Úr Skúmaskoti Kári Stefánsson skrifar 11. janúar 2019 08:00 Einu sinni fyrir langalöngu lagði faðir minn fram þingsályktunartillögu þess efnis að launamunur í landinu ætti aldrei að vera meiri en svo að þeir sem bæru mest úr býtum hlytu tvisvar sinnum meira en þeir sem minnst fengju. Hann byggði þetta á býsna gamalli aflaskiptareglu sem hafði reynst vel á fátæku Íslandi. Ég er nokkuð viss um að hann reiknaði ekki með því að tillagan yrði samþykkt og það má vel vera að hann hafi ekki einu sinni verið á þeirri skoðun að hún væri framkvæmanleg. Kveikjan að tillögunni var hins vegar sú trú að launamunur væri of mikill í landinu, að munurinn á þeim sem áttu og þeim sem áttu ekki væri of mikill og það væri mikilvægt að lítilmagninn ætti rödd á Alþingi. Þetta var á þeim tíma þegar það hefði þótt hlægileg bjartsýni að reikna með því að tveir valdamestu einstaklingarnir á Íslandi, forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík, gætu einhvern tíma verið báðir úr röðum félagshyggjuflokkanna. Nú er liðin tæp hálf öld síðan faðir minn lagði fram þingsályktunartillöguna og tæpt ár síðan Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, varð forsætisráðherra á sama tíma og borgarstjórinn er Samfylkingarmaður. Tíminn er ólíkindatól. Það er engin lykt af honum, ekkert bragð og engin áferð sem má finna með næmum fingurgómum og hann sést ekki en það sjást á öllu breytingar við það eitt að hann líði. Eitt af því sem hefur breyst á hálfri öld er að félagshyggjuflokkarnir eru ekki lengur málsvarar verkalýðsins á Íslandi. Þeir hlúa ekki lengur að minni máttar í íslensku samfélagi þó að fyrir kosningar segist þeir gera það heldur hlúa þeir að öðrum þeim sem segjast vilja hlúa að minni máttar en gera það ekki. Það liggur við að þeir sýni verkalýðnum fyrirlitningu af því að hann talar ekki nægilega gott mál, les ekki bækur og er með vitlausar skoðanir á alls konar málum. Bæði forsætisráðherra og borgarstjóra gengur illa að tjá sig þannig að nokkur maður trúi því að þeim sé hagur lítilmagnans ofarlega í huga þótt enginn vafi leiki á því að þau vildu hann sem mestan svo fremi sem ekki þurfi að fórna miklu fyrir hann. Til dæmis um vanda forsætisráðherra er útvarpsþáttur sem hún mætti í ásamt Styrmi Gunnarssyni rétt fyrir áramótin þar sem honum var tíðrætt um misskiptingu veraldlegra gæða á Íslandi. Svar hennar við því var að hún hefði ekki komið inn í VG úr gamla Alþýðubandalaginu heldur sem umhverfissinni. Það mátti skilja þau ummæli þannig að hún væri enginn gamaldags sósíalisti og þar af leiðandi væri misskipting auðs ekki hennar stóra mál. Þau orð sem hún hefur látið falla um ákvarðanir kjararáðs eru líka þess eðlis að þau verða ekki túlkuð á annan veg en þann að henni finnist að mörgu leyti erfitt að vera talsmaður meira launajafnræðis í samfélaginu. Borgarstjóranum okkar er ekki tíðrætt um mikilvægi þess að jafna tækifæri barna úr fjölskyldum fátæktar og annarra vandræða með því að hlúa betur að leikskólum og grunnskólum. Í þess stað lætur hann skreyta fjölbýlishús með málverkum eftir Erró, punta upp á Miklubrautina og reynir að setja einhvers konar met í því hversu miklu fé megi koma fyrir í einum bragga. Kannski hin sósíaldemókratíska hugsun á bak við braggaævintýrið sé sú að vegna þess að það bjó fátækt fólk í bröggum hér áður fyrr sé göfugt að sólunda ævintýralega miklu fé í að endurbyggja einn af þeim sem einhvers konar legstein yfir fátækt í borginni. Og svo talar hann um borgarlínu eins og hún komi til með að leysa húsnæðisvanda unga fólksins, tekjuvanda fátæka fólksins, leikskólavanda barnafólksins og gera alla jafna í borginni. Þess ber að geta að það er ekki séríslenskt fyrirbrigði að félagshyggjuflokkar séu búnir að tapa tengslum sínum við verkalýðinn og það má færa fyrir því rök að það sé ein af ástæðum þess að utangarðsfólk flykkist að hægri öfgaflokkum beggja vegna hafs. Það breytir ekki þeirri staðreynd að svona er þetta hjá okkur og það er bæði dapurlegt og hættulegt. Ég reis úr rekkju um miðja nótt fyrir nokkrum dögum og gekk fram í stofu þar sem faðir minn heitinn sat og reykti pípu eins og hans var von og vísa. Við fórum að tala um vandræði félagshyggjuflokkanna tveggja og Katrínar og Dags. Hann kvaðst hissa á því hvað þau nýttu valdatíma sinn illa og hann sæi þess engin merki að þau væru að reyna að auka jafnræði í íslensku samfélagi. Hann hélt því fram að vera þeirra á valdastólum væri orðin aðför að þeim sem minna mega sín, þeirra fátæku og þeirra sem eru utangarðs af öðrum sökum. Þessari skoðun til stuðnings notaði hann röksemdir sem eru svipaðar því og að halda því fram að sá sem horfir á mann drukkna án þess að reyna að hjálpa honum sé að vissu leyti ábyrgur fyrir dauða hans. Þessi skoðun endurspeglast í tuttugustu og annarri grein almennra hegningarlaga og er því hvorki framandi né nýstárleg. Hann reis svo úr sæti og bað mig fyrir eftirfarandi vísu til Katrínar og Dags: Á meðan á burtu tíminn tikkar tíminn sem átti að nýta til góðs týnd eru hjörtun, helvítin ykkar sem hruflið fátækar sálir til blóðs. Mér varð það á að segja við föður minn að það kæmi mér á óvart að hann hefði komið fyrir blótsyrði í vísunni. Það væri ekki honum líkt. Hann svaraði: „Strákur, það er ekkert blótsyrði í þessari vísu. Þegar maður er búsettur í helvíti er helvíti ekki blótsyrði heldur hluti af heimilisfangi.“ Og svo brosti hann og sagði: „Just joking.“ Ég vil leggja á það áherslu að faðir minn hefði aldrei sett enskuslettu í blaðagrein og var spar á þær almennt í lifanda lífi. Eina ástæða þess að ég segi frá henni er að ég vil vera nákvæmur í frásögn minni af því sem gerðist í raun og veru þessa nótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Einu sinni fyrir langalöngu lagði faðir minn fram þingsályktunartillögu þess efnis að launamunur í landinu ætti aldrei að vera meiri en svo að þeir sem bæru mest úr býtum hlytu tvisvar sinnum meira en þeir sem minnst fengju. Hann byggði þetta á býsna gamalli aflaskiptareglu sem hafði reynst vel á fátæku Íslandi. Ég er nokkuð viss um að hann reiknaði ekki með því að tillagan yrði samþykkt og það má vel vera að hann hafi ekki einu sinni verið á þeirri skoðun að hún væri framkvæmanleg. Kveikjan að tillögunni var hins vegar sú trú að launamunur væri of mikill í landinu, að munurinn á þeim sem áttu og þeim sem áttu ekki væri of mikill og það væri mikilvægt að lítilmagninn ætti rödd á Alþingi. Þetta var á þeim tíma þegar það hefði þótt hlægileg bjartsýni að reikna með því að tveir valdamestu einstaklingarnir á Íslandi, forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík, gætu einhvern tíma verið báðir úr röðum félagshyggjuflokkanna. Nú er liðin tæp hálf öld síðan faðir minn lagði fram þingsályktunartillöguna og tæpt ár síðan Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, varð forsætisráðherra á sama tíma og borgarstjórinn er Samfylkingarmaður. Tíminn er ólíkindatól. Það er engin lykt af honum, ekkert bragð og engin áferð sem má finna með næmum fingurgómum og hann sést ekki en það sjást á öllu breytingar við það eitt að hann líði. Eitt af því sem hefur breyst á hálfri öld er að félagshyggjuflokkarnir eru ekki lengur málsvarar verkalýðsins á Íslandi. Þeir hlúa ekki lengur að minni máttar í íslensku samfélagi þó að fyrir kosningar segist þeir gera það heldur hlúa þeir að öðrum þeim sem segjast vilja hlúa að minni máttar en gera það ekki. Það liggur við að þeir sýni verkalýðnum fyrirlitningu af því að hann talar ekki nægilega gott mál, les ekki bækur og er með vitlausar skoðanir á alls konar málum. Bæði forsætisráðherra og borgarstjóra gengur illa að tjá sig þannig að nokkur maður trúi því að þeim sé hagur lítilmagnans ofarlega í huga þótt enginn vafi leiki á því að þau vildu hann sem mestan svo fremi sem ekki þurfi að fórna miklu fyrir hann. Til dæmis um vanda forsætisráðherra er útvarpsþáttur sem hún mætti í ásamt Styrmi Gunnarssyni rétt fyrir áramótin þar sem honum var tíðrætt um misskiptingu veraldlegra gæða á Íslandi. Svar hennar við því var að hún hefði ekki komið inn í VG úr gamla Alþýðubandalaginu heldur sem umhverfissinni. Það mátti skilja þau ummæli þannig að hún væri enginn gamaldags sósíalisti og þar af leiðandi væri misskipting auðs ekki hennar stóra mál. Þau orð sem hún hefur látið falla um ákvarðanir kjararáðs eru líka þess eðlis að þau verða ekki túlkuð á annan veg en þann að henni finnist að mörgu leyti erfitt að vera talsmaður meira launajafnræðis í samfélaginu. Borgarstjóranum okkar er ekki tíðrætt um mikilvægi þess að jafna tækifæri barna úr fjölskyldum fátæktar og annarra vandræða með því að hlúa betur að leikskólum og grunnskólum. Í þess stað lætur hann skreyta fjölbýlishús með málverkum eftir Erró, punta upp á Miklubrautina og reynir að setja einhvers konar met í því hversu miklu fé megi koma fyrir í einum bragga. Kannski hin sósíaldemókratíska hugsun á bak við braggaævintýrið sé sú að vegna þess að það bjó fátækt fólk í bröggum hér áður fyrr sé göfugt að sólunda ævintýralega miklu fé í að endurbyggja einn af þeim sem einhvers konar legstein yfir fátækt í borginni. Og svo talar hann um borgarlínu eins og hún komi til með að leysa húsnæðisvanda unga fólksins, tekjuvanda fátæka fólksins, leikskólavanda barnafólksins og gera alla jafna í borginni. Þess ber að geta að það er ekki séríslenskt fyrirbrigði að félagshyggjuflokkar séu búnir að tapa tengslum sínum við verkalýðinn og það má færa fyrir því rök að það sé ein af ástæðum þess að utangarðsfólk flykkist að hægri öfgaflokkum beggja vegna hafs. Það breytir ekki þeirri staðreynd að svona er þetta hjá okkur og það er bæði dapurlegt og hættulegt. Ég reis úr rekkju um miðja nótt fyrir nokkrum dögum og gekk fram í stofu þar sem faðir minn heitinn sat og reykti pípu eins og hans var von og vísa. Við fórum að tala um vandræði félagshyggjuflokkanna tveggja og Katrínar og Dags. Hann kvaðst hissa á því hvað þau nýttu valdatíma sinn illa og hann sæi þess engin merki að þau væru að reyna að auka jafnræði í íslensku samfélagi. Hann hélt því fram að vera þeirra á valdastólum væri orðin aðför að þeim sem minna mega sín, þeirra fátæku og þeirra sem eru utangarðs af öðrum sökum. Þessari skoðun til stuðnings notaði hann röksemdir sem eru svipaðar því og að halda því fram að sá sem horfir á mann drukkna án þess að reyna að hjálpa honum sé að vissu leyti ábyrgur fyrir dauða hans. Þessi skoðun endurspeglast í tuttugustu og annarri grein almennra hegningarlaga og er því hvorki framandi né nýstárleg. Hann reis svo úr sæti og bað mig fyrir eftirfarandi vísu til Katrínar og Dags: Á meðan á burtu tíminn tikkar tíminn sem átti að nýta til góðs týnd eru hjörtun, helvítin ykkar sem hruflið fátækar sálir til blóðs. Mér varð það á að segja við föður minn að það kæmi mér á óvart að hann hefði komið fyrir blótsyrði í vísunni. Það væri ekki honum líkt. Hann svaraði: „Strákur, það er ekkert blótsyrði í þessari vísu. Þegar maður er búsettur í helvíti er helvíti ekki blótsyrði heldur hluti af heimilisfangi.“ Og svo brosti hann og sagði: „Just joking.“ Ég vil leggja á það áherslu að faðir minn hefði aldrei sett enskuslettu í blaðagrein og var spar á þær almennt í lifanda lífi. Eina ástæða þess að ég segi frá henni er að ég vil vera nákvæmur í frásögn minni af því sem gerðist í raun og veru þessa nótt.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun