Helmingur Íslendinga vill afsögn Ágústs Ólafs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2019 11:05 Ágúst Ólafur var áminntur af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Þá eru rúmlega 31% í meðallagi hlynnt eða andvíg afsögn Ágústs og 17 prósent andvíg afsögn. Þetta kemur fram í könnun Maskínu sem fram fór 14. til 28. desember síðastliðinn. Ágúst Ólafur fór í tveggja mánaða launalaust leyfi frá þingstörfum í desember. Hann tilkynnti um ákvörðunin á Facebook og sagðist hafa orðið sér til háborinnar skammar með framkomu sinni gagnvart konu sem hann hitti á bar. Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, steig í framhaldinu fram og taldi sig knúna til að leiðrétta frásögn Ágústs Ólafs.Er reiknað með því að Ágúst snúi aftur til þingstarfa í febrúar. Mun fleiri voru hlynntir afsögn sexmenninganna úr Miðflokknum og Flokki fólksins í desember í kjölfar ummæla sem féllu á Klaustur bar. Í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrr í desember voru 74-91 prósent hlynnt afsögn en mishlynntir eftir því hver sexmenninganna átti í hlut. Með hækkandi aldri eru Íslendingar líklegri til þess að vera andvígir afsögn þingmannsins. Þeir sem lokið hafa framhaldsskólaprófi eða iðnmenntun eru hlynntastir afsögn Ágústs Ólafs og háskólamenntaðir andvígastir eða rúm 19 prósent. Íslendingar með heimilistekjur lægri en 550 þúsund krónur eru hlynntastir því að Ágúst Ólafur segi af sér eða um 60 prósent. Tekjuhæsti hópurinn er andvígastur afsögn hans eða 25,5 prósent. Kjósendur Framsóknarflokksins og Pírata eru hlynntastir afsögn hans en kjósendur Miðflokksins andvígastir. Svarendur voru 817 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks dreginn með tilvlijun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Fólkið er af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Alþingi MeToo Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. 12. desember 2018 06:00 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Þá eru rúmlega 31% í meðallagi hlynnt eða andvíg afsögn Ágústs og 17 prósent andvíg afsögn. Þetta kemur fram í könnun Maskínu sem fram fór 14. til 28. desember síðastliðinn. Ágúst Ólafur fór í tveggja mánaða launalaust leyfi frá þingstörfum í desember. Hann tilkynnti um ákvörðunin á Facebook og sagðist hafa orðið sér til háborinnar skammar með framkomu sinni gagnvart konu sem hann hitti á bar. Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, steig í framhaldinu fram og taldi sig knúna til að leiðrétta frásögn Ágústs Ólafs.Er reiknað með því að Ágúst snúi aftur til þingstarfa í febrúar. Mun fleiri voru hlynntir afsögn sexmenninganna úr Miðflokknum og Flokki fólksins í desember í kjölfar ummæla sem féllu á Klaustur bar. Í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrr í desember voru 74-91 prósent hlynnt afsögn en mishlynntir eftir því hver sexmenninganna átti í hlut. Með hækkandi aldri eru Íslendingar líklegri til þess að vera andvígir afsögn þingmannsins. Þeir sem lokið hafa framhaldsskólaprófi eða iðnmenntun eru hlynntastir afsögn Ágústs Ólafs og háskólamenntaðir andvígastir eða rúm 19 prósent. Íslendingar með heimilistekjur lægri en 550 þúsund krónur eru hlynntastir því að Ágúst Ólafur segi af sér eða um 60 prósent. Tekjuhæsti hópurinn er andvígastur afsögn hans eða 25,5 prósent. Kjósendur Framsóknarflokksins og Pírata eru hlynntastir afsögn hans en kjósendur Miðflokksins andvígastir. Svarendur voru 817 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks dreginn með tilvlijun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Fólkið er af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri.
Alþingi MeToo Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. 12. desember 2018 06:00 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38
Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. 12. desember 2018 06:00
Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28