Endalaust raus Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 12. janúar 2019 10:30 Samfélagsumræðan væri frjórri ef sum nettröllin og einstaka stjórnmálamenn temdu sér meiri auðmýkt og segðu oftar: Ég bara veit það ekki. Fólk sem dag hvern tjáir einarða afstöðu og þykist hafa allt á hreinu, er sjaldan trúverðugt. Enda fellur það æ ofan í æ á prófinu ef rýnt er í málflutninginn. Karl Th. Birgisson, blaðamaður og rithöfundur, fjallaði nýlega um einstaklinga sem fylla þennan flokk. Hann segir á Facebook: „Kominn heim að loknum löngum degi og skrolla yfir facebook. Að vanda skammta Gunnar Smári og Hannes Hólmsteinn okkur hæfilegt skrum og staðreyndavillur, annar æstari en hinn, sem hefur áratugalanga þjálfun í orðskrúði á kostnað skattgreiðenda. Svartsýni púkinn á hægri öxlinni segir: „Svaraðu þeim með meitlaðri grein.“ Jákvæði púkinn á vinstri öxlinni segir: „Þetta líður hjá. Eins og Trump. Og flensan.“ – Reynslan segir að hyggilegast sé að sofa á þessu, en Smári og Hannes eru samt eins og fjölónæmar bakteríur. Þeir hætta aldrei að valda okkur óumbeðinni vitsmunalegri kvefpest.” Oft tekst afkastamiklum oflátungum að eigna sér prýðisgóðan málstað, gerast sjálfskipuð brjóstvörn hans og vinna honum tjón frekar en gagn. Stundum eina hugsjón í dag og aðra á morgun. Ekki ber að lasta fólk fyrir að skipta um skoðun. En þá þarf að kannast við fyrri skoðanir. Ekki síst þegar sjálfsagðar gjörðir fyrra lífs verða ljótar misgjörðir eftir skoðanaskiptin. Furðu sætir að fjöldahreyfingar, sem lúta reglum lýðræðis og kjósa sér forystu, hirða lítið um að hrista af sér slíka talsmenn. Einstaklingar eru misvel í stakk búnir til að messa yfir fólki. Fortíðin skiptir máli. Ef marga snögga bletti er að finna á viðkomandi miðað við það sem hann boðar getur verið betra, málstaðarins vegna, að hafa hægt um sig. Frjálshyggjumaður sem gerir út á kerfið í skjóli ráðamanna, sem útdeila skattfé, er skotmark. Með líku lagi liggur stóryrtur sósíalistaforingi, sem altalað er að hafi stundum snuðað starfsfólk sitt í fyrra lífi – lífi atvinnurekandans, vel við höggi. Þeir eru á báti með þingmanninum sem ekur hring eftir hring á okkar kostnað án þess að takast að sannfæra nokkurn mann um lögmætt erindi bíltúrsins. Hann varð sjálfkrafa skotspónn sem drepur heilbrigðri stjórnmálaumræðu á dreif. Sexmenningarnir á barnum Klaustri eru sama marki brenndir. Þetta snýst um réttmætar tilfinningar fólks. Í nálægum löndum er virðing borin fyrir slíku. Fólk í trúnaðarstörfum dregur sig í hlé þegar það verður of umdeilt fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Sé starfsfriði ógnað af þeirra völdum finnur það á eigin skinni að það þjóni málstaðnum best að hverfa á braut í von um að endalaust rausið fjari út. Þau skynja að þau sjálf eru tilefnið. Með slíku raunsæi má endurvinna traust. Regla hópíþróttanna – enginn einstaklingur er stærri en liðið – er góð viðmiðun. Svo má leitast við að gera hreint fyrir sínum dyrum og stíga inn á völlinn á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Samfélagsumræðan væri frjórri ef sum nettröllin og einstaka stjórnmálamenn temdu sér meiri auðmýkt og segðu oftar: Ég bara veit það ekki. Fólk sem dag hvern tjáir einarða afstöðu og þykist hafa allt á hreinu, er sjaldan trúverðugt. Enda fellur það æ ofan í æ á prófinu ef rýnt er í málflutninginn. Karl Th. Birgisson, blaðamaður og rithöfundur, fjallaði nýlega um einstaklinga sem fylla þennan flokk. Hann segir á Facebook: „Kominn heim að loknum löngum degi og skrolla yfir facebook. Að vanda skammta Gunnar Smári og Hannes Hólmsteinn okkur hæfilegt skrum og staðreyndavillur, annar æstari en hinn, sem hefur áratugalanga þjálfun í orðskrúði á kostnað skattgreiðenda. Svartsýni púkinn á hægri öxlinni segir: „Svaraðu þeim með meitlaðri grein.“ Jákvæði púkinn á vinstri öxlinni segir: „Þetta líður hjá. Eins og Trump. Og flensan.“ – Reynslan segir að hyggilegast sé að sofa á þessu, en Smári og Hannes eru samt eins og fjölónæmar bakteríur. Þeir hætta aldrei að valda okkur óumbeðinni vitsmunalegri kvefpest.” Oft tekst afkastamiklum oflátungum að eigna sér prýðisgóðan málstað, gerast sjálfskipuð brjóstvörn hans og vinna honum tjón frekar en gagn. Stundum eina hugsjón í dag og aðra á morgun. Ekki ber að lasta fólk fyrir að skipta um skoðun. En þá þarf að kannast við fyrri skoðanir. Ekki síst þegar sjálfsagðar gjörðir fyrra lífs verða ljótar misgjörðir eftir skoðanaskiptin. Furðu sætir að fjöldahreyfingar, sem lúta reglum lýðræðis og kjósa sér forystu, hirða lítið um að hrista af sér slíka talsmenn. Einstaklingar eru misvel í stakk búnir til að messa yfir fólki. Fortíðin skiptir máli. Ef marga snögga bletti er að finna á viðkomandi miðað við það sem hann boðar getur verið betra, málstaðarins vegna, að hafa hægt um sig. Frjálshyggjumaður sem gerir út á kerfið í skjóli ráðamanna, sem útdeila skattfé, er skotmark. Með líku lagi liggur stóryrtur sósíalistaforingi, sem altalað er að hafi stundum snuðað starfsfólk sitt í fyrra lífi – lífi atvinnurekandans, vel við höggi. Þeir eru á báti með þingmanninum sem ekur hring eftir hring á okkar kostnað án þess að takast að sannfæra nokkurn mann um lögmætt erindi bíltúrsins. Hann varð sjálfkrafa skotspónn sem drepur heilbrigðri stjórnmálaumræðu á dreif. Sexmenningarnir á barnum Klaustri eru sama marki brenndir. Þetta snýst um réttmætar tilfinningar fólks. Í nálægum löndum er virðing borin fyrir slíku. Fólk í trúnaðarstörfum dregur sig í hlé þegar það verður of umdeilt fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Sé starfsfriði ógnað af þeirra völdum finnur það á eigin skinni að það þjóni málstaðnum best að hverfa á braut í von um að endalaust rausið fjari út. Þau skynja að þau sjálf eru tilefnið. Með slíku raunsæi má endurvinna traust. Regla hópíþróttanna – enginn einstaklingur er stærri en liðið – er góð viðmiðun. Svo má leitast við að gera hreint fyrir sínum dyrum og stíga inn á völlinn á ný.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun