.twitter.com/mBZ78FW1mF — NBA (@NBA) January 12, 2019Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 121-123 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 113-106 New York Knicks - Indiana Pacers 106-121 Toronto Raptors - Brooklyn Nets 122-105 Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 141-113 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 115-119 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 113-95 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 127-96 Golden State Warriors - Chicago Bulls 146-109
NBA Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira