Bakhjarlar útgöngusinna telja að ekkert verði af Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2019 10:32 Auðkýfingurinn Peter Hargreaves er með böggum hildar vegna Brexit þessa dagana. Vísir/Getty Tveir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar Brexit-sinna á Bretlandi segjast nú telja að ríkisstjórnin muni hætta við útgönguna úr Evrópusambandinu. Til stendur að breska þingið greiði atkvæði um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra í næstu viku. Peter Hargreaves, einn auðugasti maður Bretlands og annar stærsti bakhjarl útgöngusinna fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016, og Crispin Odey, vogunarsjóðsstjóri, segja Reuters-fréttastofunni að þeir búist við því að Bretland verði um kyrrt í ESB þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Odey segist nú búa sig undir að taka stöðu miðað við að pundið styrkist. Hann hafði áður hagnast á því að veðja gegn breskum eignum þegar áhyggjur af afleiðingum Brexit skóku markaði. „Ég hef algerlega gefist upp. Ég er algerlega örvinlaður, ég held að það verði alls ekkert af Brexit,“ segir Hargreaves sem gaf 3,2 milljónir punda, tæpan hálfan milljarð króna, í kosningabaráttu útgöngusinna. Búist er við því að þingmenn felli útgöngusamning May í atkvæðagreiðslu í þinginu á þriðjudag. May frestaði atkvæðagreiðslu sem átti að fara fram í desember og hefur reynt að knýja fram hagstæðari samning í Brussel, án árangurs. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að samningurinn verði felldur sé hætta á að breskt samfélag lamist vegna Brexit. Mögulegt sé að ekkert verði þá af útgöngunni yfir höfuð vegna þess að þingmenn myndu að öllum líkindum ekki samþykkja að ganga úr sambandinu án samnings. Amber Rudd, innanríkisráðherra, segir að útganga án samnings væri slæm fyrir Bretland en rétt sé af ríkisstjórninni að undirbúa þann möguleika. „Ég er staðráðin í að tryggja að við finnum annað möguleika,“ segir Rudd. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Æfa viðbrögð við Brexit án samnings Lest 89 flutningabíla ók í gær tvær ferðir frá hinum yfirgefna Manston flugvelli í Kent til hafnarinnar í Dover. 8. janúar 2019 08:00 Umræður um Brexit-samning May halda áfram Búist er við atkvæðagreiðslu á þriðjudag í næstu viku. 9. janúar 2019 08:42 Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Tveir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar Brexit-sinna á Bretlandi segjast nú telja að ríkisstjórnin muni hætta við útgönguna úr Evrópusambandinu. Til stendur að breska þingið greiði atkvæði um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra í næstu viku. Peter Hargreaves, einn auðugasti maður Bretlands og annar stærsti bakhjarl útgöngusinna fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016, og Crispin Odey, vogunarsjóðsstjóri, segja Reuters-fréttastofunni að þeir búist við því að Bretland verði um kyrrt í ESB þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Odey segist nú búa sig undir að taka stöðu miðað við að pundið styrkist. Hann hafði áður hagnast á því að veðja gegn breskum eignum þegar áhyggjur af afleiðingum Brexit skóku markaði. „Ég hef algerlega gefist upp. Ég er algerlega örvinlaður, ég held að það verði alls ekkert af Brexit,“ segir Hargreaves sem gaf 3,2 milljónir punda, tæpan hálfan milljarð króna, í kosningabaráttu útgöngusinna. Búist er við því að þingmenn felli útgöngusamning May í atkvæðagreiðslu í þinginu á þriðjudag. May frestaði atkvæðagreiðslu sem átti að fara fram í desember og hefur reynt að knýja fram hagstæðari samning í Brussel, án árangurs. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að samningurinn verði felldur sé hætta á að breskt samfélag lamist vegna Brexit. Mögulegt sé að ekkert verði þá af útgöngunni yfir höfuð vegna þess að þingmenn myndu að öllum líkindum ekki samþykkja að ganga úr sambandinu án samnings. Amber Rudd, innanríkisráðherra, segir að útganga án samnings væri slæm fyrir Bretland en rétt sé af ríkisstjórninni að undirbúa þann möguleika. „Ég er staðráðin í að tryggja að við finnum annað möguleika,“ segir Rudd.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Æfa viðbrögð við Brexit án samnings Lest 89 flutningabíla ók í gær tvær ferðir frá hinum yfirgefna Manston flugvelli í Kent til hafnarinnar í Dover. 8. janúar 2019 08:00 Umræður um Brexit-samning May halda áfram Búist er við atkvæðagreiðslu á þriðjudag í næstu viku. 9. janúar 2019 08:42 Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Æfa viðbrögð við Brexit án samnings Lest 89 flutningabíla ók í gær tvær ferðir frá hinum yfirgefna Manston flugvelli í Kent til hafnarinnar í Dover. 8. janúar 2019 08:00
Umræður um Brexit-samning May halda áfram Búist er við atkvæðagreiðslu á þriðjudag í næstu viku. 9. janúar 2019 08:42
Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45