Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2019 11:38 Skjáskot úr öðru myndbandinu sem norska lögreglan birti í dag. Skjáskot/VG Lögregla í Noregi óskar eftir að ná tali af nokkrum einstaklingum sem sáust fyrir utan vinnustað Toms Hagen daginn sem eiginkona hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf.Sjá einnig: Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Lögregla birti í dag tvö myndbönd sem tekin eru upp á öryggismyndavél fyrir utan skrifstofu Hagen í svokallaðri Futurum-byggingu í Ósló. Í öðru myndbandinu má sjá manneskju á gangi fyrir utan vinnustaðinn klukkan 07:36 að morgni 31. október síðastliðins, daginn sem Falkevik Hagen var rænt af heimili hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi. Viðkomandi fer í hvarf á bak við tré í skamma stund en gengur svo sömu leið til baka. Hitt myndbandið hefst um 24 mínútum síðar en á því sést önnur manneskja ganga sömu leið og sú fyrri. Hjólreiðamaður tekur fram úr einstaklingnum og óskar lögregla eftir því að allir þrír gefi sig fram. Hafa þeir allir stöðu vitnis í málinu, að sögn lögreglu. „Þetta er aðallega til þess að komast að því hverjir þetta eru og hvort þeir búi yfir einhverjum upplýsingum,“ sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Mögulega fylgst með fjölskyldunni í aðdraganda mannránsins Aðspurður gat hann ekki útilokað að um væri að ræða einstaklinga sem vaktað hefðu vinnustað Hagen á meðan mannræningjarnir athöfnuðu sig á heimili hans og Falkevik-Hagen. „Það eru nægar grunsemdir fyrir hendi til að við gefum það út. Í svona málum getum við ekki útilokað að fylgst hafi verið með fjölskyldumeðlimum og vinnustöðum,“ sagði Brøske. Þá staðfesti hann að skilaboð frá ræningjunum, sem m.a. sneru að hótunum í garð Falkevik Hagen, hefðu fundist á heimili hjónanna. Lögregla hefur verið í samskiptum við ræningjana í gegnum netið en þeir krefjast yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt í lausnargjald. Yfir hundrað ábendingar hafa nú borist lögreglu vegna málsins síðan fyrst var greint frá hvarfi Falkevik-Hagen í gærmorgun. Enn er þó enginn grunaður um aðild að mannráninu. Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12 Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Fleiri fréttir „Rússland augljóslega vill stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Sjá meira
Lögregla í Noregi óskar eftir að ná tali af nokkrum einstaklingum sem sáust fyrir utan vinnustað Toms Hagen daginn sem eiginkona hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf.Sjá einnig: Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Lögregla birti í dag tvö myndbönd sem tekin eru upp á öryggismyndavél fyrir utan skrifstofu Hagen í svokallaðri Futurum-byggingu í Ósló. Í öðru myndbandinu má sjá manneskju á gangi fyrir utan vinnustaðinn klukkan 07:36 að morgni 31. október síðastliðins, daginn sem Falkevik Hagen var rænt af heimili hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi. Viðkomandi fer í hvarf á bak við tré í skamma stund en gengur svo sömu leið til baka. Hitt myndbandið hefst um 24 mínútum síðar en á því sést önnur manneskja ganga sömu leið og sú fyrri. Hjólreiðamaður tekur fram úr einstaklingnum og óskar lögregla eftir því að allir þrír gefi sig fram. Hafa þeir allir stöðu vitnis í málinu, að sögn lögreglu. „Þetta er aðallega til þess að komast að því hverjir þetta eru og hvort þeir búi yfir einhverjum upplýsingum,“ sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Mögulega fylgst með fjölskyldunni í aðdraganda mannránsins Aðspurður gat hann ekki útilokað að um væri að ræða einstaklinga sem vaktað hefðu vinnustað Hagen á meðan mannræningjarnir athöfnuðu sig á heimili hans og Falkevik-Hagen. „Það eru nægar grunsemdir fyrir hendi til að við gefum það út. Í svona málum getum við ekki útilokað að fylgst hafi verið með fjölskyldumeðlimum og vinnustöðum,“ sagði Brøske. Þá staðfesti hann að skilaboð frá ræningjunum, sem m.a. sneru að hótunum í garð Falkevik Hagen, hefðu fundist á heimili hjónanna. Lögregla hefur verið í samskiptum við ræningjana í gegnum netið en þeir krefjast yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt í lausnargjald. Yfir hundrað ábendingar hafa nú borist lögreglu vegna málsins síðan fyrst var greint frá hvarfi Falkevik-Hagen í gærmorgun. Enn er þó enginn grunaður um aðild að mannráninu.
Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12 Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Fleiri fréttir „Rússland augljóslega vill stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Sjá meira
Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12
Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11