Erlent

FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016.
Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. FBL/AFP
Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. FBI ákvað að rannsaka málið í kjölfar þess að Trump rak James Comey fyrrverandi yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar en þetta kemur fram í umfjöllun New York Times.

Starfsmenn stofnunarinnar voru verulega áhyggjufullir vegna hegðunar Trumps og ákváðu að rannsaka hvort hann hefði unnið með eða fyrir Rússa og þar með ógnað öryggi þjóðarinnar. Rannsóknin var tvíþætt og hverfist annars vegar um njósnir og hins vegar um framgöngu forsetans gagnvart Comey og var rannsakað hvort Trump hefði með brottrekstri yfirmannsins hindrað framgang réttvísinnar.

Samkvæmt heimildum blaðsins tók Robert S. Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, yfir rannsóknina aðeins nokkrum dögum eftir að FBI hafði hrint henni af stokkunum en Mueller stýrir umfangsmikilli rannsókn á því hvort Rússar hafi haft áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Rannsóknin stendur enn yfir.


Tengdar fréttir

Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina

Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×