Framúrkeyrslan í Eyjum nemur 56 milljónum Sighvatur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 19:15 Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir að verið sé að rugla saman verkum í fréttum af framúrkeyrslu vegna framkvæmda á Fiskiðjureitnum í Eyjum. Eyjar.net Vísir greindi frá því í gær að framkvæmdir við Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum væru komnar um 150 milljónum króna fram úr upphaflegum áætlunum. Þá var heildarkostnaður framkvæmda sagður nema ríflega 600 milljónum króna. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir þetta vera rangt, verið sé að rugla saman verkum. Hið rétta sé að framkvæmdirnar hafi farið 56 milljónum króna fram úr áætlunum.Það er nú því miður svo þegar verið er að laga gömul hús að erfitt er að vita nákvæmlega í hverju maður lendir. Í slíkum tilvikum þarf að fylgjast vel með framvindu og kostnaði, halda pólitískum fulltrúum upplýstum og taka meðvitaða ákvörðun um að hætta annaðhvort framkvæmdum eða halda áfram vitandi að auknum framkvæmdum fylgir aukinn kostnaður. Þannig var þetta unnið.Aukinn kostnaður vegna hreinsunar og förgunar Ólafur segir að kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við lagfæringu og endurbyggingu Fiskiðjunnar hafi hljóðað upp á 270 milljónir króna, vegna framkvæmda utanhúss og aðgengis, svo sem lyftu, stigahúss og fleira. Kostnaður þess verkþáttar hafi hækkað um 56 milljónir, í 326 milljónir króna. Aukinn kostnaður við framkvæmdirnar skýrist meðal annars af klæðningu á suðurhlið hússins að hluta til og gluggum á suðurhlið þriðju hæðar. Auk þess var kostnaður við hreinsun og förgun hluta úr húsinu meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Fiskiðjan er á fjórum hæðum. Efsta hæðin var seld undir nýjar íbúðir. Á fyrstu hæðinni verður nýtt fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja, þar sem sett verður upp nýtt hvalasafn í samstarfi við fyrirtækið Merlin Entertainments. Kostnaður vegna framkvæmda á fyrstu hæð nemur 7,6 milljónum króna. Ólafur segir það tilkomið „vegna verka sem Vestmannaeyjabær þurfti að inna af hendi sem húseigandi til að koma eigninni í leiguhæft ástand til Merlin.“ Á annarri hæð hússins er Þekkingarsetur Vestmannaeyja til húsa og á þeirri þriðju er gert ráð fyrir nýjum bæjarskrifstofum. Í umfjöllun fjölmiðla hefur komið fram að kostnaður vegna annarrar og þriðju hæðar sé rúmlega 270 milljónir króna. Ólafur segir það ekki rétt að taka þann kostnað með öðrum kostnaði þar sem þessir verkþættir hafi verið ákveðnir eftir gerð upphaflegu kostnaðaráætlunarinnar. Kostnaður vegna Þekkingarseturs Vestmannaeyja á annarri hæð Fiskiðjunnar nemur 210 milljónum króna, Vestmannaeyjabær hafi fjármagnað það og Þekkingarsetrið muni greiða það til baka í formi leigu á húsnæðinu. Ólafur segir að kostnaður við fyrsta áfanga þriðju hæðarinnar sé 61 milljón króna. Það verk sé enn í hönnunarferli og kostnaðaráætlun því ekki tilbúin.Vestmannaeyjar.Vísir/PjeturÓlafur segist fagna því að kjörnir fulltrúar hjá Vestmannaeyjabæ hafi lýst yfir áhuga á því að skoða kostnað vegna framkvæmdanna við Fiskiðjuna. „Eftir að hafa unnið við verklegar framkvæmdir hins opinbera í rúman áratug er það mín skoðun að hið allra mikilvægasta sé að framvinda verka og útgjöld þeim fylgjandi sé á öllum tíma upplýst og meðvituð. Oft er ekki komist hjá því að eitthvað ófyrirséð hafi áhrif á áætlanir. Í þeim tilvikum þarf að taka ákvörðun um að hætta eða auka kostnað. Við embættismenn sækjum slíkar heimildir til kjörinna fulltrúa og það má ekki líta á það sem „framúrkeyrslu“ eða óútskýrðan kostnað,“ segir Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, í samtali við fréttastofu. Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að framkvæmdir við Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum væru komnar um 150 milljónum króna fram úr upphaflegum áætlunum. Þá var heildarkostnaður framkvæmda sagður nema ríflega 600 milljónum króna. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir þetta vera rangt, verið sé að rugla saman verkum. Hið rétta sé að framkvæmdirnar hafi farið 56 milljónum króna fram úr áætlunum.Það er nú því miður svo þegar verið er að laga gömul hús að erfitt er að vita nákvæmlega í hverju maður lendir. Í slíkum tilvikum þarf að fylgjast vel með framvindu og kostnaði, halda pólitískum fulltrúum upplýstum og taka meðvitaða ákvörðun um að hætta annaðhvort framkvæmdum eða halda áfram vitandi að auknum framkvæmdum fylgir aukinn kostnaður. Þannig var þetta unnið.Aukinn kostnaður vegna hreinsunar og förgunar Ólafur segir að kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við lagfæringu og endurbyggingu Fiskiðjunnar hafi hljóðað upp á 270 milljónir króna, vegna framkvæmda utanhúss og aðgengis, svo sem lyftu, stigahúss og fleira. Kostnaður þess verkþáttar hafi hækkað um 56 milljónir, í 326 milljónir króna. Aukinn kostnaður við framkvæmdirnar skýrist meðal annars af klæðningu á suðurhlið hússins að hluta til og gluggum á suðurhlið þriðju hæðar. Auk þess var kostnaður við hreinsun og förgun hluta úr húsinu meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Fiskiðjan er á fjórum hæðum. Efsta hæðin var seld undir nýjar íbúðir. Á fyrstu hæðinni verður nýtt fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja, þar sem sett verður upp nýtt hvalasafn í samstarfi við fyrirtækið Merlin Entertainments. Kostnaður vegna framkvæmda á fyrstu hæð nemur 7,6 milljónum króna. Ólafur segir það tilkomið „vegna verka sem Vestmannaeyjabær þurfti að inna af hendi sem húseigandi til að koma eigninni í leiguhæft ástand til Merlin.“ Á annarri hæð hússins er Þekkingarsetur Vestmannaeyja til húsa og á þeirri þriðju er gert ráð fyrir nýjum bæjarskrifstofum. Í umfjöllun fjölmiðla hefur komið fram að kostnaður vegna annarrar og þriðju hæðar sé rúmlega 270 milljónir króna. Ólafur segir það ekki rétt að taka þann kostnað með öðrum kostnaði þar sem þessir verkþættir hafi verið ákveðnir eftir gerð upphaflegu kostnaðaráætlunarinnar. Kostnaður vegna Þekkingarseturs Vestmannaeyja á annarri hæð Fiskiðjunnar nemur 210 milljónum króna, Vestmannaeyjabær hafi fjármagnað það og Þekkingarsetrið muni greiða það til baka í formi leigu á húsnæðinu. Ólafur segir að kostnaður við fyrsta áfanga þriðju hæðarinnar sé 61 milljón króna. Það verk sé enn í hönnunarferli og kostnaðaráætlun því ekki tilbúin.Vestmannaeyjar.Vísir/PjeturÓlafur segist fagna því að kjörnir fulltrúar hjá Vestmannaeyjabæ hafi lýst yfir áhuga á því að skoða kostnað vegna framkvæmdanna við Fiskiðjuna. „Eftir að hafa unnið við verklegar framkvæmdir hins opinbera í rúman áratug er það mín skoðun að hið allra mikilvægasta sé að framvinda verka og útgjöld þeim fylgjandi sé á öllum tíma upplýst og meðvituð. Oft er ekki komist hjá því að eitthvað ófyrirséð hafi áhrif á áætlanir. Í þeim tilvikum þarf að taka ákvörðun um að hætta eða auka kostnað. Við embættismenn sækjum slíkar heimildir til kjörinna fulltrúa og það má ekki líta á það sem „framúrkeyrslu“ eða óútskýrðan kostnað,“ segir Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, í samtali við fréttastofu.
Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira