Er þetta ekki fulllangt gengið Giannis? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 18:00 Giannis Antetokounmpo. Getty/Tim Warner Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo hefur átt frábært tímabil í NBA-deildinni í körfubolta og þykir koma til greina sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Einn af þeim sem keppa við hann um það hnoss er James Harden hjá Houston Rockets sem var einmitt kosinn sá mikilvægasti í NBA-deildinni á síðustu leiktíð. Félagarnir mættust með liðum sínum í nótt. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Milwaukee Bucks en hann endaði leikinn með 27 stig, 21 fráköst, 5 stoðsendingar og sigurinn. James Harden var með 42 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar en tapaði 9 boltum og svo leiknum líka. Giannis Antetokounmpo lét James Harden líka finna fyrir sér eins og má í þessari sókn hér fyrir neðan. Þetta var nú fulllangt gengið hjá Giannis eða hvað? Grikinn ætlaði sér nú örugglega aldrei að skjóta Harden niður heldur aðeins að koma boltanum niður á liðsfélaga sinn niður í horni. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks hafa unnið 29 leiki á tímabilinu eða sex leikjum fleira en Harden og félagar í Houston Rockets. Antetokounmpo er með 26,6 stig, 12,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann hefur nýtt 58 prósent skota sinn og er einnig með yfir eitt varið skot (1,5) og einn stolinn bolta (1,3) að meðaltali í leik. Harden er með 33,9 stig, 8,6 stoðsendingar, 6,0 fráköst og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik en hann hefur hitt úr 43,6 prósent skota sinna. Harden hefur sett niður 4,9 þrista að meðaltali en hann er að skora úr 9,4 vítaskotum að meðaltali í leik.@Giannis_An34 patrols the paint in the @Bucks road win, finishing with 27 PTS, 5 AST & a career-high 21 REB! #FearTheDeerpic.twitter.com/vbyV6WB1c0 — NBA (@NBA) January 10, 2019@JHarden13 tallies 42 PTS, 11 REB, 6 AST for the @HoustonRockets against Milwaukee. #Rockets Harden has now recorded at least 30 points and five assists in each of his last 14 games, the longest such streak in @NBAHistory. pic.twitter.com/lPmLa2uZ00 — NBA (@NBA) January 10, 2019 NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo hefur átt frábært tímabil í NBA-deildinni í körfubolta og þykir koma til greina sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Einn af þeim sem keppa við hann um það hnoss er James Harden hjá Houston Rockets sem var einmitt kosinn sá mikilvægasti í NBA-deildinni á síðustu leiktíð. Félagarnir mættust með liðum sínum í nótt. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Milwaukee Bucks en hann endaði leikinn með 27 stig, 21 fráköst, 5 stoðsendingar og sigurinn. James Harden var með 42 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar en tapaði 9 boltum og svo leiknum líka. Giannis Antetokounmpo lét James Harden líka finna fyrir sér eins og má í þessari sókn hér fyrir neðan. Þetta var nú fulllangt gengið hjá Giannis eða hvað? Grikinn ætlaði sér nú örugglega aldrei að skjóta Harden niður heldur aðeins að koma boltanum niður á liðsfélaga sinn niður í horni. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks hafa unnið 29 leiki á tímabilinu eða sex leikjum fleira en Harden og félagar í Houston Rockets. Antetokounmpo er með 26,6 stig, 12,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann hefur nýtt 58 prósent skota sinn og er einnig með yfir eitt varið skot (1,5) og einn stolinn bolta (1,3) að meðaltali í leik. Harden er með 33,9 stig, 8,6 stoðsendingar, 6,0 fráköst og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik en hann hefur hitt úr 43,6 prósent skota sinna. Harden hefur sett niður 4,9 þrista að meðaltali en hann er að skora úr 9,4 vítaskotum að meðaltali í leik.@Giannis_An34 patrols the paint in the @Bucks road win, finishing with 27 PTS, 5 AST & a career-high 21 REB! #FearTheDeerpic.twitter.com/vbyV6WB1c0 — NBA (@NBA) January 10, 2019@JHarden13 tallies 42 PTS, 11 REB, 6 AST for the @HoustonRockets against Milwaukee. #Rockets Harden has now recorded at least 30 points and five assists in each of his last 14 games, the longest such streak in @NBAHistory. pic.twitter.com/lPmLa2uZ00 — NBA (@NBA) January 10, 2019
NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum